Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 22:54 Vorkoma Akureyrar fór fram í dag, sumardaginn fyrsta. Daníel Starrason Egill Logi Jónasson er bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Þetta var kunngjört á Vorkomu Akureyrarbæjar var haldin í Menningarhúsinu Hofi í dag. Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ segir að Egill Logi sé formaður í hópi þeirra ungu listamanna sem tilheyra listahópnum Kaktus á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu. Í umsögn faghóps um útnefninguna segir meðal annars: „Egill Logi er jafn vígur á myndlist og tónlist og óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir. Hann er framsækinn og setur áþreifanlega mark sitt á listalífið á Akureyri ekki síst í Listagilinu.“ Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum. Sumarlistamaður Akureyrar 2025 er Guðmundur Tawan Víðisson, 22 ára Akureyringur sem starfar sjálfstætt að sinni eigin fatahönnun undir merkinu „Þúsund þakkir“. Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse and Leo Broers. Akureyrarbær óskaði eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar og veittar voru tvær viðurkenningar í flokki einstaklinga. Adam Ásgeiri Óskarssyni var veitt viðurkenning fyrir hjálparstarf í þágu ABC Barnahjálpar í Búrkína Fasó. Í fréttatilkynningu segir að með þátttöku í hjálparstarfinu hafi hann stuðlað að uppbyggingu innviða í skólastarfi og þannig lagt grunn að velferð barna og samfélags. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey eru Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. „Þeim er veitt viðurkenning fyrir að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á landsbyggðinni með framtaki sínu og stuðla þannig að opnara og öruggara samfélagi fyrir alla,“ segir í fréttatilkynningu. Akureyri Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ segir að Egill Logi sé formaður í hópi þeirra ungu listamanna sem tilheyra listahópnum Kaktus á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu. Í umsögn faghóps um útnefninguna segir meðal annars: „Egill Logi er jafn vígur á myndlist og tónlist og óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir. Hann er framsækinn og setur áþreifanlega mark sitt á listalífið á Akureyri ekki síst í Listagilinu.“ Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum. Sumarlistamaður Akureyrar 2025 er Guðmundur Tawan Víðisson, 22 ára Akureyringur sem starfar sjálfstætt að sinni eigin fatahönnun undir merkinu „Þúsund þakkir“. Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse and Leo Broers. Akureyrarbær óskaði eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar og veittar voru tvær viðurkenningar í flokki einstaklinga. Adam Ásgeiri Óskarssyni var veitt viðurkenning fyrir hjálparstarf í þágu ABC Barnahjálpar í Búrkína Fasó. Í fréttatilkynningu segir að með þátttöku í hjálparstarfinu hafi hann stuðlað að uppbyggingu innviða í skólastarfi og þannig lagt grunn að velferð barna og samfélags. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey eru Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. „Þeim er veitt viðurkenning fyrir að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á landsbyggðinni með framtaki sínu og stuðla þannig að opnara og öruggara samfélagi fyrir alla,“ segir í fréttatilkynningu.
Akureyri Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Sjá meira