Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2025 07:19 Víða má búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Vísir/Vilhelm Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Fram kemur að lægðin sé farin að grynnast og þokast til norðvesturs inn á land. Því hafi dregið nokkuð úr vindi austast á landinu. „Síðdegis dregur smám saman úr vindi í öðrum landhlutum, nema að það helst hvasst norðvestantil fram á nótt. Norðanáttinni fylgir snjókoma eða slydda allvíða, en á sunnanverðu landinu er úrkomulítið og svo verður væntanlega einnig austanlands seinnipartinn. Hiti 0 til 6 stig í dag, hlýjast sunnanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði Á vef Vegagerðarinnar segir að ófært sé á Dynjandisheiði og á Klettsháls. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er víða á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Á Norðurlandi er ófært í Höfðahvefi og á Víkurskarði, þungfært í Almenningnum en þæfingsfærð í Fljótum, á Ólafsfjarðarvegi og á Svalbarðsströnd. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Norðausturlandi er ófært á Hófaskarði. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Raufarhafnarvegi en snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er þungfært á Fagradal og á Heiðarenda, þæfingsfærð er á Skriðdalsvegi, Hróarstunguvegi og á Lagarfossvegi. Krapir er á Fjarðarheiði og eitthvað er um hálku eða hálkubletti á öðrum leiðum. Ófært er á Öxi. Útlit fyrir stífa og kalda norðanátt Á morgun er spáð norðaustan stinningskalda eða allhvössum vindi. Él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hlýnar lítillega. Þegar á heildina er litið er útlit fyrir stífa og fremur kalda norðlæga átt næstu daga og ofankoma viðloðandi á norðurhelmingi landsins. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s. Él eða slydduél norðan- og austanlands með hita um eða yfir frostmarki. Bjartviðri sunnan heiða og hiti að 8 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðan 8-15, él og vægt frost, en bjartviðri á sunnanverðu landinu og frostlaust að deginum. Á fimmtudag (skírdagur): Norðan 10-18, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag (föstudagurinn langi): Minnkandi norðanátt og él á Norður- og Austurlandi, vægt frost. Léttskýjað sunnan heiða og hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á laugardag: Fremur hæg norðlæg átt og þurrt, en stöku él austanlands og bætir í vind og úrkomu þar seinnipartinn. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (páskadagur): Líkur á hvassri norðaustanátt með ofankomu, en þurrt á suðvestanverðu landinu. Veður Færð á vegum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Fram kemur að lægðin sé farin að grynnast og þokast til norðvesturs inn á land. Því hafi dregið nokkuð úr vindi austast á landinu. „Síðdegis dregur smám saman úr vindi í öðrum landhlutum, nema að það helst hvasst norðvestantil fram á nótt. Norðanáttinni fylgir snjókoma eða slydda allvíða, en á sunnanverðu landinu er úrkomulítið og svo verður væntanlega einnig austanlands seinnipartinn. Hiti 0 til 6 stig í dag, hlýjast sunnanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði Á vef Vegagerðarinnar segir að ófært sé á Dynjandisheiði og á Klettsháls. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er víða á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Á Norðurlandi er ófært í Höfðahvefi og á Víkurskarði, þungfært í Almenningnum en þæfingsfærð í Fljótum, á Ólafsfjarðarvegi og á Svalbarðsströnd. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Norðausturlandi er ófært á Hófaskarði. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Raufarhafnarvegi en snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er þungfært á Fagradal og á Heiðarenda, þæfingsfærð er á Skriðdalsvegi, Hróarstunguvegi og á Lagarfossvegi. Krapir er á Fjarðarheiði og eitthvað er um hálku eða hálkubletti á öðrum leiðum. Ófært er á Öxi. Útlit fyrir stífa og kalda norðanátt Á morgun er spáð norðaustan stinningskalda eða allhvössum vindi. Él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hlýnar lítillega. Þegar á heildina er litið er útlit fyrir stífa og fremur kalda norðlæga átt næstu daga og ofankoma viðloðandi á norðurhelmingi landsins. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s. Él eða slydduél norðan- og austanlands með hita um eða yfir frostmarki. Bjartviðri sunnan heiða og hiti að 8 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðan 8-15, él og vægt frost, en bjartviðri á sunnanverðu landinu og frostlaust að deginum. Á fimmtudag (skírdagur): Norðan 10-18, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag (föstudagurinn langi): Minnkandi norðanátt og él á Norður- og Austurlandi, vægt frost. Léttskýjað sunnan heiða og hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á laugardag: Fremur hæg norðlæg átt og þurrt, en stöku él austanlands og bætir í vind og úrkomu þar seinnipartinn. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (páskadagur): Líkur á hvassri norðaustanátt með ofankomu, en þurrt á suðvestanverðu landinu.
Veður Færð á vegum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira