Lífið samstarf

Per­sónu­leg gjafakort sem renna aldrei út

GG Sport
Nýja gjafakortið hjá GG Sport er bæði hægt að fá rafrænt beint í símann eða á kort í símanum. Gjafakortið gildir í verslun GG Sport á Smiðjuvegi 8, græn gata og í vefverslun ggsport.is upp á flottar og vandaðar útivistarvörur sem eru vinsælar fermingargjafir.
Nýja gjafakortið hjá GG Sport er bæði hægt að fá rafrænt beint í símann eða á kort í símanum. Gjafakortið gildir í verslun GG Sport á Smiðjuvegi 8, græn gata og í vefverslun ggsport.is upp á flottar og vandaðar útivistarvörur sem eru vinsælar fermingargjafir.

„Við erum spennt að kynna rafrænu gjafakortin okkar, nýja og þægilega leið til að gefa gjöf sem gleður og endist,” segir María Ingunn Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri GG Sport en verslunin hefur sett glæsileg gjafakort sem hægt er að myndskreyta og bæta við persónulegri kveðju, í sölu.

„Viðskiptavinir okkar hafa áður kallað eftir því að fá rafræn gjafakort svo við hér hjá GG erum að svara kallinu. Svo er það svo þægilegt að geta verið með kortið rafrænt í símanum, í ljósi þess að hann er oftast við höndina." Gjafakortið gildir í verslun GG Sport á Smiðjuvegi 8, græn gata og í vefverslun ggsport.is.

Hægt er að velja milli nokkurra mynda til að myndskreyta gjafakortið og skrifa inn persónuleg skilaboð til þess sem á að fá kortið.

„Gjafakortin gilda fyrir hvaða vöru sem er í GG Sport og þú ræður hvaða upphæð er sett á kortið. Hægt er að velja á milli nokkurra tilbúinna mynda á vefsíðunni okkar og skrifa persónulega kveðju til viðtakanda. Við kaup getur þú valið hvort að móttakandi fær kortið í símann sinn með sms eða með tölvupósti. Með því að skanna QR kóðann á kortinu eða í tölvupóstinum getur viðtakandinn auðveldlega virkjað kortið beint í símann sinn, það er líka hægt að fá kortið sent sem pdf og prenta það út. Þú getur einnig tímastillt hvenær viðkomandi fær kortið í símann og/eða í tölvupósti,“ segir María og bætir við að einnig sé hægt að fá gjafabréfin á pappírsformi í versluninni ef óskað er. 

Glæsilegar útivistarvörur eru frábær fermingargjöf, útskriftargjöf eða afmælisgjöf.

Renna aldrei út og týnast ekki

Gjafakortin í GG Sport hafa engan fyrningartíma. Þau eru beintengd kerfinu hjá Leikbreyti og uppfærast í rauntíma í símanum svo alltaf er ljóst hver staðan á gjafakortinu er. Þú ert alltaf með kortið á þér og hættan á glötuðu eða gleymdu korti er nánast úr sögunni.

Frábær fermingargjöf

GG Sport býður upp á úrval flottra bakpoka sem eru frábær fermingargjöf.
„Vantar gjöf fyrir tilefni en veist ekki hvað á að gefa? Rafrænu gjafakortin okkar leysa þennan vanda enda eru þau tilvalin gjöf fyrir hvert tækifæri. Mjög hentug sem fermingargjöf, útskriftargjöf eða afmælisgjöf." 

Fyrirtæki gleðja starfsmenn með gjafakortum

„Við bjóðum einnig upp á rafræn gjafakort fyrir fyrirtæki og með nýja kerfinu okkar getum við stýrt því hvenær gjafakortin berast til starfsmanna,“ útskýrir María. Hægt er að hlaða kortin í bæði Google og Apple veskin í símanum (e. Wallet) en greitt er með kortinu með því að sýna strikamerki eða nota númerið undir strikamerkin á vefsíðu GG Sport.

Hlýr og fallegur útivistafatnaður í miklu úrvali.

„Í gegnum slóðina gjafakort.ggsport.is er hægt að versla eins mörg gjafakort og óskað er eftir og fá þau send til sín samdægurs. Einnig er hægt að nota gjafakortin við kaup í vefverslun okkar, með því að stimpla inn númerið sem er undir strikamerkinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.