Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 14:07 Mikil ánægja er með nýja samninginn við landeigendurnar á Hallanda í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg fyrir hönd Selfossveitna hefur tryggt sér einkarétt til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á jarðhita í landi Hallanda í Flóahreppi. Um er að ræða svæði austan Selfoss. Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira