Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 09:01 Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR. vísir / sigurjón Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar. Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira