Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2025 10:17 Íris er einn af fáum áhrifavöldum í Noregi sem hafa talað opinskátt um þetta málefni – fjármál og skuldir. Samsett „Skuldir eru ekki bara tölur á blaði, þetta getur haft áhrif á líf og andlega heilsu. Með opinskáum samtölum getum við bókstaflega bjargað mannslífum,“ segir Íris Eyfjörð Hreiðarsdóttir. Í upphafi síðasta árs stóð Íris uppi með skuldir upp á nær 25 milljónir íslenskra króna. Í dag er þessi upphæð komin niður í 9,6 milljónir króna. Færni Írisar á samfélagsmiðla og opið samtal voru lykilþáttur í árangrinum. Á Íslandi kannast fáir við nafn Írisar. Í Noregi, þar sem Íris býr, er annað uppi á teningnum. Þar hefur hún skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og þá einkum á Snapchat. Það var eftir að hún byrjaði að tjá sig opinskátt um vegferðina sem hún fór í – frá því að vera skuldug, yfir í að vera skuldlaus. Ítarlega hefur verið fjallað um vegferð Írisar í norskum fjölmiðlum undanfarna mánuði, til að mynda á vef Verdens Gang, Haugesunds Avis, KK og Nettavisien. Íris er að eigin sögn „íslensk sál sem er með norskan hreim.“ Hún er borin og barnfædd á Íslandi en hefur þó ekki búið hérlendis síðan árið 1997. Hún var fjögurra ára gömul þegar hún flutti til Noregs ásamt foreldrum sínum, þar sem pabbi hennar hafði fengið góða vinnu. Þau bjuggu fyrst í Skudeneshavn; 3000 manna smábæ á suðvesturströnd Noregs. Þegar Íris var 10 ára flutti fjölskyldan til Stavanger – og Íris hefur verið þar síðan. @hreidarsdottir Svarer @dabbib ♬ original sound - iriseyfjord Þegar Íris var yngri fékk hún litla sem enga kennslu í fjármálalæsi, hvorki heima né í skólanum. Hún fór að eigin sögn út í lífið með takmarkaðan skilning á fjármálum. Foreldrar hennar áttu á tíðum erfitt uppdráttar peningalega. „Við þurftum þess oft að flytja úr einni leiguíbúð í aðra. Mamma og pabbi voru alltaf til staðar fyrir mig og studdu mig á alla mögulega vegu, en við ræddum aldrei um fjármál eða neitt sem tengdist því,“ segir hún og bætir við að þar af leiðandi hafi samband hennar við peninga verið frekar „naíft” þegar hún fór síðan út í lífið. Fjárhagsvandræði Írisar hófust fyrir alvöru árið 2017.Aðsend Skuldirnar hrönnuðust upp Íris var um tvítugt þegar hún kynntist fyrrverandi manninum sínum og á næstu þremur árum gerðust hlutirnir hratt; þau eignuðust tvö börn með stuttu millibili og festu kaup á íbúð sem átti að vera framtíðarheimili fjölskyldunnar. Árið 2017 tóku Íris og barnsfaðir hennar ákvörðun um að slíta sambandinu. Íris var á þessum tíma 24 ára gömul og stóð skyndilega frammi fyrir þeim veruleika að vera orðin einstæð tveggja barna móðir – og framtíðin var í algjörri óvissu. Hún og barnsfaðir hennar tóku þá ákvörðun að Íris og börnin myndu flytja úr íbúðinni og koma sér fyrir í leiguíbúð skammt frá. Í Noregi geta einstæðir foreldrar sótt um sérstakar fjárhagsbætur frá ríkinu sem greiddar eru mánaðarlega fyrsta árið eftir skilnað. Íris sótti um slíkar bætur en var tjáð að hún ætti ekki kost á þeim þar sem að hún væri búsett of nálægt barnsföður sínum. Á þessum tíma var Íris í námi og námslán voru einu tekjurnar sem hún hafði. Eftir að hafa greitt húsaleigu hafði hún tæpar þrjátíu þúsund krónur íslenskar aflögu til halda sér og börnunum sínum uppi. Af margvíslegum ástæðum stóð Íris ein uppi með að greiða af húsnæðisláninu. Á næstu mánuðum hrönnuðust skuldirnar upp. „Ég gat ekki greitt af húsnæðisláninu, það fór í innheimtu og vextirnir söfnuðust upp mjög hratt. Ég gat ekki greitt reikninga eins og fyrir rafmagn eða síma- og netáskrift. Það safnaðist annar kostnaður líka hratt upp, eins og tannlæknakostnaður, tryggingar og þess háttar. Allar kröfurnar sem söfnuðust upp voru yfirþyrmandi, ég fékk tilkynningar úr öllum áttum og fann fyrir kvíða í hvert sinn sem nýr tölvupóstur barst. Þannig var þetta í átta eða níu mánuði, þangað til ég flutti aðeins lengra í burtu frá barnsföður mínum. Þá gat ég fengið styrkinn frá ríkinu, en það breytti samt mjög litlu. Ég hætti að safna nýjum skuldum, en allar gömlu skuldirnar sem voru búnar að hlaðast upp, þær voru þarna ennþá og ég gat ekki greitt þær niður.“ Að lokum fór svo að íbúð Írisar og barnsföður hennar endaði á nauðungaruppboði. Salan endaði með tapi upp á tæpar 12 milljónir íslenskra króna - og vextirnir söfnuðust upp. Hún leitaði að eigin sögn ráða hjá fjármálaráðgjöfum og hjá umboðsmanni skuldara en kom að lokuðum dyrum. „Það var dregið eins mikið og hægt var af tekjunum mínum en það dugði engan veginn til. Það sögðu allir að það væri bara ekki hægt að gera neitt, ég ætti engan séns. Ég var föst í aðstæðum sem ég hafði nákvæmlega enga stjórn á, og mér fannst ég svo ein á báti og yfirgefin. Mér fannst eins og ég væri að drukkna. Til að bæta gráu ofan á svart var Íris að ganga í gegnum aðra þrekraun á þessum sama tíma. Annað áfall Kvöld eitt í október 2020 vildi vinkona Írisar hressa hana við. Þær skelltu sér saman út á lífið í Haugesund. Þær enduðu seinna um kvöldið í eftirpartýi þar sem margt var um manninn og mikið var drukkið. Íris varð töluvert drukkin enda hafði hún lítið borðað fyrr um daginn og kvöldið. „Ég man bara einhver brot frá þessu kvöldi, það er allt í móðu. Ég man eftir að hafa verið lögð inn í rúm.“ Það næsta sem Íris man eftir er að hafa hrokkið upp við að einhver var að snerta hana. Hún heyrði í hljóð í síma þar sem verið var að kveikja á upptöku og hún fann fyrir flassljósi frá símanum. Sá sem þar var að verki var húseigandinn, sá sem var að halda partýið. Maður sem Íris hafði aldrei hitt fyrr en þetta kvöld. Hann braut kynferðislega á Írisi- og tók verknaðinn upp á símann sinn. Það liðu nokkrar sekúndur þar til ég rankaði almennilega við mér og rauk út út herberginu. Hann sneri sér við í rúminu og þóttist vera sofnaður. Ég var ennþá svo ringluð og var að reyna að átta mig. En ég vissi að það hafði eitthvað gerst, eitthvað mjög slæmt. Íris leitaði seinna um daginn á neyðarmóttöku þar sem hún gekkst undir rannsóknir og lífsýni voru tekin. Hún kærði manninn til lögreglu. Í kjölfarið tók við löng og ströng þrautaganga í gegnum norska réttarvörslukerfið; ferli sem átti eftir að spanna tæp þrjú ár. Ákæra Írisar á hendur manninum fór alla leið í dómskerfinu. Greint var málinu á norskum vefmiðlum. En á meðan öllu því ferli stóð hafði Íris litla andlega burði til að takast á við alla fjárhagserfiðleikana sem lágu á henni eins og þung mara. „Ég gat ekki einbeitt mér að þessu báðu í einu,“ segir Íris en þetta var eins og olía á eldinn; skuldirnar héldu áfram að hrannast upp og upphæðin var orðin yfirþyrmandi há. Íris tók málin í eigin hendur í byrjun árs 2024.Aðsend Opnaði sig upp á gátt Á þessum tíma byrjaði Íris að tjá sig opinskátt á samfélagsmiðlum um upplifun sína af því að kæra kynferðisbrot og ganga í gegnum réttarkerfið. „Ég þurfti eiginlega að ákveða hvort ég ætlaði að hverfa alveg af samfélagsmiðlum, eða þá nota þá til að deila minni upplifun með öðrum,“ segir Íris. Hún valdi seinni kostinn. „Mig langaði að vera opin með hvernig það er að fara í gegnum þetta. Sérstaklega af því að ég er ein af þeim fáu þar sem málið nær svona langt, að fara alla leið fyrir dóm,“ segir Íris en viðbrögðin létu ekki á sér standa; fylgjendahópur hennar á Snapchat stækkaði gífurlega hratt. Áður en Íris fór að tjá sig opinskátt um dómsferlið hafði hún þegar skapað sér nafn í Noregi eftir að hún byrjaði reglulega að birta myndskeið á Snapchat þar sem hún vakti athygli á því hvernig börn eru oft notuð í markaðslegum tilgangi á samfélagsmiðlum – og mikilvægi þess að standa vörð um rétt barna til einkalífs. Það leiddi meðal annars til þess að norskir fjölmiðlar ræddu við Írisi og fengu hana í nokkur skipti til að taka þátt í pallborðsumræðum í sjónvarpssal þar sem málefnið var tekið fyrir. Jákvæðar fréttir Í nóvember árið 2022 var nauðgari Írisar fundinn sekur fyrir héraðsdómi í Suður Ryggjafylki. Norski fréttaskýringaþátturinn Insider fjallaði ítarlega um málaferlin og ræddi við Írisi á meðan þau stóðu yfir – og eftir að dómurinn lá fyrir. Aðrir norskir fjölmiðlar greindu einnig frá málinu. Í meðfylgjandi myndskeiði sem Íris birti á TikTok má sjá brot úr þætti Insider. @iriseyf Insider episoden er ute. Kjenner på nervene. Selvom jeg er veldig stolt av at jeg valgte å stå frem, så er det likevel veldig skummelt, og jeg kan tidvis få tanker som lurer på hvorfor i helvette jeg utsetter meg for denne åpenheten. Disse tankene er heldigvis forbigående, og jeg har alltid endt opp med å tenke at alt skjer av en grunn, faktisk. Jeg husker så godt skuffelsen og smerten jeg kjente på når rettsaken min ble utsatt, men hadde den ikke blitt det så hadde jeg ikke fått muligheten til å bidra med å vise en sånn rettsak bak fasaden. Jeg skal være ærlig og si at det har vært vanskelig å «komme seg videre», når jeg kontinuerlig tar opp temaet i rykk og napp. Fordi jeg klarer ikke å holde kjeft. Det er veldig vanskelig å ikke bli kontinuerlig provosert når du lever i en verden som bagatelliserer voldtekt. I dag viser jeg meg gjennom den vondeste perioden i livet mitt, og jeg husker såvidt selve rettsaken. Det jeg skal tørre å si høyt er at denne hendelsen og åpenheten har gjort meg til en helt rå versjon av meg selv, og jeg sitter til syvende og sist med en følelse av å være takknemlig. Overhodet ikke takknemlig for hendelsen(lol), men meget takknemlig for alle dere, meg selv og nettverket mitt. ♬ original sound - Iris Eyfjord Hreidarsdottir Gerandi Írisar áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar, sem í júní árið 2023 komst að sömu niðurstöðu. Aðrir gestir úr eftirpartýinu báru vitni fyrir dómnum og studdu framburð Írisar. Gerandinn bar fyrir sig minnisleysi vegna áfengisneyslu og hélt því fram að ef þau hefðu haft samfarir þennan umrædda morgun þá hefði það verið með hennar samþykki. Dómurinn hafnaði þeim framburði alfarið. Nauðgari Írisar var dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi og var jafnframt gert að greiða Írisi miskabætur upp á tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. 100 daga áskorun Í byrjun árs 2024 varð ákveðinn vendipunktur hjá Írisi. Hún sat ennþá uppi með uppsafnaðar innheimtuskuldir upp á tæpar 25 milljónir íslenskra króna. Þar af voru vextirnir einir og sér tæpar 11 milljónir. Hún fékk tölvupóst frá þáverandi leigusala sem tilkynnti henni að hún og börnin yrðu að flytja út. Íris hafði þrjá mánuði til að finna nýtt heimili. Á þessum tíma var Íris með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Snapchat – og 17 þúsund fylgjendur á Instagram. „Ég vissi að þó ég væri í fullu starfi þá myndu tekjurnar af því aldrei nægja. Ég þurfti að hugsa út fyrir boxið.“ Íris segir það hafa legið beint við að nýta samfélagsmiðla til að afla tekna, en hún vissi að hún þyrfti á einhvern hátt að skera sig úr. Hún tók því þá ákvörðun að opna sig upp á gátt um fjárhagserfiðleikana sem hún hafði verið að glíma við undanfarin ár. „Leggja öll spilin á borðið“eins og hún orðar það og leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með ferlinu sem hún kallaði „Fra slave til gjeldsfri.” Íris segir það vissulega hafa verið dálítið yfirþyrmandi að byrja að opna sig á samfélagsmiðlum um svona persónulegt málefni. Fjármál og skuldir, þetta er svo tabú málefni og mikið feimnismál. Ég vissi ekkert hvernig viðbrögð ég ætti eftir að fá. Viðbrögðin voru hins vegar gífurlega jákvæð og Íris mætti samúð og stuðningi frá fjölda manns. Og ekki nóg með það, heldur fékk hún holskelfu skilaboða frá einstaklingum sem deildu með henni svipaðri reynslu og sögðust hafa speglað sjálfa sig í frásögn hennar. Ótrúlegur árangur Fyrsta skrefið sem Íris tók var 100 daga áskorun. Hún setti inn myndskeið þar sem hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sett sér það markmið að ná inn 400 hundruð þúsund norskum krónum í tekjur á næstu 100 hundrað dögum. Það eru tæplega 5 milljónir íslenskra króna. Þegar 100 dagar voru liðnir hafði Íris náð að safna 412 þúsund norskum krónum; 5,2 milljónir í íslenskum krónum. „Tekjurnar sem komu inn í 100 daga áskoruninni komu til vegna þess að ég varð „ambassador“ fyrir þrjú valin fyrirtæki sem ég hafði annaðhvort haft samband við áður eða þau við mig. Ég bjó til efni fyrir bæði þeirra miðla og mína eigin. Þetta var samstarf um sýnileika þar sem ég fékk bæði föst laun og prósentu af sölu í gegnum afsláttarkóða mína.” Í kjölfarið gat Íris greitt niður fimmtán af sautján innheimtuskuldum. Ekki löngu seinna spurði hún fylgjendur sína hvað þeir héldu að hún gæti þénað mikið yfir eina helgi. Flestir nefndu eitthvað í kringum 15 þúsund norskar krónur; 190 þúsund íslenskar krónur. Á einni helgi þénaði Íris andvirði 419 þúsund íslenskra króna. Mikilvægt að opna umræðuna um fjármál og skuldir Íris hélt áfram að tala opinskátt um reynslu sína á samfélagsmiðlum. Á næstu vikum og mánuðum átti sér stað jákvæð og mögnuð keðjuverkun. Með tímanum fóru sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki að hafa samband og óska eftir samstarfi. „Ég hélt fyrst að ég myndi þurfa að standa í því öllu sjálf, að hafa samband og senda tölvupósta á alla,“ segir Íris. Raunin var hins vegar sú að beiðnirnar til hennar voru á endanum orðnar svo margar að hún gat sjálf valið úr og unnið með þeim fyrirtækjum sem hún taldi henta best fyrir umfjöllun af þessu tagi. Einn daginn hafði starfsmaður Horde samband við Írisi, en Horde er eitt af stærstu fjártæknifyrirtækjunum í Noregi og gefur út app sem gerir einstaklingum kleift að fá yfirsýn yfir fjármál sín og skuldir. Horde bauð Írisi að koma í samstarf og búa til efni fyrir samfélagsmiðla til að kynna starf fyrirtækisins. Það reyndist mikið gæfuskref. Í gegnum samstarfið við Horde fékk Íris hjálp til að takast á við skuldavandann. Ráðgjafarnir þar veittu henni aðstoð, þau tóku saman nákvæmt yfirlit yfir allar skuldir Írisar og bjuggu til áætlun til að koma í veg fyrir að staðan versnaði ennþá meir. „Ég spurði bankann árlega í sex ár hvort ég gæti greitt mig frá sameiginlega láninu með barnsföður mínum – þeir sögðu nei, þar til ég sýndi þeim hvað ég hafði gert til að hækka tekjur mínar og hversu mikið ég hafði greitt niður á stuttum tíma.” Íris er einn af fáum áhrifavöldum í Noregi sem hafa talað opinskátt um þetta málefni – fjármál og skuldir. Eins og hún bendir á þá er gífurlega mikilvægt að opna umræðuna um fjárhagslega heilsu. Alvarleg fjárhagsvandræði geti lagst þungt á fólk og valdið gífurlegum sálarkvölum. Jafnvel leitt til þess að einstaklingar svipti sig lífi. „Ég hef sjálf verið óþægilega nálægt þeirri hugsun,” segir Íris og bætir við að það sé óhugnalegt hversu langt innheimtufyrirtæki geta gengið með starfsemi sinni. Á mjög stuttum tíma séu pínulitlar upphæðir komnar upp í margar milljónir. Fær greitt frá Snapchat Aðspurð um hvað hún myndi ráðleggja öðrum þarna úti sem eru komnir á vonarvöl vegna útistandandi skulda og fjárhagsvanda bendir Íris á að það eru engar skyndilausnir í þessum efnum. „Ef þú getur ekki talað um þetta við fjölskyldu eða vini, talaðu þá við fjármálaráðgjafa. Eftir því sem þú talar við fleiri aðila, því hærri væntingar seturu fyrir sjálfan þig. Opinskátt samtal hefur skipt mig öllu máli. Aðalatriðið er að gera eitthvað – hvað sem er – svo framarlega sem það er eitthvað.” Sjálf beið hún að eigin sögn alltof lengi með að viðurkenna aðstæður sínar fyrir öðrum og átti mjög erfitt með opna sig um vandann við sína nánustu. Hún gerði það í raun ekki fyrr en hún byrjaði fyrst að tjá sig um það á samfélagsmiðlum. Viðbrögð hennar nánustu voru mun betri en hún hafði búist við. Þau voru þess eðlis að Íris tvíefldist og fékk enn meiri trú á sjálfri sér. „Þau hafa öll sýnt mér svo mikinn stuðning, og þau hafa sagt mér að ég muni komist í gegnum þetta,“ segir Íris og nefnir þar foreldra sína sérstaklega. „Þau hafa sjálf komið sér vel út úr svipuðum aðstæðum og eru í dag rosalega mikil stoð fyrir mig – með þekkingu og reynslu sem þau hafa safnað með árunum.“ Áhrifavaldar á Snapchat sem eru með 50 þúsund eða fleiri fylgjendur eiga kost á því að komast inn í svokallað „Snapchat Creator fund” prógramm. Það þýðir að viðkomandi áhrifavaldur birtir „public story” inni á miðlinum þá birtir Snapchat auglýsingar þar inni á milli. Áhrifavaldurinn fær síðan ákveðin skerf af þeim auglýsingatekjum. „Mig hafði lengi dreymt um að komast inn í Creator Fund hjá Snapchat og gerðist nýlega aðili að því. Það er núna orðin auka tekjulind fyrir mig.” Lítur björtum augum á framtíðina Íris hefur einnig breytt viðhorfi sínu þegar kemur að fjármálum og tekið upp nýja og betri siði. Hún leggur upp með að tala mjög opinskátt um fjármál við börnin sín tvö; kenna þeim gildi peninga og mikilvægi þess að leggja fyrir í sparnað. Hún vill vera fyrirmynd fyrir þau í þessum efnum. Fyrirmyndin sem hún sjálf hafði aldrei þegar hún var yngri. „Og ég er alveg viss um að það á eftir að gagnast þeim seinna, þegar þau eru orðin eldri og þurfa að standa á eigin fótum. Stærsta hvatningin mín eru börnin mín. Ég vil að þau upplifi stöðugleika og framtíð þar sem þau þurfa ekki að flytja sífellt. Ég vil búa þeim öruggt heimili. Húsið sem við búum í núna er lítið og í slæmu ástandi – en fyrir mér er það dagleg hvatning.” Í dag er skuldastaða Írisar er komin niður í tæpar 9,6 milljónir íslenskra króna. „Í dag er þetta þannig að ég hef framfærslu frá netversluninni minni og hlutastarfi í fjölskyldufyrirtækinu. Öll innkoma sem kemur inn í einkareksturinn minn fer beint í að greiða niður skuldir – það er að segja tekjur úr samstarfi sem áhrifavaldur. Ég er enn að fá tekjur í dag úr föstum samningum við fyrirtæki, semsagt fastar upphæðir á mánuði, auk söluprósentu í gegnum afsláttarkóða og hlekki sem fylgjendur mínir nota.” Hún er staðráðin í að verða algjörlega skuldlaus einn daginn. Hún á ennþá langt í land, en hún er engu að síður bjartsýn. Hún er líka búin að finna ástina á ný. Í dag er hún trúlofuð hinum norska Daniel Fjellstad og þau eru samsett fjölskylda. Samtals eiga þau fimm börn. Og Daniel styður sína konu heilshugar. Daniel og Íris eru bjartsýn á framtíðina.Aðsend Hún segir mikilvægast að horfast blákalt í augu við skuldavanda og bregðast við. Og ekki síst, ræða málin við aðra. „Þetta verður erfitt, og þetta mun taka á andlegu hliðina. En á endanum mun það verða algjörlega þess virði.“ Fjármál heimilisins Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Mest lesið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Á Íslandi kannast fáir við nafn Írisar. Í Noregi, þar sem Íris býr, er annað uppi á teningnum. Þar hefur hún skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og þá einkum á Snapchat. Það var eftir að hún byrjaði að tjá sig opinskátt um vegferðina sem hún fór í – frá því að vera skuldug, yfir í að vera skuldlaus. Ítarlega hefur verið fjallað um vegferð Írisar í norskum fjölmiðlum undanfarna mánuði, til að mynda á vef Verdens Gang, Haugesunds Avis, KK og Nettavisien. Íris er að eigin sögn „íslensk sál sem er með norskan hreim.“ Hún er borin og barnfædd á Íslandi en hefur þó ekki búið hérlendis síðan árið 1997. Hún var fjögurra ára gömul þegar hún flutti til Noregs ásamt foreldrum sínum, þar sem pabbi hennar hafði fengið góða vinnu. Þau bjuggu fyrst í Skudeneshavn; 3000 manna smábæ á suðvesturströnd Noregs. Þegar Íris var 10 ára flutti fjölskyldan til Stavanger – og Íris hefur verið þar síðan. @hreidarsdottir Svarer @dabbib ♬ original sound - iriseyfjord Þegar Íris var yngri fékk hún litla sem enga kennslu í fjármálalæsi, hvorki heima né í skólanum. Hún fór að eigin sögn út í lífið með takmarkaðan skilning á fjármálum. Foreldrar hennar áttu á tíðum erfitt uppdráttar peningalega. „Við þurftum þess oft að flytja úr einni leiguíbúð í aðra. Mamma og pabbi voru alltaf til staðar fyrir mig og studdu mig á alla mögulega vegu, en við ræddum aldrei um fjármál eða neitt sem tengdist því,“ segir hún og bætir við að þar af leiðandi hafi samband hennar við peninga verið frekar „naíft” þegar hún fór síðan út í lífið. Fjárhagsvandræði Írisar hófust fyrir alvöru árið 2017.Aðsend Skuldirnar hrönnuðust upp Íris var um tvítugt þegar hún kynntist fyrrverandi manninum sínum og á næstu þremur árum gerðust hlutirnir hratt; þau eignuðust tvö börn með stuttu millibili og festu kaup á íbúð sem átti að vera framtíðarheimili fjölskyldunnar. Árið 2017 tóku Íris og barnsfaðir hennar ákvörðun um að slíta sambandinu. Íris var á þessum tíma 24 ára gömul og stóð skyndilega frammi fyrir þeim veruleika að vera orðin einstæð tveggja barna móðir – og framtíðin var í algjörri óvissu. Hún og barnsfaðir hennar tóku þá ákvörðun að Íris og börnin myndu flytja úr íbúðinni og koma sér fyrir í leiguíbúð skammt frá. Í Noregi geta einstæðir foreldrar sótt um sérstakar fjárhagsbætur frá ríkinu sem greiddar eru mánaðarlega fyrsta árið eftir skilnað. Íris sótti um slíkar bætur en var tjáð að hún ætti ekki kost á þeim þar sem að hún væri búsett of nálægt barnsföður sínum. Á þessum tíma var Íris í námi og námslán voru einu tekjurnar sem hún hafði. Eftir að hafa greitt húsaleigu hafði hún tæpar þrjátíu þúsund krónur íslenskar aflögu til halda sér og börnunum sínum uppi. Af margvíslegum ástæðum stóð Íris ein uppi með að greiða af húsnæðisláninu. Á næstu mánuðum hrönnuðust skuldirnar upp. „Ég gat ekki greitt af húsnæðisláninu, það fór í innheimtu og vextirnir söfnuðust upp mjög hratt. Ég gat ekki greitt reikninga eins og fyrir rafmagn eða síma- og netáskrift. Það safnaðist annar kostnaður líka hratt upp, eins og tannlæknakostnaður, tryggingar og þess háttar. Allar kröfurnar sem söfnuðust upp voru yfirþyrmandi, ég fékk tilkynningar úr öllum áttum og fann fyrir kvíða í hvert sinn sem nýr tölvupóstur barst. Þannig var þetta í átta eða níu mánuði, þangað til ég flutti aðeins lengra í burtu frá barnsföður mínum. Þá gat ég fengið styrkinn frá ríkinu, en það breytti samt mjög litlu. Ég hætti að safna nýjum skuldum, en allar gömlu skuldirnar sem voru búnar að hlaðast upp, þær voru þarna ennþá og ég gat ekki greitt þær niður.“ Að lokum fór svo að íbúð Írisar og barnsföður hennar endaði á nauðungaruppboði. Salan endaði með tapi upp á tæpar 12 milljónir íslenskra króna - og vextirnir söfnuðust upp. Hún leitaði að eigin sögn ráða hjá fjármálaráðgjöfum og hjá umboðsmanni skuldara en kom að lokuðum dyrum. „Það var dregið eins mikið og hægt var af tekjunum mínum en það dugði engan veginn til. Það sögðu allir að það væri bara ekki hægt að gera neitt, ég ætti engan séns. Ég var föst í aðstæðum sem ég hafði nákvæmlega enga stjórn á, og mér fannst ég svo ein á báti og yfirgefin. Mér fannst eins og ég væri að drukkna. Til að bæta gráu ofan á svart var Íris að ganga í gegnum aðra þrekraun á þessum sama tíma. Annað áfall Kvöld eitt í október 2020 vildi vinkona Írisar hressa hana við. Þær skelltu sér saman út á lífið í Haugesund. Þær enduðu seinna um kvöldið í eftirpartýi þar sem margt var um manninn og mikið var drukkið. Íris varð töluvert drukkin enda hafði hún lítið borðað fyrr um daginn og kvöldið. „Ég man bara einhver brot frá þessu kvöldi, það er allt í móðu. Ég man eftir að hafa verið lögð inn í rúm.“ Það næsta sem Íris man eftir er að hafa hrokkið upp við að einhver var að snerta hana. Hún heyrði í hljóð í síma þar sem verið var að kveikja á upptöku og hún fann fyrir flassljósi frá símanum. Sá sem þar var að verki var húseigandinn, sá sem var að halda partýið. Maður sem Íris hafði aldrei hitt fyrr en þetta kvöld. Hann braut kynferðislega á Írisi- og tók verknaðinn upp á símann sinn. Það liðu nokkrar sekúndur þar til ég rankaði almennilega við mér og rauk út út herberginu. Hann sneri sér við í rúminu og þóttist vera sofnaður. Ég var ennþá svo ringluð og var að reyna að átta mig. En ég vissi að það hafði eitthvað gerst, eitthvað mjög slæmt. Íris leitaði seinna um daginn á neyðarmóttöku þar sem hún gekkst undir rannsóknir og lífsýni voru tekin. Hún kærði manninn til lögreglu. Í kjölfarið tók við löng og ströng þrautaganga í gegnum norska réttarvörslukerfið; ferli sem átti eftir að spanna tæp þrjú ár. Ákæra Írisar á hendur manninum fór alla leið í dómskerfinu. Greint var málinu á norskum vefmiðlum. En á meðan öllu því ferli stóð hafði Íris litla andlega burði til að takast á við alla fjárhagserfiðleikana sem lágu á henni eins og þung mara. „Ég gat ekki einbeitt mér að þessu báðu í einu,“ segir Íris en þetta var eins og olía á eldinn; skuldirnar héldu áfram að hrannast upp og upphæðin var orðin yfirþyrmandi há. Íris tók málin í eigin hendur í byrjun árs 2024.Aðsend Opnaði sig upp á gátt Á þessum tíma byrjaði Íris að tjá sig opinskátt á samfélagsmiðlum um upplifun sína af því að kæra kynferðisbrot og ganga í gegnum réttarkerfið. „Ég þurfti eiginlega að ákveða hvort ég ætlaði að hverfa alveg af samfélagsmiðlum, eða þá nota þá til að deila minni upplifun með öðrum,“ segir Íris. Hún valdi seinni kostinn. „Mig langaði að vera opin með hvernig það er að fara í gegnum þetta. Sérstaklega af því að ég er ein af þeim fáu þar sem málið nær svona langt, að fara alla leið fyrir dóm,“ segir Íris en viðbrögðin létu ekki á sér standa; fylgjendahópur hennar á Snapchat stækkaði gífurlega hratt. Áður en Íris fór að tjá sig opinskátt um dómsferlið hafði hún þegar skapað sér nafn í Noregi eftir að hún byrjaði reglulega að birta myndskeið á Snapchat þar sem hún vakti athygli á því hvernig börn eru oft notuð í markaðslegum tilgangi á samfélagsmiðlum – og mikilvægi þess að standa vörð um rétt barna til einkalífs. Það leiddi meðal annars til þess að norskir fjölmiðlar ræddu við Írisi og fengu hana í nokkur skipti til að taka þátt í pallborðsumræðum í sjónvarpssal þar sem málefnið var tekið fyrir. Jákvæðar fréttir Í nóvember árið 2022 var nauðgari Írisar fundinn sekur fyrir héraðsdómi í Suður Ryggjafylki. Norski fréttaskýringaþátturinn Insider fjallaði ítarlega um málaferlin og ræddi við Írisi á meðan þau stóðu yfir – og eftir að dómurinn lá fyrir. Aðrir norskir fjölmiðlar greindu einnig frá málinu. Í meðfylgjandi myndskeiði sem Íris birti á TikTok má sjá brot úr þætti Insider. @iriseyf Insider episoden er ute. Kjenner på nervene. Selvom jeg er veldig stolt av at jeg valgte å stå frem, så er det likevel veldig skummelt, og jeg kan tidvis få tanker som lurer på hvorfor i helvette jeg utsetter meg for denne åpenheten. Disse tankene er heldigvis forbigående, og jeg har alltid endt opp med å tenke at alt skjer av en grunn, faktisk. Jeg husker så godt skuffelsen og smerten jeg kjente på når rettsaken min ble utsatt, men hadde den ikke blitt det så hadde jeg ikke fått muligheten til å bidra med å vise en sånn rettsak bak fasaden. Jeg skal være ærlig og si at det har vært vanskelig å «komme seg videre», når jeg kontinuerlig tar opp temaet i rykk og napp. Fordi jeg klarer ikke å holde kjeft. Det er veldig vanskelig å ikke bli kontinuerlig provosert når du lever i en verden som bagatelliserer voldtekt. I dag viser jeg meg gjennom den vondeste perioden i livet mitt, og jeg husker såvidt selve rettsaken. Det jeg skal tørre å si høyt er at denne hendelsen og åpenheten har gjort meg til en helt rå versjon av meg selv, og jeg sitter til syvende og sist med en følelse av å være takknemlig. Overhodet ikke takknemlig for hendelsen(lol), men meget takknemlig for alle dere, meg selv og nettverket mitt. ♬ original sound - Iris Eyfjord Hreidarsdottir Gerandi Írisar áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar, sem í júní árið 2023 komst að sömu niðurstöðu. Aðrir gestir úr eftirpartýinu báru vitni fyrir dómnum og studdu framburð Írisar. Gerandinn bar fyrir sig minnisleysi vegna áfengisneyslu og hélt því fram að ef þau hefðu haft samfarir þennan umrædda morgun þá hefði það verið með hennar samþykki. Dómurinn hafnaði þeim framburði alfarið. Nauðgari Írisar var dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi og var jafnframt gert að greiða Írisi miskabætur upp á tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. 100 daga áskorun Í byrjun árs 2024 varð ákveðinn vendipunktur hjá Írisi. Hún sat ennþá uppi með uppsafnaðar innheimtuskuldir upp á tæpar 25 milljónir íslenskra króna. Þar af voru vextirnir einir og sér tæpar 11 milljónir. Hún fékk tölvupóst frá þáverandi leigusala sem tilkynnti henni að hún og börnin yrðu að flytja út. Íris hafði þrjá mánuði til að finna nýtt heimili. Á þessum tíma var Íris með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Snapchat – og 17 þúsund fylgjendur á Instagram. „Ég vissi að þó ég væri í fullu starfi þá myndu tekjurnar af því aldrei nægja. Ég þurfti að hugsa út fyrir boxið.“ Íris segir það hafa legið beint við að nýta samfélagsmiðla til að afla tekna, en hún vissi að hún þyrfti á einhvern hátt að skera sig úr. Hún tók því þá ákvörðun að opna sig upp á gátt um fjárhagserfiðleikana sem hún hafði verið að glíma við undanfarin ár. „Leggja öll spilin á borðið“eins og hún orðar það og leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með ferlinu sem hún kallaði „Fra slave til gjeldsfri.” Íris segir það vissulega hafa verið dálítið yfirþyrmandi að byrja að opna sig á samfélagsmiðlum um svona persónulegt málefni. Fjármál og skuldir, þetta er svo tabú málefni og mikið feimnismál. Ég vissi ekkert hvernig viðbrögð ég ætti eftir að fá. Viðbrögðin voru hins vegar gífurlega jákvæð og Íris mætti samúð og stuðningi frá fjölda manns. Og ekki nóg með það, heldur fékk hún holskelfu skilaboða frá einstaklingum sem deildu með henni svipaðri reynslu og sögðust hafa speglað sjálfa sig í frásögn hennar. Ótrúlegur árangur Fyrsta skrefið sem Íris tók var 100 daga áskorun. Hún setti inn myndskeið þar sem hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sett sér það markmið að ná inn 400 hundruð þúsund norskum krónum í tekjur á næstu 100 hundrað dögum. Það eru tæplega 5 milljónir íslenskra króna. Þegar 100 dagar voru liðnir hafði Íris náð að safna 412 þúsund norskum krónum; 5,2 milljónir í íslenskum krónum. „Tekjurnar sem komu inn í 100 daga áskoruninni komu til vegna þess að ég varð „ambassador“ fyrir þrjú valin fyrirtæki sem ég hafði annaðhvort haft samband við áður eða þau við mig. Ég bjó til efni fyrir bæði þeirra miðla og mína eigin. Þetta var samstarf um sýnileika þar sem ég fékk bæði föst laun og prósentu af sölu í gegnum afsláttarkóða mína.” Í kjölfarið gat Íris greitt niður fimmtán af sautján innheimtuskuldum. Ekki löngu seinna spurði hún fylgjendur sína hvað þeir héldu að hún gæti þénað mikið yfir eina helgi. Flestir nefndu eitthvað í kringum 15 þúsund norskar krónur; 190 þúsund íslenskar krónur. Á einni helgi þénaði Íris andvirði 419 þúsund íslenskra króna. Mikilvægt að opna umræðuna um fjármál og skuldir Íris hélt áfram að tala opinskátt um reynslu sína á samfélagsmiðlum. Á næstu vikum og mánuðum átti sér stað jákvæð og mögnuð keðjuverkun. Með tímanum fóru sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki að hafa samband og óska eftir samstarfi. „Ég hélt fyrst að ég myndi þurfa að standa í því öllu sjálf, að hafa samband og senda tölvupósta á alla,“ segir Íris. Raunin var hins vegar sú að beiðnirnar til hennar voru á endanum orðnar svo margar að hún gat sjálf valið úr og unnið með þeim fyrirtækjum sem hún taldi henta best fyrir umfjöllun af þessu tagi. Einn daginn hafði starfsmaður Horde samband við Írisi, en Horde er eitt af stærstu fjártæknifyrirtækjunum í Noregi og gefur út app sem gerir einstaklingum kleift að fá yfirsýn yfir fjármál sín og skuldir. Horde bauð Írisi að koma í samstarf og búa til efni fyrir samfélagsmiðla til að kynna starf fyrirtækisins. Það reyndist mikið gæfuskref. Í gegnum samstarfið við Horde fékk Íris hjálp til að takast á við skuldavandann. Ráðgjafarnir þar veittu henni aðstoð, þau tóku saman nákvæmt yfirlit yfir allar skuldir Írisar og bjuggu til áætlun til að koma í veg fyrir að staðan versnaði ennþá meir. „Ég spurði bankann árlega í sex ár hvort ég gæti greitt mig frá sameiginlega láninu með barnsföður mínum – þeir sögðu nei, þar til ég sýndi þeim hvað ég hafði gert til að hækka tekjur mínar og hversu mikið ég hafði greitt niður á stuttum tíma.” Íris er einn af fáum áhrifavöldum í Noregi sem hafa talað opinskátt um þetta málefni – fjármál og skuldir. Eins og hún bendir á þá er gífurlega mikilvægt að opna umræðuna um fjárhagslega heilsu. Alvarleg fjárhagsvandræði geti lagst þungt á fólk og valdið gífurlegum sálarkvölum. Jafnvel leitt til þess að einstaklingar svipti sig lífi. „Ég hef sjálf verið óþægilega nálægt þeirri hugsun,” segir Íris og bætir við að það sé óhugnalegt hversu langt innheimtufyrirtæki geta gengið með starfsemi sinni. Á mjög stuttum tíma séu pínulitlar upphæðir komnar upp í margar milljónir. Fær greitt frá Snapchat Aðspurð um hvað hún myndi ráðleggja öðrum þarna úti sem eru komnir á vonarvöl vegna útistandandi skulda og fjárhagsvanda bendir Íris á að það eru engar skyndilausnir í þessum efnum. „Ef þú getur ekki talað um þetta við fjölskyldu eða vini, talaðu þá við fjármálaráðgjafa. Eftir því sem þú talar við fleiri aðila, því hærri væntingar seturu fyrir sjálfan þig. Opinskátt samtal hefur skipt mig öllu máli. Aðalatriðið er að gera eitthvað – hvað sem er – svo framarlega sem það er eitthvað.” Sjálf beið hún að eigin sögn alltof lengi með að viðurkenna aðstæður sínar fyrir öðrum og átti mjög erfitt með opna sig um vandann við sína nánustu. Hún gerði það í raun ekki fyrr en hún byrjaði fyrst að tjá sig um það á samfélagsmiðlum. Viðbrögð hennar nánustu voru mun betri en hún hafði búist við. Þau voru þess eðlis að Íris tvíefldist og fékk enn meiri trú á sjálfri sér. „Þau hafa öll sýnt mér svo mikinn stuðning, og þau hafa sagt mér að ég muni komist í gegnum þetta,“ segir Íris og nefnir þar foreldra sína sérstaklega. „Þau hafa sjálf komið sér vel út úr svipuðum aðstæðum og eru í dag rosalega mikil stoð fyrir mig – með þekkingu og reynslu sem þau hafa safnað með árunum.“ Áhrifavaldar á Snapchat sem eru með 50 þúsund eða fleiri fylgjendur eiga kost á því að komast inn í svokallað „Snapchat Creator fund” prógramm. Það þýðir að viðkomandi áhrifavaldur birtir „public story” inni á miðlinum þá birtir Snapchat auglýsingar þar inni á milli. Áhrifavaldurinn fær síðan ákveðin skerf af þeim auglýsingatekjum. „Mig hafði lengi dreymt um að komast inn í Creator Fund hjá Snapchat og gerðist nýlega aðili að því. Það er núna orðin auka tekjulind fyrir mig.” Lítur björtum augum á framtíðina Íris hefur einnig breytt viðhorfi sínu þegar kemur að fjármálum og tekið upp nýja og betri siði. Hún leggur upp með að tala mjög opinskátt um fjármál við börnin sín tvö; kenna þeim gildi peninga og mikilvægi þess að leggja fyrir í sparnað. Hún vill vera fyrirmynd fyrir þau í þessum efnum. Fyrirmyndin sem hún sjálf hafði aldrei þegar hún var yngri. „Og ég er alveg viss um að það á eftir að gagnast þeim seinna, þegar þau eru orðin eldri og þurfa að standa á eigin fótum. Stærsta hvatningin mín eru börnin mín. Ég vil að þau upplifi stöðugleika og framtíð þar sem þau þurfa ekki að flytja sífellt. Ég vil búa þeim öruggt heimili. Húsið sem við búum í núna er lítið og í slæmu ástandi – en fyrir mér er það dagleg hvatning.” Í dag er skuldastaða Írisar er komin niður í tæpar 9,6 milljónir íslenskra króna. „Í dag er þetta þannig að ég hef framfærslu frá netversluninni minni og hlutastarfi í fjölskyldufyrirtækinu. Öll innkoma sem kemur inn í einkareksturinn minn fer beint í að greiða niður skuldir – það er að segja tekjur úr samstarfi sem áhrifavaldur. Ég er enn að fá tekjur í dag úr föstum samningum við fyrirtæki, semsagt fastar upphæðir á mánuði, auk söluprósentu í gegnum afsláttarkóða og hlekki sem fylgjendur mínir nota.” Hún er staðráðin í að verða algjörlega skuldlaus einn daginn. Hún á ennþá langt í land, en hún er engu að síður bjartsýn. Hún er líka búin að finna ástina á ný. Í dag er hún trúlofuð hinum norska Daniel Fjellstad og þau eru samsett fjölskylda. Samtals eiga þau fimm börn. Og Daniel styður sína konu heilshugar. Daniel og Íris eru bjartsýn á framtíðina.Aðsend Hún segir mikilvægast að horfast blákalt í augu við skuldavanda og bregðast við. Og ekki síst, ræða málin við aðra. „Þetta verður erfitt, og þetta mun taka á andlegu hliðina. En á endanum mun það verða algjörlega þess virði.“
Fjármál heimilisins Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Mest lesið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira