Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 15:17 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, tekur hér Bukayo Saka af velli í Meistaradeildarleik í vetur. Getty/Justin Setterfield Mikel Arteta mun að eigin sögn ekki hvíla lykilmenn liðsins fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni. Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst því einu skrefi nær því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Arsenal er aftur á móti þrettán stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna ensku deildina í ár. Mörgum fyndist það rökrétt að hvíla leikmenn fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain en franski stjórinn virðist ekki vera líklegur til þess. Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Liverpool verður meistari tapi Arsenal leiknum. Arsenal manager Mikel Arteta says Bukayo Saka has a "good chance" of featuring tomorrow against Crystal Palace but Riccardo Calafiori remains injured and Jorginho is set to be out for a "few weeks" 🚨 pic.twitter.com/zWOQ800Wze— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2025 Bukayo Saka er nýkominn til baka eftir meiðsli og fékk högg í síðasta leik. Arteta segist samt ekki ætla að hvíla Saka fyrir leikina mikilvægu í Meistaradeildinni. „Við getum ekki hugsað hlutina á þessum nótum þegar leikmennirnir eru heilir og vilja spila. Þá verða þeir að fá að spila,“ sagði Arteta. „Þeir njóta sín best þegar þeir spila, ná með því upp stöðugleika og um leið eru þeir í góðu jafnvægi bæði tilfinningalega og líkamlega. Þeir eru þá í góðum takti og þá eru þeir bestir,“ sagði Arteta. „Ef þeir eru ekki leikfærir þá þarf ekkert að ræða þetta. Ef þeir eru ekki í góðum gír þá munum við ekki spila þeim. Annars spilum við þeim,“ sagði Arteta. Saka er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann hefur komið að 25 mörkum í 30 leikjum á leiktíðinni. Hann var mjög góður í seinni leiknum á móti Real Madrid og stóð sig einnig vel í 4-0 sigrinum á Ipswich Town um helgina. Saka fékk samt slæmt högg en Arteta var ekki búinn að ákveða neitt með kvöldið þegar hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig honum líður eftir æfinguna. Þetta var samt ekkert alvarlegt,“ sagði Arteta. Just Gary Cotterill talking about Bukayo Saka at Arsenal's training ground with Mikel Arteta walking Win the dog in the background 🐕 pic.twitter.com/IpDEWLFOIh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 22, 2025 Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst því einu skrefi nær því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Arsenal er aftur á móti þrettán stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna ensku deildina í ár. Mörgum fyndist það rökrétt að hvíla leikmenn fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain en franski stjórinn virðist ekki vera líklegur til þess. Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Liverpool verður meistari tapi Arsenal leiknum. Arsenal manager Mikel Arteta says Bukayo Saka has a "good chance" of featuring tomorrow against Crystal Palace but Riccardo Calafiori remains injured and Jorginho is set to be out for a "few weeks" 🚨 pic.twitter.com/zWOQ800Wze— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2025 Bukayo Saka er nýkominn til baka eftir meiðsli og fékk högg í síðasta leik. Arteta segist samt ekki ætla að hvíla Saka fyrir leikina mikilvægu í Meistaradeildinni. „Við getum ekki hugsað hlutina á þessum nótum þegar leikmennirnir eru heilir og vilja spila. Þá verða þeir að fá að spila,“ sagði Arteta. „Þeir njóta sín best þegar þeir spila, ná með því upp stöðugleika og um leið eru þeir í góðu jafnvægi bæði tilfinningalega og líkamlega. Þeir eru þá í góðum takti og þá eru þeir bestir,“ sagði Arteta. „Ef þeir eru ekki leikfærir þá þarf ekkert að ræða þetta. Ef þeir eru ekki í góðum gír þá munum við ekki spila þeim. Annars spilum við þeim,“ sagði Arteta. Saka er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann hefur komið að 25 mörkum í 30 leikjum á leiktíðinni. Hann var mjög góður í seinni leiknum á móti Real Madrid og stóð sig einnig vel í 4-0 sigrinum á Ipswich Town um helgina. Saka fékk samt slæmt högg en Arteta var ekki búinn að ákveða neitt með kvöldið þegar hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig honum líður eftir æfinguna. Þetta var samt ekkert alvarlegt,“ sagði Arteta. Just Gary Cotterill talking about Bukayo Saka at Arsenal's training ground with Mikel Arteta walking Win the dog in the background 🐕 pic.twitter.com/IpDEWLFOIh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 22, 2025
Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira