Handbolti

Bjarki marka­hæstur í úr­slita­leiknum en Janus varð bikar­meistari

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Janus Daði Smárason var bikarmeistari í Ungverjalandi með Pick Szeged, eftir sigur gegn Veszprém í úrslitaleik. 
Janus Daði Smárason var bikarmeistari í Ungverjalandi með Pick Szeged, eftir sigur gegn Veszprém í úrslitaleik. 

Pick Szeged er ungverskur bikarmeistari eftir 31-30 sigur í úrslitaleik gegn Veszprém. 

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir bikarmeistarana Pick Szeged, sem byrjuðu leikinn virkilega sterkt og tóku stóra forystu sem Veszprém eyddi öllum leiknum í að elta.

Bjarki Már Elísson jafnaði leikinn fyrir Veszprém þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, en Pick Szeged svaraði með tveimur snöggum mörkum, Bjarki skoraði svo aftur á lokasekúndunni og Veszprém þurfti að sætta sig við eins marks tap.

Bjarki endaði markahæstur allra með ellefu mörk. Aron Pálmarsson átti hins vegar slakan leik og skoraði ekki úr neinu af sínum fimm skotum.

Liðin tvö eru þau langstærstu í Ungverjalandi. Veszprém hefur unnið bikarinn oftast allra eða í 31 skipti. Þetta var sjöundi bikarinn sem Pick Szeged vinnur, sá fyrsti síðan 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×