Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 14:07 Mikil ánægja er með nýja samninginn við landeigendurnar á Hallanda í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg fyrir hönd Selfossveitna hefur tryggt sér einkarétt til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á jarðhita í landi Hallanda í Flóahreppi. Um er að ræða svæði austan Selfoss. Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Ann Gunnilla Westerberg og Rúnar Þór Steingrímssyni, landeigendur Hallanda mættu nýlega í Ráðhús Árborgar á Selfossi þar sem samningurinn á milli sveitarfélagsins og Selfossveitna var undirritaður við þau. Bæjarstjóri Árborgar segir samninginn endurspegla þá framtíðarsýn að tryggja Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. „Við vorum að skrifa undir jarðhitasamning eða réttindi um að fá að leita á jörðinni Hallanda í Flóahreppi. Þannig að Selfossveitur voru að ganga frá þessum samningi,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Eruð þið bjartsýn á að finna heitt vatn þarna? „Já, það er heitt vatn á svæðinu í kring þannig að þetta er eitt af þeim svæðum, sem við vildum eignast réttindin að og það er frábært að það hafi gengið upp að fá þennan samning, sem ætti að vera ávinningur fyrir alla aðila,” segir Bragi. Bragi, Ann Gunnilla og Rúnar Þór undirrita hér samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg fjölgar stöðugt og því er nauðsynlegt að hafa nóg af heitu vatni. En hvernig er staðan á heitavatns málum í Árborg núna? „Hún er bara mjög góð næstu árin. Það hefur gengið mjög vel hjá Selfossveitum að afla vatns eins og fólk hefur tekið eftir í holunum, sem er verið að virkja núna næstu árin en það er rosalega mikilvægt í þessu að við vinnum til framtíðar og þetta er hluti af því, bæði að eignast réttindin og í rauninni að skipuleggja rannsóknir áfram. Þannig að þetta er framtíðarverkefni og við þurfum að huga að því,” segir Bragi og bætir við. „Þetta er einn af okkar lykil innviðum, sem við viljum að sé í lagi og við þurfum að vinna í því áfram. Þetta hefur gengið og tekið ótrúlega skamman tíma að ganga frá þessum samningi, sem sýnir það að fólk sér þetta sem ávinning fyrir alla að við finnum heitt vatn fyrir svæðið.” Við undirritunina voru frá vinstri, Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira