Handbolti

Dagur með marka­hæstu mönnum í stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Gautason er að standa sig vel með liði Montpellie.
Dagur Gautason er að standa sig vel með liði Montpellie. Montpellier

Dagur Gautason átti flottan leik í kvöld með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Montpellier vann tólf marka heimasigur á Creteil, 28-26, en Montpellier var 20-10 yfir í hálfleik.

Dagur skoraði fimm mörk úr sex skotum í leiknum og var næstmarkahæstur í sínu liði ásamt tveimur öðrum. Markahæstur í liðinu var Yanis Lenne með sjö mörk.

Arthur Lenne og Veron Nacinovic skoruðu fimm mörk eins og Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×