Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 13:03 Bergur Vilhjálmsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Þessa kerru ætlar hann að draga frá Goðafossi út að Gróttuvita. Vísir/Stefán Maður sem ætlar að ganga rúmlega fjögur hundruð kílómetra með hundrað kílóa kerru í eftirdragi segir gönguna táknræna. Hann gengur til að vekja athygli á starfsemi Píetasamtakanna. Í fyrravor gekk Bergur Vilhjálmsson hundrað kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur með níðþungan sleða í eftirdragi fyrir sama málstað. Nú er komið að enn stærra verkefni því Bergur ætlar að ganga frá Goðafossi, gegnum Sprengisand, og til Reykjavíkur, rúmlega fjögur hundruð kílómetra leið. Þá verður hann með gula kerru í eftirdragi, sem mun vega um hundrað kíló. „Þeir sem hafa farið Sprengisand vita að þetta er bara auðn. Þetta er pínulítið eins og að vera á tunglinu, sem er táknrænt fyrir Píetasamtökin. Þeir sem leita til þeirra halda oft að þeir séu bara aleinir í heiminum. Þannig mér finnst táknrænt að fara Sprengisand. Þetta er ekki auðveld leið, þetta er ekki bara þjóðvegurinn,“ segir Bergur. Í kerrunni verða helstu nauðsynjar og á hverjum morgni mun Bergur lesa bréf frá aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi. Þá er kerran einnig táknræn. „Þeir sem þurfa aðstoð hjá Píeta eru oft með mikla byrði til að draga. Þeir eru oft að draga hana einir. Það er það sem vagninn á að sýna, það eru byrðarnar sem fólk er að burðast með,“ segir Bergur. Gerð verður heimildamynd um gönguna og hægt verður að fylgjast með gangi mála og undirbúningnum á samfélagsmiðlum verkefnisins. „Við ætlum að sýna hans sögu, búa til myndlíkingarnar sem fólk er að glíma við sem er að glíma við andlega vanlíðan. Svo er heildarmarkmiðið að okkur langar að ýta undir þennan málstað og stækka samfélagslegu áhrifin. Svona framtak eru auðvitað frábær en þau eru skammlíf, því þetta tekur stuttan tíma og deyr kannski út, en okkur langar að teygja þetta eins og við getum. Fara með þetta út um allt,“ segir Teitur Magnússon, leikstjóri. Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Í fyrravor gekk Bergur Vilhjálmsson hundrað kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur með níðþungan sleða í eftirdragi fyrir sama málstað. Nú er komið að enn stærra verkefni því Bergur ætlar að ganga frá Goðafossi, gegnum Sprengisand, og til Reykjavíkur, rúmlega fjögur hundruð kílómetra leið. Þá verður hann með gula kerru í eftirdragi, sem mun vega um hundrað kíló. „Þeir sem hafa farið Sprengisand vita að þetta er bara auðn. Þetta er pínulítið eins og að vera á tunglinu, sem er táknrænt fyrir Píetasamtökin. Þeir sem leita til þeirra halda oft að þeir séu bara aleinir í heiminum. Þannig mér finnst táknrænt að fara Sprengisand. Þetta er ekki auðveld leið, þetta er ekki bara þjóðvegurinn,“ segir Bergur. Í kerrunni verða helstu nauðsynjar og á hverjum morgni mun Bergur lesa bréf frá aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi. Þá er kerran einnig táknræn. „Þeir sem þurfa aðstoð hjá Píeta eru oft með mikla byrði til að draga. Þeir eru oft að draga hana einir. Það er það sem vagninn á að sýna, það eru byrðarnar sem fólk er að burðast með,“ segir Bergur. Gerð verður heimildamynd um gönguna og hægt verður að fylgjast með gangi mála og undirbúningnum á samfélagsmiðlum verkefnisins. „Við ætlum að sýna hans sögu, búa til myndlíkingarnar sem fólk er að glíma við sem er að glíma við andlega vanlíðan. Svo er heildarmarkmiðið að okkur langar að ýta undir þennan málstað og stækka samfélagslegu áhrifin. Svona framtak eru auðvitað frábær en þau eru skammlíf, því þetta tekur stuttan tíma og deyr kannski út, en okkur langar að teygja þetta eins og við getum. Fara með þetta út um allt,“ segir Teitur Magnússon, leikstjóri.
Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira