Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2025 13:48 Vetrarfærð verður líklega á fjallvegum í hríðarveðri sem gengur yfir landið. Vísir/Vilhelm Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar. Veður Færð á vegum Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira