Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 09:00 Eygló Fanndal Sturludóttir fagnar sögulegum sigri í gær. Skjámynd/RÚV Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. Eygló vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun í mínus 71 kílóa flokki. Hún varð í öðru sæti í snöruninni en vann jafnhendinguna sannfærandi og tryggði sér þá um leið Evrópumeistaratitilinn í samanlögðu. Eygló lyfti 109 kílóum í snörun, 135 kílóum í jafnhendingu og 244 kílóum samanlagt. Allt voru þetta ný Íslands og Norðurlandamet í -71kg flokknum en Norðurlandametið í jafnhendingu tók Eygló af hinni sænsku Patriciu Strenius. Strenius varð einmitt Evrópumeistari árið 2018 í -69kg flokki og árið 2022 í -71kg flokk. Eygló bætti sinn persónulega árangur um fimm kíló í samanlögðu sem er svakaleg bæting og það á stærsta sviðinu. Með þessu er líka ljóst að Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni í þessum þyngdarflokki. Þetta var nefnilega síðasta stórmótið í mínus 71 kílóa flokki en nýir þyngdarflokkar IWF munu taka gildi 1. júní næstkomandi. Flokkarnir hjá konunum verða þá: 48 kíló, 53 kíló, 58 kíló, 63 kíló, 69 kíló, 77 kíló, 86 kíló eða +86 kíló. Eygló þarf þá annað hvort að létta sig um tvö kíló eða fara í flokkinn fyrir ofan. Íslands- og Norðurlandamet Eyglóar ættu því um leið að lifa um ókomna tíð. Lyftingar Tengdar fréttir Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03 Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35 Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af evrópska lyftingasambandinu. 26. mars 2025 08:32 Eygló í þyngri flokki en samt best allra Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð. 25. mars 2025 12:46 Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Eygló vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun í mínus 71 kílóa flokki. Hún varð í öðru sæti í snöruninni en vann jafnhendinguna sannfærandi og tryggði sér þá um leið Evrópumeistaratitilinn í samanlögðu. Eygló lyfti 109 kílóum í snörun, 135 kílóum í jafnhendingu og 244 kílóum samanlagt. Allt voru þetta ný Íslands og Norðurlandamet í -71kg flokknum en Norðurlandametið í jafnhendingu tók Eygló af hinni sænsku Patriciu Strenius. Strenius varð einmitt Evrópumeistari árið 2018 í -69kg flokki og árið 2022 í -71kg flokk. Eygló bætti sinn persónulega árangur um fimm kíló í samanlögðu sem er svakaleg bæting og það á stærsta sviðinu. Með þessu er líka ljóst að Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni í þessum þyngdarflokki. Þetta var nefnilega síðasta stórmótið í mínus 71 kílóa flokki en nýir þyngdarflokkar IWF munu taka gildi 1. júní næstkomandi. Flokkarnir hjá konunum verða þá: 48 kíló, 53 kíló, 58 kíló, 63 kíló, 69 kíló, 77 kíló, 86 kíló eða +86 kíló. Eygló þarf þá annað hvort að létta sig um tvö kíló eða fara í flokkinn fyrir ofan. Íslands- og Norðurlandamet Eyglóar ættu því um leið að lifa um ókomna tíð.
Lyftingar Tengdar fréttir Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03 Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35 Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af evrópska lyftingasambandinu. 26. mars 2025 08:32 Eygló í þyngri flokki en samt best allra Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð. 25. mars 2025 12:46 Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03
Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35
Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af evrópska lyftingasambandinu. 26. mars 2025 08:32
Eygló í þyngri flokki en samt best allra Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð. 25. mars 2025 12:46
Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32