Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. apríl 2025 23:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra fundaði með utanríkismálastjóra og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál um varnarsamstarf. Málið er farið í formlegan farveg en hún leggur áherslu á að auka þurfi stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni. Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunanrsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og Andrius Kubilius, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál í dag. „Það er alveg ljóst að við erum að sækjast eftir svipuðu samstarfi og að Norðmenn skrifuðu undir við Evrópusambandið fyrir ári síðan. Við erum að stefna að því og það er ákveðin vinna fram undan og aðildarríki þurfa að samþykkja það. Við erum að nýta öll tækifæri sem að hægt er að og gefast til þess að styrkja öryggi í kringum Ísland,“ segir Þorgerður. Samstarfið fari nú í formlegan farveg en hún segist binda vonir við að það gerist eitthvað síðar á þessu ári. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti þegar kemur að samvinnu og samstarfi nágrannaríkja okkar og þeirra þjóða sem eru líkt þenkjandi,“ segir hún. Það sé enn mikilvægara að brekka út samstarfið á sviði varna- og öryggismála og nefnir hún til að mynda fund sinn með fulltrúum Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Kóreu og Japan. Einnig væri það mikill fengur að tengjast Bretlandi og Kanada nánari böndum. „Það skiptir miklu máli í þróun þessarar heimsmyndar þar sem við erum að sjá einræðistilhneigingar vera að aukast því miður. Við megum ekki gleyma því að helsta ógnin við Evrópu í dag er Rússland.“ Þorgerður talaði um að auka stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. „Það að ég skuli segja að við séum að fjölga stoðunum undir okkar varnir og öryggi, það er líka eðlilegt skref og eðlilegur hluti af stærri myndinni. Líka vegna þrýstingi frá Bandaríkjunum að við í Evrópu, við þurfum að gera meira sjálf, þar erum við Íslendingar ekki undanskildir.“ Aukinn stuðningur við Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fundaði með viðbragðssveit JEF í dag um mögulega fjölþjóðlega stuðningsaðgerð við Úkraínu. „Þetta er hópur ríkja sem að styður Úkraínu sérstaklega mikið og það var mikil samstaða sem einkenndi fundinn. Bara á þessum fundi voru tilkynntir yfir 21 milljarður evra í framlög á hinum ýmsu sviðum. Við Íslendingar höldum áfram að leiða og styðja við jarðsprengjuverkefni,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Ísland hafi þá aukið stuðning sinn, innan ramma utanríkisráðuneytisins, við jarðsprengjuleitarverkefni.
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira