Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 22:34 Joseph Seiders var trommari The New Pornographers í ellefu ár þar til hann var rekinn úr sveitinni eftir að hafa verið ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis og áreitni. Getty Joseph Seiders, trommari indírokksveitarinnar The New Pornographers, var handtekinn í Suður-Kaliforníu fyrr í mánuðinum og ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn og brjóta gegn friðhelgi einkalífs. Hinn 44 ára Seiders var handtekinn 9. apíl eftir að starfsmaður skyndibitastaðarins Chick-fil-A hringdi í lögregluna og sagði mann hafa farið inn og út um baðherbergið með ólögráða drengjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglustjórans í Riverside-sýslu. Fangamynd sem tekin var af Seiders í síðustu viku. Tveimur dögum fyrr hafði lögreglunni borist tilkynning frá sama stað eftir að ellefu ára piltur sagði ókunnugan mann hafa tekið sig upp á meðan hann fór á klósettið. Eftir að Seiders var handtekinn fékk lögreglan heimild til að leita á heimili hans, í bíl hans og síma. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn, brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fyrir tilraun til að brjóta friðhelgi einkalífs. Seiders er nú í gæsluvarðhaldi og losnar ekki úr því nema hann greiði milljón dala tryggingu. Hann fer fyrir dómara í næstu viku. Rekinn úr Nýju Klámritahöfundunum „Allir í hljómsveitinni er algjörlega sjokkeraðir, skelfingu lostnir og niðurbrotnir vegna frétta af ákærunum gegn Joe Seiders — og við höfum samstundis rofið öll tengsl við hann,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar The New Pornographers í yfirlýsingu á föstudag. Seiders gekk til liðs við hljómsveitina árið 2014, um sautján árum eftir að hún var stofnuð, og hefur verið hluti af síðustu plötum hennar ásamt söngvaranum Neko Chase, gítarleikaranum A.C. Newman og bassaleikaranum John Collins. „Hjarta okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða hans,“ sagði einnig í tilkynningu bandsins. Ekki liggur fyrir hvort brottrekstur trommarans hafi áhrif á framtíðaráætlanir hljómsveitarinnar. Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar, „Ballad of the Last Payphone,“ kom út í byrjun mánaðar. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Sjá meira
Hinn 44 ára Seiders var handtekinn 9. apíl eftir að starfsmaður skyndibitastaðarins Chick-fil-A hringdi í lögregluna og sagði mann hafa farið inn og út um baðherbergið með ólögráða drengjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lögreglustjórans í Riverside-sýslu. Fangamynd sem tekin var af Seiders í síðustu viku. Tveimur dögum fyrr hafði lögreglunni borist tilkynning frá sama stað eftir að ellefu ára piltur sagði ókunnugan mann hafa tekið sig upp á meðan hann fór á klósettið. Eftir að Seiders var handtekinn fékk lögreglan heimild til að leita á heimili hans, í bíl hans og síma. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis, fyrir að áreita barn, brjóta gegn friðhelgi einkalífs og fyrir tilraun til að brjóta friðhelgi einkalífs. Seiders er nú í gæsluvarðhaldi og losnar ekki úr því nema hann greiði milljón dala tryggingu. Hann fer fyrir dómara í næstu viku. Rekinn úr Nýju Klámritahöfundunum „Allir í hljómsveitinni er algjörlega sjokkeraðir, skelfingu lostnir og niðurbrotnir vegna frétta af ákærunum gegn Joe Seiders — og við höfum samstundis rofið öll tengsl við hann,“ sagði talsmaður hljómsveitarinnar The New Pornographers í yfirlýsingu á föstudag. Seiders gekk til liðs við hljómsveitina árið 2014, um sautján árum eftir að hún var stofnuð, og hefur verið hluti af síðustu plötum hennar ásamt söngvaranum Neko Chase, gítarleikaranum A.C. Newman og bassaleikaranum John Collins. „Hjarta okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna gjörða hans,“ sagði einnig í tilkynningu bandsins. Ekki liggur fyrir hvort brottrekstur trommarans hafi áhrif á framtíðaráætlanir hljómsveitarinnar. Nýjasta smáskífa hljómsveitarinnar, „Ballad of the Last Payphone,“ kom út í byrjun mánaðar.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Sjá meira