Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2025 11:53 Þrír drengjanna eru nemendur við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra sem er á Sauðárkróki. Vísir Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Fjórir drengir á aldrinum sautján og átján ára voru í bílnum sem hafnaði utanvegar á Siglufjarðarvegi við Grafará, skammt suður af Hofsósi á föstudagskvöldið. Þeir voru allir fluttir með sjúkraflugi og þyrlu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. Tveir þeirra liggja enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þrír piltanna eru nemendur við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en á morgun klukkan fimm hefur verið boðað til samverustundar í bóknámshúsi skólans. Þorkell Þorsteinsson er settur skólameistari við skólann. „Þarna varð alvarlegt umferðarslys á föstudagskvöldinu þar sem að mörg ungmenni komu að. Þetta er til þess að gera lítið samfélag sem við búum í, og eðlilega þá snertir þetta áfall mjög marga, einkanlega jafnaldra þessara drengja sem í hlut eiga. Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fólki að koma saman og ræða sína líðan og upplifun,“ segir Þorkell. Fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum í Húnavatnssýslum og í Skagafirði, barnavernd og lögreglu, auk prests, verða til staðar á fundinum. „Þetta er hugmyndin að taka saman stöðuna og hvaða lærdóm við getum væntanlega dregið af þessu og líka hitt að hreinlega bara veita hvert öðru styrk,“ Þorkell. Hann finni fyrir mikilli samstöðu og samhugur ríki meðal fólksins á svæðinu en samfélagið sé mjög slegið slegið. „Það þekkja allir alla og þetta er virkilegt högg, þetta er áfall fyrir samfélagið. Samkenndin er mikil og fólk tekur þetta til sín.“ Skagafjörður Samgönguslys Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Fjórir drengir á aldrinum sautján og átján ára voru í bílnum sem hafnaði utanvegar á Siglufjarðarvegi við Grafará, skammt suður af Hofsósi á föstudagskvöldið. Þeir voru allir fluttir með sjúkraflugi og þyrlu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. Tveir þeirra liggja enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þrír piltanna eru nemendur við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en á morgun klukkan fimm hefur verið boðað til samverustundar í bóknámshúsi skólans. Þorkell Þorsteinsson er settur skólameistari við skólann. „Þarna varð alvarlegt umferðarslys á föstudagskvöldinu þar sem að mörg ungmenni komu að. Þetta er til þess að gera lítið samfélag sem við búum í, og eðlilega þá snertir þetta áfall mjög marga, einkanlega jafnaldra þessara drengja sem í hlut eiga. Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fólki að koma saman og ræða sína líðan og upplifun,“ segir Þorkell. Fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum í Húnavatnssýslum og í Skagafirði, barnavernd og lögreglu, auk prests, verða til staðar á fundinum. „Þetta er hugmyndin að taka saman stöðuna og hvaða lærdóm við getum væntanlega dregið af þessu og líka hitt að hreinlega bara veita hvert öðru styrk,“ Þorkell. Hann finni fyrir mikilli samstöðu og samhugur ríki meðal fólksins á svæðinu en samfélagið sé mjög slegið slegið. „Það þekkja allir alla og þetta er virkilegt högg, þetta er áfall fyrir samfélagið. Samkenndin er mikil og fólk tekur þetta til sín.“
Skagafjörður Samgönguslys Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum