Sport

Stór­stjarnan vildi ekki missa af vitnis­burði móður sinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Ingebrigtsen fagnar hér heimsmeistaragulli í mars síðastliðnum en það gengur mikið á í fjölskyldu hans þessa dagana.
Jakob Ingebrigtsen fagnar hér heimsmeistaragulli í mars síðastliðnum en það gengur mikið á í fjölskyldu hans þessa dagana. Getty/Hannah Peters

Norski hlaupagarpurinn Jakob Ingebrigtsen yfirgaf æfingabúðir sínar í Sierra Nevada fjöllunum á Spáni á undan áætlun og ástæðan fyrir því eru réttarhöldin yfir föður hans.

Jakob vildi komast aftur heim til Noregs fyrir mánudaginn þegar móðir hans, Tone Ingebrigtsen, veitir mögulega sinn vitnisburð um meint ofbeldi föðurins. Jakob hefur verið í æfingabúðunum siðan í byrjun apríl. NRK segir frá.

Faðirinn, Gjert Ingebrigtsen, er sakaður um að hafa beitt Jakob og yngri systur þeirra ofbeldi. Hann var þjálfari þeirra sem og tveggja eldri bræðra þeirra. Hann fékk á sig sjö ákærur um heimilisofbeldi og réttarhöldin hafa staðið yfir í nokkrar vikur.

Jakob hefur sagt frá því sjálfur að uppeldið hans hafi snúist um ótta og faðir hans hafi stjórnað öllu með harðri hendi.

Allir Ingebrigtsen bræðurnir hafa unnið til verðlauna á stórmótum en sá yngsti, Jakob, er sá sem hefur komist langlengst.

Jakob er nú 24 ára gamall og á fimm ríkjandi heimsmet. Hann hefur unnið gullverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum en á einnig fern HM-gullverðlaun og þrettán EM-gullverðlaun.

Tone Ingebrigtsen mun þarna mögulega segja sína hlið á uppeldisaðferðum Gjerts sem sjálfur hefur neitað sök. Hún er ekki skuldbundin því að setjast í vitnisstólinn og það er ekki enn ljóst hvort hún muni hreinlega svara spurningum saksóknara.

Það að Jakob vilji vera viðstaddur segir þó eitthvað um möguleikann á því að hún segi frá hennar sýn á hegðun föðurins sem hefur auðvitað mikil áhrif á niðurstöðu dómsmálsins.


Tengdar fréttir

Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu

Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman.

Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“

Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×