Innlent

Segir lík­lega langt í næsta gos við Sund­hnúka

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Benedikt Gunnar Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.
Benedikt Gunnar Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar

Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir að þróunin hafi verið að tíminn milli gosa hafi verið að lengjast, og það sé möguleiki á að það verði ekki fleiri gos á árinu.

Yfirleitt þegar dregið hefur úr hraða landriss við Svartsengi hefur það verið undanfari eldgoss eða kvikuhlaups, en Benedikt segir afar ólíklegt að það gjósi á næstunni.

„Nei, nú er nýbúið að tæma kvikuhólfið og það hefur ekki náð að fyllast aftur,“ segir Benedikt, en hann fór yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það er alveg möguleiki að það verði ekki fleiri gos á árinu, þetta hefur verið þróunin, það er að aukst tíminn milli gosa, það ætti ekki að koma á óvart þó við þurfum að bíða í marga mánuði eftir þessu, sérstaklega ef það heldur áfram að hægja á eins og virðist vera að gera,“ segir Benedikt.

Kannski verði ekki nýtt gos fyrr en næsta vetur.

„En við getum ekkert fullyrt, við vitum .það í rauninni ekki, en eftir þvi sem hægir á aukast líkur á að það sé lengra milli gosa og það er kannski það sem skiptir máli,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×