Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 15:19 Veðurstofan segir að á meðan kvikusöfnun haldi áfram megi gera ráð fyrir endurteknum kvikuhlaupum og eldgosum. Vísir/Rax Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tekur gildi í dag. Kortinu er ætlað að gera betur skil hættu sem getur átt sér stað utan þeirra svæða sem áður var lögð áhersla á. Nýtt hættumatskort gildir til 22. apríl. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að landris í Svartsengi haldi áfram en að dregið hafi úr hraðanum frá síðustu viku. Hraðinn nú er um tvöfalt meiri en hann var rétt fyrir síðasta gos eða svipaður hraðanum sem var í upphafi þessarar goshrinu sem hófst 2024. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að Veðurstofan vakti svæðið áfram og meti mögulegar sviðsmyndir. Enn landris og skjálftar Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsendi segir Veðurstofan að reikna verði með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Í tilkynningu segir að áfram mælist nokkur smáskjálftavirkni í kringum kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl. Enn mælist tugir skjálfta á hverjum degi á svæðinu og að stærsti skjálftinn síðustu vikuna hafi mælst í fyrradag. Sá var 3.3 að stærð og var staðsettur yfir norðurhluta kvikugangsins um tæpa 4 kílómetra ANA við Keili. Langflestir skjálftanna eru undir tveimur að stærð og mælast á milli tveggja til sex kílómetra dýpi. Nýtt hættumat Veðurstofan tekur í notkun í dag nýja útgáfu af hættumatskorti fyrir umbrotasvæði á Reykjanesskaga. Kortið gildir til 22. apríl að öllu óbreyttu. Svona lítur nýja hættumatskortið út. Það gildir til 22. apríl. Veðurstofan Nýja útgáfan kemur í stað fyrra hættumatskorts sem hefur verið notað og birt síðan í nóvember 2023 og sýndi hættumat sjö vel skilgreindra svæða í næsta nágrenni umbrotasvæðisins á Sundhnúksgígaröðinni. Sjö-svæða kortið hefur verið uppfært og gefið út 108 sinnum síðan 20. nóvember 2023. Í tilkynningu segir að kortið hafi haft sína kosti en að annmarkar þess hafi helst verið hve erfitt hafi verið að gera hættu utan skilgreindu svæðanna sjö skil. Gamla hættumatskortið tók aðeins fyrir Grindavík og svæðið í kring. Veðurstofan Nýleg þróun atburða á skaganum, þar sem kvikugangur myndaðist og náði í norðaustur hluta eldstöðvarkerfis Svartsengis þann 1. apríl 2025 og gosupptök urðu vestur af nyrsta hluta Fagradalsfjalls í ágúst 2024, undirstriki þörf á hættumati fyrir stærra svæði. „Því hefur nýtt kort verið þróað til að yfirstíga takmarkanir fyrra korts. Nýja kortið nýtist ekki eingöngu við hættumat á Reykjanesskaga heldur hefur verið þróuð aðferðafræði sem hægt er að beita á öll önnur virk eldstöðvakerfi á Íslandi,“ segir að lokum í tilkynningu Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30 Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að landris í Svartsengi haldi áfram en að dregið hafi úr hraðanum frá síðustu viku. Hraðinn nú er um tvöfalt meiri en hann var rétt fyrir síðasta gos eða svipaður hraðanum sem var í upphafi þessarar goshrinu sem hófst 2024. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að Veðurstofan vakti svæðið áfram og meti mögulegar sviðsmyndir. Enn landris og skjálftar Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsendi segir Veðurstofan að reikna verði með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Í tilkynningu segir að áfram mælist nokkur smáskjálftavirkni í kringum kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl. Enn mælist tugir skjálfta á hverjum degi á svæðinu og að stærsti skjálftinn síðustu vikuna hafi mælst í fyrradag. Sá var 3.3 að stærð og var staðsettur yfir norðurhluta kvikugangsins um tæpa 4 kílómetra ANA við Keili. Langflestir skjálftanna eru undir tveimur að stærð og mælast á milli tveggja til sex kílómetra dýpi. Nýtt hættumat Veðurstofan tekur í notkun í dag nýja útgáfu af hættumatskorti fyrir umbrotasvæði á Reykjanesskaga. Kortið gildir til 22. apríl að öllu óbreyttu. Svona lítur nýja hættumatskortið út. Það gildir til 22. apríl. Veðurstofan Nýja útgáfan kemur í stað fyrra hættumatskorts sem hefur verið notað og birt síðan í nóvember 2023 og sýndi hættumat sjö vel skilgreindra svæða í næsta nágrenni umbrotasvæðisins á Sundhnúksgígaröðinni. Sjö-svæða kortið hefur verið uppfært og gefið út 108 sinnum síðan 20. nóvember 2023. Í tilkynningu segir að kortið hafi haft sína kosti en að annmarkar þess hafi helst verið hve erfitt hafi verið að gera hættu utan skilgreindu svæðanna sjö skil. Gamla hættumatskortið tók aðeins fyrir Grindavík og svæðið í kring. Veðurstofan Nýleg þróun atburða á skaganum, þar sem kvikugangur myndaðist og náði í norðaustur hluta eldstöðvarkerfis Svartsengis þann 1. apríl 2025 og gosupptök urðu vestur af nyrsta hluta Fagradalsfjalls í ágúst 2024, undirstriki þörf á hættumati fyrir stærra svæði. „Því hefur nýtt kort verið þróað til að yfirstíga takmarkanir fyrra korts. Nýja kortið nýtist ekki eingöngu við hættumat á Reykjanesskaga heldur hefur verið þróuð aðferðafræði sem hægt er að beita á öll önnur virk eldstöðvakerfi á Íslandi,“ segir að lokum í tilkynningu Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30 Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52
Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02