Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 10:32 Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool í leiknum um helgina. Markið fór langt með að tryggja liðinu enska titilinn. Getty/Liverpool FC Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, býst við því að það sé stórt og viðburðaríkt sumar framundan hjá félaginu. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk ekkert að styrkja liðið fyrir núverandi tímabil en Hollendingurinn er samt langt kominn með að gera liðið að enskum meisturum í fyrsta sinn í fimm ár. Fyrirliðinn Van Dijk skoraði mikilvægt mark um helgina þegar hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á West Ham á Anfield. Liðinu vantar nú bara tvo sigra í síðustu sex leikjunum til að tryggja sér titilinn. Van Dijk er að renna út á samningi í sumar en það er almennt búist við því að hann skrifi undir nýjan samning til ársins 2027. „Ég held að Liverpool geti barist um titilinn á næstu árum,“ sagði Virgil van Dijk eftir leikinn um helgina. „Sama hvað gerist með leikmenn sem fara eða koma þá held ég að þetta verði stórt sumar fyrir félagið. Ég held að þeir séu að plana það. Við höfum full traust á stjórninni að þeir geri hið rétta í stöðunni,“ sagði Van Dijk. Van Dijk vildi ekki staðfesta nýjan samning hjá sér. „Sáum til hvernig vikan verður. Við eigum að einbeita okkur fyrst og fremst að minningunni um Hillsborough harmleikinn. Ég hef talað um það í viðtölum. Það er það sem skiptir mestu máli núna. Einbeiting okkar er síðan á leikinn við Leicester en kannski verður eitthvað að frétta,“ sagði Van Dijk. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, trúðu mér, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk. „Það voru margar ástæður fyrir því að ég samdi við Liverpool árið 2017. Eins og það hvað félagið skiptir fólkið hér miklu máli sem og hvað það skiptir miklu máli fyrir stuðningsmennina út um allan heim að tengjast félaginu. Að ná árangri með Liverpool, kúltúrinn í félaginu og allt sem Liverpool stendur fyrir er bara hluti af mér,“ sagði Van Dijk. „Þess vegna er ég alltaf stoltur þegar ég klæðist Liverpool treyjunni. Ég fer út á völl og reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér. Við erum tveimur sigrum og sex stigum frá dýrðinni. Ég veit hvað það þýðir fyrir félagið ef við náum þessu. Flestir í liðinu vita það ekki og þetta verður falleg stund. Við þurfum samt að klára okkar vinnu,“ sagði Van Dijk. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk ekkert að styrkja liðið fyrir núverandi tímabil en Hollendingurinn er samt langt kominn með að gera liðið að enskum meisturum í fyrsta sinn í fimm ár. Fyrirliðinn Van Dijk skoraði mikilvægt mark um helgina þegar hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á West Ham á Anfield. Liðinu vantar nú bara tvo sigra í síðustu sex leikjunum til að tryggja sér titilinn. Van Dijk er að renna út á samningi í sumar en það er almennt búist við því að hann skrifi undir nýjan samning til ársins 2027. „Ég held að Liverpool geti barist um titilinn á næstu árum,“ sagði Virgil van Dijk eftir leikinn um helgina. „Sama hvað gerist með leikmenn sem fara eða koma þá held ég að þetta verði stórt sumar fyrir félagið. Ég held að þeir séu að plana það. Við höfum full traust á stjórninni að þeir geri hið rétta í stöðunni,“ sagði Van Dijk. Van Dijk vildi ekki staðfesta nýjan samning hjá sér. „Sáum til hvernig vikan verður. Við eigum að einbeita okkur fyrst og fremst að minningunni um Hillsborough harmleikinn. Ég hef talað um það í viðtölum. Það er það sem skiptir mestu máli núna. Einbeiting okkar er síðan á leikinn við Leicester en kannski verður eitthvað að frétta,“ sagði Van Dijk. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, trúðu mér, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk. „Það voru margar ástæður fyrir því að ég samdi við Liverpool árið 2017. Eins og það hvað félagið skiptir fólkið hér miklu máli sem og hvað það skiptir miklu máli fyrir stuðningsmennina út um allan heim að tengjast félaginu. Að ná árangri með Liverpool, kúltúrinn í félaginu og allt sem Liverpool stendur fyrir er bara hluti af mér,“ sagði Van Dijk. „Þess vegna er ég alltaf stoltur þegar ég klæðist Liverpool treyjunni. Ég fer út á völl og reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér. Við erum tveimur sigrum og sex stigum frá dýrðinni. Ég veit hvað það þýðir fyrir félagið ef við náum þessu. Flestir í liðinu vita það ekki og þetta verður falleg stund. Við þurfum samt að klára okkar vinnu,“ sagði Van Dijk.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn