Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 20:32 Sigrún fagnar því að til standi að gera breytingar á reglugerð um baðstaði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir. Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir.
Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira