„Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. apríl 2025 12:51 Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Vísir Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í íbúðarhúsum í eldri byggðinni sem er ekki varin fyrir snjóflóðum. Það geti sett viðbragðsaðila í mikla hættu ætli fólk ekki að fylgja reglunum. Í gærkvöldi þurfti lögreglan á Vestfjörðum að hafa afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Óheimilt er að dvelja í húsunum frá 1. nóvember til 30. apríl á hverju ári þar sem byggðin er ekki varin fyrir snjóflóðum. Eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík 1995 var byggðin færð innar í fjörðinn og þessar reglur settar á dvöl í húsunum í gömlu byggðinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í húsunum á banntíma. „Þetta er kannski sama og þú stendur frammi fyrir þegar þú kemur að rauðu ljósi um miðja nótt á fáförnum vegi. Þú getur komist upp með að renna yfir á rauðu. En það er rautt af einhverri ástæðu. Þetta er bara ákvörðun sem fólk verður að taka. Það eru reglur um þetta og það óheppilega við það er að það eru engin ákveðin viðurlög. Það hefur lengi komið fram og hefur þróast þannig í gegnum tíðina. Það hefur ekki orðið snjóflóð af þessum skala í gömlu byggðinni en hvenær það verður næst vitum við ekki,“ segir Bragi. Ekki rétt í minningu þeirra sem létust Þeir sem dvelja í húsunum þurfa ekki að láta vita hvenær þeir eru þarna og því gæti það reynst hættulegt fyrir björgunarfólk komi til snjóflóðs, ef það gerist ítrekað að fólk sé að dvelja þar utan leyfilegs tímabils. „Mér finnst þetta sérstaklega ankannalegt í ár kannski, þar sem á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að snjóflóðið féll. Það er yfirstandandi rannsókn frá rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því sem kann að hafa farið úrskeiðis eða aflaga í stjórnsýslunni í aðdraganda og eftirleik snjóflóðsins. Mér finnst ekki rosalega pent að það sé þá fólk að dvelja á óleyfilegum tíma í byggðinni. Mér finnst það ekki rétt í minningu þeirra sem létu lífið í þessum hamförum og bara allra hluta vegna. Og þess utan eru reglur reglur,“ segir Bragi. Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Lögreglumál Almannavarnir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Í gærkvöldi þurfti lögreglan á Vestfjörðum að hafa afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Óheimilt er að dvelja í húsunum frá 1. nóvember til 30. apríl á hverju ári þar sem byggðin er ekki varin fyrir snjóflóðum. Eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík 1995 var byggðin færð innar í fjörðinn og þessar reglur settar á dvöl í húsunum í gömlu byggðinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í húsunum á banntíma. „Þetta er kannski sama og þú stendur frammi fyrir þegar þú kemur að rauðu ljósi um miðja nótt á fáförnum vegi. Þú getur komist upp með að renna yfir á rauðu. En það er rautt af einhverri ástæðu. Þetta er bara ákvörðun sem fólk verður að taka. Það eru reglur um þetta og það óheppilega við það er að það eru engin ákveðin viðurlög. Það hefur lengi komið fram og hefur þróast þannig í gegnum tíðina. Það hefur ekki orðið snjóflóð af þessum skala í gömlu byggðinni en hvenær það verður næst vitum við ekki,“ segir Bragi. Ekki rétt í minningu þeirra sem létust Þeir sem dvelja í húsunum þurfa ekki að láta vita hvenær þeir eru þarna og því gæti það reynst hættulegt fyrir björgunarfólk komi til snjóflóðs, ef það gerist ítrekað að fólk sé að dvelja þar utan leyfilegs tímabils. „Mér finnst þetta sérstaklega ankannalegt í ár kannski, þar sem á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að snjóflóðið féll. Það er yfirstandandi rannsókn frá rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því sem kann að hafa farið úrskeiðis eða aflaga í stjórnsýslunni í aðdraganda og eftirleik snjóflóðsins. Mér finnst ekki rosalega pent að það sé þá fólk að dvelja á óleyfilegum tíma í byggðinni. Mér finnst það ekki rétt í minningu þeirra sem létu lífið í þessum hamförum og bara allra hluta vegna. Og þess utan eru reglur reglur,“ segir Bragi.
Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Lögreglumál Almannavarnir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira