Lengja opnunartímann aftur Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 13:28 Í sumar verður hægt að synda í Laugardalslaug og flestum öðrum sundlaugum Reykjavíkurborgar til klukkan 22 um helgar. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði. Í fundargerð fundar menningar- og íþróttaráðs á föstudag segir að lögð hafi verið fram tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar þann 4. mars síðastliðinn, um að fela menningar- og íþróttaráði útfærslu á lengingu á sumaropnun sundlauga um helgar. Tillagan hafi verið svohljóðandi: „Lagt er til að lengja opnunartíma um klukkustund um helgar í öllum sundlaugum borgarinnar. Gildir þetta frá og með 1.júní 2025 til og með 31.ágúst 2025. Opið verður því til kl. 22:00 laugardaga og sunnudaga, utan Klébergslaugar á Kjalarnesi, en hún verður opin frá kl. 10:00 - 18:00.“ Fagna tillögunni Tillagan var samþykkt og fulltrúar í ráðinu lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeir fagni lengri opnunartíma sundlauga um helgar yfir sumartímann. Tekið sé mið af lögfestum útivistartíma barna og ungmenna sem aftur hafi mikilvægt forvarnargildi og stuðli að heilbrigðri samveru fjölskyldu og vina. Í greinargertð með tillögunni segir einnig að tillagan styðji við útivistarreglur barna. Útivistartíminn sé lengdur frá og með 1. júní til 1. september. Frá og með 1. september til 1. maí sé útivistartíminn styttri, eða til klukkan 20 fyrir börn tólf ára og yngri og til klukkan 22 fyrir þrettán til sextán ára. Tekjurnar vega upp á móti Í greinargerðinni segir að vænt útgjöld vegna aukins launakostnaðar séu um sjö milljónir króna miðað við þriggja mánaða sumaropnun í öllum laugum. Lenging opnunartíma um klukkustund kosti að jafnaði um 2,3 milljónir króna á mánuði í heild fyrir allar laugar. Aftur á móti segir að væntar tekjur séu taldar jafnast út á móti auknum rekstrarkostnaði. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Í fundargerð fundar menningar- og íþróttaráðs á föstudag segir að lögð hafi verið fram tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um lengingu opnunartíma sundlauga í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar þann 4. mars síðastliðinn, um að fela menningar- og íþróttaráði útfærslu á lengingu á sumaropnun sundlauga um helgar. Tillagan hafi verið svohljóðandi: „Lagt er til að lengja opnunartíma um klukkustund um helgar í öllum sundlaugum borgarinnar. Gildir þetta frá og með 1.júní 2025 til og með 31.ágúst 2025. Opið verður því til kl. 22:00 laugardaga og sunnudaga, utan Klébergslaugar á Kjalarnesi, en hún verður opin frá kl. 10:00 - 18:00.“ Fagna tillögunni Tillagan var samþykkt og fulltrúar í ráðinu lögðu fram bókun þar sem kemur fram að þeir fagni lengri opnunartíma sundlauga um helgar yfir sumartímann. Tekið sé mið af lögfestum útivistartíma barna og ungmenna sem aftur hafi mikilvægt forvarnargildi og stuðli að heilbrigðri samveru fjölskyldu og vina. Í greinargertð með tillögunni segir einnig að tillagan styðji við útivistarreglur barna. Útivistartíminn sé lengdur frá og með 1. júní til 1. september. Frá og með 1. september til 1. maí sé útivistartíminn styttri, eða til klukkan 20 fyrir börn tólf ára og yngri og til klukkan 22 fyrir þrettán til sextán ára. Tekjurnar vega upp á móti Í greinargerðinni segir að vænt útgjöld vegna aukins launakostnaðar séu um sjö milljónir króna miðað við þriggja mánaða sumaropnun í öllum laugum. Lenging opnunartíma um klukkustund kosti að jafnaði um 2,3 milljónir króna á mánuði í heild fyrir allar laugar. Aftur á móti segir að væntar tekjur séu taldar jafnast út á móti auknum rekstrarkostnaði.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21. febrúar 2024 22:09