„Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 09:03 Lewis Hamilton segir Ferrari bílinn ekki vera vandamálið sem leiddi til þess að hann endaði í níunda sæti í tímatökunni. Jayce Illman/Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur ekki farið vel af stað hjá Ferrari og verður sá níundi af stað í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 síðar í dag. Hann segir bílinn ekki vera vandamálið, hann verði sjálfur að gera betur. Hamilton var næstum því sekúndu lengur en sá sneggsti, Oscar Piastri, í tímatökunni í gær. Carlos Sainz, sem fór til Williams eftir að Hamilton leysti hann af hjá Ferrari, var einnig sneggri en Hamilton í tímatökunni og verður sá áttundi af stað í dag. „Ég er bara ekki að standa mig nógu vel, vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig. Bíllinn er augljóslega nógu góður, sem er gott“ heyrðist Hamilton segja í liðsútvarpi Ferrari eftir tímatökuna. „Þetta er svo sannarlega ekki góð tilfinning. Ég hef engin svör, ég var bara ekki nógu snöggur“ sagði hann svo við blaðamenn. Hamilton endaði í tíunda sæti í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu, vann síðan sprettinn í Kína og virtist vera á beinu brautinni en var dæmdur úr leik í kappakstrinum sjálfum og endaði svo í sjöunda sæti í Japan síðustu helgi, þrettán sekúndum á eftir liðsfélaga sínum LeClerc. Fjallað var um tímatökuna í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og innslagið má sjá hér fyrir ofan. Barein kappaksturinn verður svo í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30. Akstursíþróttir Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton var næstum því sekúndu lengur en sá sneggsti, Oscar Piastri, í tímatökunni í gær. Carlos Sainz, sem fór til Williams eftir að Hamilton leysti hann af hjá Ferrari, var einnig sneggri en Hamilton í tímatökunni og verður sá áttundi af stað í dag. „Ég er bara ekki að standa mig nógu vel, vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig. Bíllinn er augljóslega nógu góður, sem er gott“ heyrðist Hamilton segja í liðsútvarpi Ferrari eftir tímatökuna. „Þetta er svo sannarlega ekki góð tilfinning. Ég hef engin svör, ég var bara ekki nógu snöggur“ sagði hann svo við blaðamenn. Hamilton endaði í tíunda sæti í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu, vann síðan sprettinn í Kína og virtist vera á beinu brautinni en var dæmdur úr leik í kappakstrinum sjálfum og endaði svo í sjöunda sæti í Japan síðustu helgi, þrettán sekúndum á eftir liðsfélaga sínum LeClerc. Fjallað var um tímatökuna í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og innslagið má sjá hér fyrir ofan. Barein kappaksturinn verður svo í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30.
Akstursíþróttir Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira