„Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 20:00 Manchester United hefur aldrei fengið eins mörk á sig síðan Amorim tók við, en má ekki staldra lengi við tapið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag. „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis að svo stöddu, það var sitt lítið af hverju. Það er mjög erfitt að sækja sigur gegn toppliði líkt og Newcastle. Við gerðum mistök, sem er erfitt, en einbeitum okkur að fimmtudeginum. Við verðum að gera það og getum gert svo miklu betur. Ég er ósáttur með leikinn og vil ekki sjá svona mistök á fimmtudaginn“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leik. Mistökin sem Amorim talar um leiddu til margra marka hjá Newcastle. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, bakvörðurinn Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum og miðvörðurinn Leny Yoro átti slaka sendingu. Amorim var þá spurður hvort honum þætti skiljanlegt að leikmennirnir væru gagnrýndir fyrir sitt framlag og sigurvilja. „Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa leikjum. Fólk má segja það sem því sýnist. Ég get ekki sagt of mikið því staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Hún er slæm en við höldum áfram. Að tapa leikjum er það lang erfiðasta við starfið.“ „Ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum“ André Onana var skilinn efir utan hóps í dag. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images Amorim ákvað að hlífa markmanninum Andre Onana frá því að gera fleiri mistök og hélt honum utan hóps í dag, eftir að hafa átt sök á báðum mörkunum í fyrri leiknum gegn Lyon sem endaði með 2-2 jafntefli. „Stundum þarftu að þrýsta á leikmenn og stundum þarftu að leyfa þeim að aftengjast… Ég held að [Onana] hafi fundist þetta allt í lagi því ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum…“ sagði Amorim einnig. Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
„Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis að svo stöddu, það var sitt lítið af hverju. Það er mjög erfitt að sækja sigur gegn toppliði líkt og Newcastle. Við gerðum mistök, sem er erfitt, en einbeitum okkur að fimmtudeginum. Við verðum að gera það og getum gert svo miklu betur. Ég er ósáttur með leikinn og vil ekki sjá svona mistök á fimmtudaginn“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leik. Mistökin sem Amorim talar um leiddu til margra marka hjá Newcastle. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, bakvörðurinn Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum og miðvörðurinn Leny Yoro átti slaka sendingu. Amorim var þá spurður hvort honum þætti skiljanlegt að leikmennirnir væru gagnrýndir fyrir sitt framlag og sigurvilja. „Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa leikjum. Fólk má segja það sem því sýnist. Ég get ekki sagt of mikið því staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Hún er slæm en við höldum áfram. Að tapa leikjum er það lang erfiðasta við starfið.“ „Ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum“ André Onana var skilinn efir utan hóps í dag. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images Amorim ákvað að hlífa markmanninum Andre Onana frá því að gera fleiri mistök og hélt honum utan hóps í dag, eftir að hafa átt sök á báðum mörkunum í fyrri leiknum gegn Lyon sem endaði með 2-2 jafntefli. „Stundum þarftu að þrýsta á leikmenn og stundum þarftu að leyfa þeim að aftengjast… Ég held að [Onana] hafi fundist þetta allt í lagi því ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum…“ sagði Amorim einnig.
Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira