Sport

Bein út­sending: Norður­landa­mótið í hermiakstri

Boði Logason skrifar
Sigurgeir Lúðvíksson er einn fjögurra keppenda frá Íslandi á mótinu.
Sigurgeir Lúðvíksson er einn fjögurra keppenda frá Íslandi á mótinu. AKÍS

Í dag fer fram Norðurlandamótið í hermiakstri, FIA Nordic Esport Championship 2025. 

Í dag fer fram Norðurlandamótið í hermiakstri, FIA Nordic Esport Championship 2025, hér á Íslandi. Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) stendur að mótinu og verður gestgjafi keppenda frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.

Alls taka tuttugu keppendur þátt í mótinu, fjórir frá hverju landi, og verður keppt í tveimur flokkum: AMG Mercedes GT3 og FIA F4.

Ísland sendir öflugt lið til leiks en þeir Sigurgeir Lúðvíksson og Hákon Jökulsson keppa í GT3-flokknum, en Roland Alfredsson og Gunnar Karl Vignisson í F4. Þessir fjórir unnu sér sæti í landsliðinu eftir opnar tímatökur sem fram fóru fyrr í apríl.

Allir íslensku keppendurnir hafa mikla reynslu af hermiakstri, en Sigurgeir og Hákon kepptu meðal annars fyrir Íslands hönd á FIA Motorsport Games 2024 í Valencia á Spáni. Roland, sem búsettur er í Lettlandi, hefur vakið athygli víða og er aðeins 15 ára gamall.

Klippa: Norðurlandamót í hermiakstri- hápunktar heat 1

Keppnin fer fram í húsakynnum GT Akademíunnar að Faxafeni 10 og hefst klukkan 10:00 með undankeppnum. 

Húsið verður opið almenningi, og einnig verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. 

Klippa: Norðurlandamót í hermiakstri- hápunktar heat 2

Úrslitariðlar hefjast klukkan 13:00 og að þeim loknum verður ljóst hvaða þjóð stendur uppi sem Norðurlandameistari í hermiakstri árið 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×