Besta deild kvenna rúllar af stað á morgun og miðvikudag með heillri umferð og því ekki seinna vænna fyrir leikmenn að ákveða hvernig þeir ætla að fagna mörkum.
Í þetta sinn er Anna Svava með leikmenn Tindastóls, nú á sínu þriðja ári í röð í efstu deild, í þjálfun. Hún fær þær til að fagna eins og verðandi feður — þreytt á því að fótboltamenn eigi það til að fagna eins og þeir séu kona með barn í maganum, þegar þeir eru að verða pabbar.
Það gæti heldur betur reynst dýrmætt fyrir leikmenn Tindastóls að fagna mörkum á miðvikudaginn, þegar liðið tekur á móti nýliðum FHL á Króknum en báðum þessum liðum er spáð bullandi fallbaráttu.
Leikina í 1. umferð má sjá hér að neðan.
Fyrsta umferð Bestu deildar
Þriðjudagur 15. apríl:
- 18.00 Breiðablik - Stjarnan
- 18.00 Þróttur - Fram
Miðvikudagur 16. apríl:
- 18.00 Tindastóll - FHL
- 18.00 Valur - FH
- 18.00 Víkingur - Þór/KA