„Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 20:00 Manchester United hefur aldrei fengið eins mörk á sig síðan Amorim tók við, en má ekki staldra lengi við tapið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag. „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis að svo stöddu, það var sitt lítið af hverju. Það er mjög erfitt að sækja sigur gegn toppliði líkt og Newcastle. Við gerðum mistök, sem er erfitt, en einbeitum okkur að fimmtudeginum. Við verðum að gera það og getum gert svo miklu betur. Ég er ósáttur með leikinn og vil ekki sjá svona mistök á fimmtudaginn“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leik. Mistökin sem Amorim talar um leiddu til margra marka hjá Newcastle. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, bakvörðurinn Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum og miðvörðurinn Leny Yoro átti slaka sendingu. Amorim var þá spurður hvort honum þætti skiljanlegt að leikmennirnir væru gagnrýndir fyrir sitt framlag og sigurvilja. „Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa leikjum. Fólk má segja það sem því sýnist. Ég get ekki sagt of mikið því staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Hún er slæm en við höldum áfram. Að tapa leikjum er það lang erfiðasta við starfið.“ „Ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum“ André Onana var skilinn efir utan hóps í dag. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images Amorim ákvað að hlífa markmanninum Andre Onana frá því að gera fleiri mistök og hélt honum utan hóps í dag, eftir að hafa átt sök á báðum mörkunum í fyrri leiknum gegn Lyon sem endaði með 2-2 jafntefli. „Stundum þarftu að þrýsta á leikmenn og stundum þarftu að leyfa þeim að aftengjast… Ég held að [Onana] hafi fundist þetta allt í lagi því ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum…“ sagði Amorim einnig. Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
„Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis að svo stöddu, það var sitt lítið af hverju. Það er mjög erfitt að sækja sigur gegn toppliði líkt og Newcastle. Við gerðum mistök, sem er erfitt, en einbeitum okkur að fimmtudeginum. Við verðum að gera það og getum gert svo miklu betur. Ég er ósáttur með leikinn og vil ekki sjá svona mistök á fimmtudaginn“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leik. Mistökin sem Amorim talar um leiddu til margra marka hjá Newcastle. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, bakvörðurinn Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum og miðvörðurinn Leny Yoro átti slaka sendingu. Amorim var þá spurður hvort honum þætti skiljanlegt að leikmennirnir væru gagnrýndir fyrir sitt framlag og sigurvilja. „Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa leikjum. Fólk má segja það sem því sýnist. Ég get ekki sagt of mikið því staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Hún er slæm en við höldum áfram. Að tapa leikjum er það lang erfiðasta við starfið.“ „Ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum“ André Onana var skilinn efir utan hóps í dag. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images Amorim ákvað að hlífa markmanninum Andre Onana frá því að gera fleiri mistök og hélt honum utan hóps í dag, eftir að hafa átt sök á báðum mörkunum í fyrri leiknum gegn Lyon sem endaði með 2-2 jafntefli. „Stundum þarftu að þrýsta á leikmenn og stundum þarftu að leyfa þeim að aftengjast… Ég held að [Onana] hafi fundist þetta allt í lagi því ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum…“ sagði Amorim einnig.
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn