Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 07:35 Þolinmæði Elds Smára er á þrotum en hann hefur engin gögn fengið sem varða kæru Samtakanna ´78 á hendur honum. Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. „Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári. Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
„Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári.
Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44