„KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 12:30 Marcel Rømer er mættur til KA eftir að hafa lítið sem ekkert spilað síðustu mánuði með Lyngby. Stöð 2 Sport Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. Staða KA-manna, sem steinlágu gegn Víkingi um helgina 4-0 eftir 2-2 jafntefli á heimavelli við KR í fyrsta leik, var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um KA KA er nú búið að landa Rømer sem var fyrirliði Lyngby og er með mikla reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni. Gummi Ben benti hins vegar á það í Stúkunni í gær að Rømer hefði síðast verið í byrjunarliði Lyngby 1. desember og aðeins spilað eina mínútu síðan þá. „Ef við höfum áhyggjur af hinum sem eru að koma úr meiðslum og annað, ættum við ekki að hafa stórar áhyggjur af að það taki þennan svolítinn tíma að komast í leikform?“ spurði Gummi. „Þetta er karakter, þetta er fyrirliði, og það er alltaf jákvætt að fá þannig menn inn í liðið. Ég fylgdist vel með honum, sérstaklega hjá SönderjyskE og svo sá maður margar fréttir af honum þegar hann var að spila hjá Freysa [Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby]. Þetta er leikmaður með mótor. Það er mikil yfirferð hjá honum. Þetta er góður leikmaður. Ég skil því þessi kaup en það er rétt að hann þarf að vera í formi,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Hann er að verða 34 ára gamall og liðið þeirra er nú þegar helvíti þungt. Hallgrímur verður 35 ára í sumar, Rodri 36, Hrannar er að verða 33, Viðar 35 ára og fer meiddur af velli [gegn Víkingi]…“ bætti Albert Brynjar Ingason við. Gummi hélt svo áfram: „Það er ekkert leyndarmál fyrir norðan og ég held að Hallgrímur Jónasson yrði fyrsti maður til að viðurkenna það, að hann myndi vilja fá leikmenn mikið fyrr norður. KA er bara búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við varðandi styrkingu. Við sáum þetta á síðustu leiktíð. Viðar kom seint og það var bara seinni partinn sem hann var kominn í stand. Það kostar meira að fá leikmenn fyrr en það kostar líka að ná ekki árangri.“ Albert benti á að KA hefði misst marga sterka leikmenn síðustu ár en ekki fengið sams konar leikmenn í staðinn. „Þá vantar alvöru innspýtingu. [Römer] er karakter, maður hefur heyrt það, en hvort þetta leysir eitthvað hjá KA veit ég ekki,“ sagði Albet. Besta deild karla KA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Staða KA-manna, sem steinlágu gegn Víkingi um helgina 4-0 eftir 2-2 jafntefli á heimavelli við KR í fyrsta leik, var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Umræða um KA KA er nú búið að landa Rømer sem var fyrirliði Lyngby og er með mikla reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni. Gummi Ben benti hins vegar á það í Stúkunni í gær að Rømer hefði síðast verið í byrjunarliði Lyngby 1. desember og aðeins spilað eina mínútu síðan þá. „Ef við höfum áhyggjur af hinum sem eru að koma úr meiðslum og annað, ættum við ekki að hafa stórar áhyggjur af að það taki þennan svolítinn tíma að komast í leikform?“ spurði Gummi. „Þetta er karakter, þetta er fyrirliði, og það er alltaf jákvætt að fá þannig menn inn í liðið. Ég fylgdist vel með honum, sérstaklega hjá SönderjyskE og svo sá maður margar fréttir af honum þegar hann var að spila hjá Freysa [Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby]. Þetta er leikmaður með mótor. Það er mikil yfirferð hjá honum. Þetta er góður leikmaður. Ég skil því þessi kaup en það er rétt að hann þarf að vera í formi,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Hann er að verða 34 ára gamall og liðið þeirra er nú þegar helvíti þungt. Hallgrímur verður 35 ára í sumar, Rodri 36, Hrannar er að verða 33, Viðar 35 ára og fer meiddur af velli [gegn Víkingi]…“ bætti Albert Brynjar Ingason við. Gummi hélt svo áfram: „Það er ekkert leyndarmál fyrir norðan og ég held að Hallgrímur Jónasson yrði fyrsti maður til að viðurkenna það, að hann myndi vilja fá leikmenn mikið fyrr norður. KA er bara búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við varðandi styrkingu. Við sáum þetta á síðustu leiktíð. Viðar kom seint og það var bara seinni partinn sem hann var kominn í stand. Það kostar meira að fá leikmenn fyrr en það kostar líka að ná ekki árangri.“ Albert benti á að KA hefði misst marga sterka leikmenn síðustu ár en ekki fengið sams konar leikmenn í staðinn. „Þá vantar alvöru innspýtingu. [Römer] er karakter, maður hefur heyrt það, en hvort þetta leysir eitthvað hjá KA veit ég ekki,“ sagði Albet.
Besta deild karla KA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki