Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni hefst með tveimur leikjum þann 15. apríl. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og endi þar með í sama sæti annað árið í röð. Það var gríðarlega jákvæð orka í kringum nýliða Víkings á síðasta ári. Eðlilega þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari tímabilið áður ásamt því að tryggja sér sæti í Bestu deildinni. Það verður ekki annað sagt en hamingjan hafi haldið áfram í Víkinni á síðustu leiktíð. Víkingar fagna.Vísir/Diego Byrjunin var hins vegar ekki eins og best verður á kosið. Eftir góðan sigur í 1. umferð kom jafntefli gegn annars slöku liði Fylkis og svo algjört afhroð á Hlíðarenda. Næstu leikir voru ekkert frábærir en góður 2-1 sigur á verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks þann 20. júní kom liðinu á beinu brautina á ný. Liðið sat í 4. sæti fyrir tvískiptingu, aðeins stigi á eftir Þór/KA sem var sæti ofar. Víkingar hefðu viljað gera betur gegn toppliðunum tveimur eftir tvískiptingu en sigrar gegn FH og Þór/KA sáu til þess að nýliðarnir enduðu í 3. sæti í Bestu deildinni 2024. Liðið var hins vegar ekki nálægt því að verja bikartitil sinn þar sem það féll nokkuð óvænt úr leik í 16-liða úrslitum gegn Lengjudeildarliði Aftureldingar. Þrátt fyrir að enda í 3. sæti var Víkingur hins vegar aldrei nálægt toppliðunum tveimur og endaði með -2 í markatölu, spiluðu stór töp gegn bæði Val og Breiðablik þar inn í. Birta Guðlaugsdóttir Gígja Valgerður – Áslaug Dóra – Erna Guðrún – Emma Steinsen Selma Dögg (F) – Bergþóra Sól Þórdís Hrönn – Ísfold Marý – Bergdís Linda Líf Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Víkings milli ára enda liðið misst nokkra sterka pósta. Það verður hins vegar ekki annað sagt en að Víkingar hafi sótt öfluga leikmenn í þeirra stað. Um er að ræða reynslumikla leikmenn sem ættu ef allt er eðlilegt að hjálpa til við að brúa bilið sem er á milli Víkings og toppliðanna tveggja. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og kemur inn í annars þétta og reynda vörn liðsins. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kemur frá Val eftir að spila lítið vegna meiðsla undanfarin tvö tímabil. Á sínum degi er hún án efa ein sú skemmtilegasta í Bestu deildinni. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er mætt frá Þór/KA til að gefa John Andrews þjálfara enn fleiri möguleika fram á við. Þá er markvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir mætt til þess að verja þriðji markvörður virðist vera. Það kemur verulega á óvart þar sem Eva Ýr á að baki 35 leiki í efstu deild og 105 í B-deild. Segja má að með innkomu hennar sé Víkingur með besta markmannsþríeyki deildarinnar en reikna má með að Birta Guðlaugsdóttir og Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir berjist um stöðu aðalmarkvarðar líkt og á síðustu leiktíð. Hvað segir sérfræðingurinn? Ásta Eir Árnadóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar, hafði þetta að segja um Þór/KA: „Víkingsliðið kemur stórhuga inn í þetta mót eins og á síðasta tímabili. Þær komu mörgum á óvart í fyrra og enduðu verðskuldað í 3 sæti. Styrkleiki þeirra er að þetta er lið sem hefur spilað lengi á sömu leikmönnunum, þær þekkja hvor aðra vel sem er gríðarlega mikilvægt.“ „Þær hafa jafnframt náð í nokkra sterka pósta fyrir þetta tímabil, leikmenn eins og Áslaug Dóra og Þórdís Hrönn. Þórdís er reynslumikil og þekkir það að vinna leiki, hún mun reynast þeim vel ef hún helst heil.“ „Mögulegir veikleikar eru bara stöðugleiki, þær þurfa að finna betri takt heilt yfir tímabilið, tengja saman nokkra sigurleiki. Svo er breiddin spurningarmerki líka, er hópurinn nógu stór? Það verður bara að koma í ljós.“ „Úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa ekki verið neitt frábær, unnu aðeins einn leik í Lengjubikarnum gegn nýliðunum FHL, en þær hafa pottþétt verið að slípa sig saman síðustu vikur og mæta tilbúnar til leiks.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Lykilmenn Fyrirliðinn Selma Dögg Björgvinsdóttir er hjartað og sálin í liðinu. Hún drífur liðið áfram frá miðsvæðinu og leiðir með góðu fordæmi. Bergdís Sveinsdóttir fær ekki lengur að vera ung og efnileg þó hún sé ekki enn orðin tvítug, hún er lykilmaður í Víkingsliðinu. Þá er Áslaug Dóra að snúa aftur úr atvinnumennsku svo kröfurnar eru háar. Fylgist með Linda Líf Boama hefur alla burði til að vera besti framherji deildarinnar. Ef hún fær traustið og virkilega vill það þá eru henni allir vegir færir. Í besta/versta falli Víkingur brúar bilið og nær jafnvel að stríða toppliðunum þegar þau mætast í Víkinni. Þá væri það án efa draumur að endurtaka bikarævintýrið frá 2023. Ef allt fer á versta veg nær liðið aldrei flugi, endar um miðja deild og bikarævintýrið endar áður en það byrjar. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni hefst með tveimur leikjum þann 15. apríl. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og endi þar með í sama sæti annað árið í röð. Það var gríðarlega jákvæð orka í kringum nýliða Víkings á síðasta ári. Eðlilega þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari tímabilið áður ásamt því að tryggja sér sæti í Bestu deildinni. Það verður ekki annað sagt en hamingjan hafi haldið áfram í Víkinni á síðustu leiktíð. Víkingar fagna.Vísir/Diego Byrjunin var hins vegar ekki eins og best verður á kosið. Eftir góðan sigur í 1. umferð kom jafntefli gegn annars slöku liði Fylkis og svo algjört afhroð á Hlíðarenda. Næstu leikir voru ekkert frábærir en góður 2-1 sigur á verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks þann 20. júní kom liðinu á beinu brautina á ný. Liðið sat í 4. sæti fyrir tvískiptingu, aðeins stigi á eftir Þór/KA sem var sæti ofar. Víkingar hefðu viljað gera betur gegn toppliðunum tveimur eftir tvískiptingu en sigrar gegn FH og Þór/KA sáu til þess að nýliðarnir enduðu í 3. sæti í Bestu deildinni 2024. Liðið var hins vegar ekki nálægt því að verja bikartitil sinn þar sem það féll nokkuð óvænt úr leik í 16-liða úrslitum gegn Lengjudeildarliði Aftureldingar. Þrátt fyrir að enda í 3. sæti var Víkingur hins vegar aldrei nálægt toppliðunum tveimur og endaði með -2 í markatölu, spiluðu stór töp gegn bæði Val og Breiðablik þar inn í. Birta Guðlaugsdóttir Gígja Valgerður – Áslaug Dóra – Erna Guðrún – Emma Steinsen Selma Dögg (F) – Bergþóra Sól Þórdís Hrönn – Ísfold Marý – Bergdís Linda Líf Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Víkings milli ára enda liðið misst nokkra sterka pósta. Það verður hins vegar ekki annað sagt en að Víkingar hafi sótt öfluga leikmenn í þeirra stað. Um er að ræða reynslumikla leikmenn sem ættu ef allt er eðlilegt að hjálpa til við að brúa bilið sem er á milli Víkings og toppliðanna tveggja. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og kemur inn í annars þétta og reynda vörn liðsins. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kemur frá Val eftir að spila lítið vegna meiðsla undanfarin tvö tímabil. Á sínum degi er hún án efa ein sú skemmtilegasta í Bestu deildinni. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er mætt frá Þór/KA til að gefa John Andrews þjálfara enn fleiri möguleika fram á við. Þá er markvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir mætt til þess að verja þriðji markvörður virðist vera. Það kemur verulega á óvart þar sem Eva Ýr á að baki 35 leiki í efstu deild og 105 í B-deild. Segja má að með innkomu hennar sé Víkingur með besta markmannsþríeyki deildarinnar en reikna má með að Birta Guðlaugsdóttir og Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir berjist um stöðu aðalmarkvarðar líkt og á síðustu leiktíð. Hvað segir sérfræðingurinn? Ásta Eir Árnadóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar, hafði þetta að segja um Þór/KA: „Víkingsliðið kemur stórhuga inn í þetta mót eins og á síðasta tímabili. Þær komu mörgum á óvart í fyrra og enduðu verðskuldað í 3 sæti. Styrkleiki þeirra er að þetta er lið sem hefur spilað lengi á sömu leikmönnunum, þær þekkja hvor aðra vel sem er gríðarlega mikilvægt.“ „Þær hafa jafnframt náð í nokkra sterka pósta fyrir þetta tímabil, leikmenn eins og Áslaug Dóra og Þórdís Hrönn. Þórdís er reynslumikil og þekkir það að vinna leiki, hún mun reynast þeim vel ef hún helst heil.“ „Mögulegir veikleikar eru bara stöðugleiki, þær þurfa að finna betri takt heilt yfir tímabilið, tengja saman nokkra sigurleiki. Svo er breiddin spurningarmerki líka, er hópurinn nógu stór? Það verður bara að koma í ljós.“ „Úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa ekki verið neitt frábær, unnu aðeins einn leik í Lengjubikarnum gegn nýliðunum FHL, en þær hafa pottþétt verið að slípa sig saman síðustu vikur og mæta tilbúnar til leiks.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Lykilmenn Fyrirliðinn Selma Dögg Björgvinsdóttir er hjartað og sálin í liðinu. Hún drífur liðið áfram frá miðsvæðinu og leiðir með góðu fordæmi. Bergdís Sveinsdóttir fær ekki lengur að vera ung og efnileg þó hún sé ekki enn orðin tvítug, hún er lykilmaður í Víkingsliðinu. Þá er Áslaug Dóra að snúa aftur úr atvinnumennsku svo kröfurnar eru háar. Fylgist með Linda Líf Boama hefur alla burði til að vera besti framherji deildarinnar. Ef hún fær traustið og virkilega vill það þá eru henni allir vegir færir. Í besta/versta falli Víkingur brúar bilið og nær jafnvel að stríða toppliðunum þegar þau mætast í Víkinni. Þá væri það án efa draumur að endurtaka bikarævintýrið frá 2023. Ef allt fer á versta veg nær liðið aldrei flugi, endar um miðja deild og bikarævintýrið endar áður en það byrjar.
Birta Guðlaugsdóttir Gígja Valgerður – Áslaug Dóra – Erna Guðrún – Emma Steinsen Selma Dögg (F) – Bergþóra Sól Þórdís Hrönn – Ísfold Marý – Bergdís Linda Líf