Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2025 17:30 Þegar horft er til aldraðra er oft spurt um aldur, það er oft eitt af því fyrsta sem spurt er um þegar verið er að ræða málefni viðkomandi. Sá sem spyr tengir svarið oftsinnis sjálfkrafa við sínar mótuðu hugmyndir sem tengjast þeim aldri sem um ræðir. Fagfólk fellur í þessa gildru líkt og leikmenn á stundum. Það er að segja að aldur skipti máli við mat á einstaklingi, en er frekar lélegur mælikvarði almennt, hann er þó notaður meira en við áttum okkur á því miður. Það er hægt að taka nokkur dæmi þessu til skýringar sem flestir tengja vel við. Tveir aðilar eru að spjalla, þeir þekkjast ekki og eru að hittast í heita pottinum í sundi í fyrsta sinn. Báðir er hressilegir sundgarpar, orðnir leðurbrúnir af útiveru, reynslu af sólinni og ferðalögum. Þeir segja sögur af lífinu og tilverunni, eru báðir hættir störfum og komnir á eftirlaun. Á einhverjum tímapunkti samtalsins kemur að aldri þeirra, sá yngri segist vera 73 ára og farinn að finnast hann vera að eldast smám saman, hinn segist vera 83 ára og aldrei liðið betur. Þeim yngri bregður í brún þar sem hann taldi þennan nýja sundfélaga sinn vera á svipuðu róli, segir um hæl við hann “það er naumast að þú heldur þér vel !” Af augljósri aðdáun og von til þess að hann verði jafn sprækur eftir 10 ár. Það er oft horft til 67 ára aldurs sem viðmiðs um það að vera orðinn aldraður og er skilgreint í lögum. Það er ekki há tala og vel flestir á þeim aldri enn með nokkuð gott þrek og orku, margir kjósa að vinna til 70 ára aldurs þó þeir geti farið á eftirlaun fyrr. Sumir vinna enn lengur og er það vissulega mjög einstaklingsbundið og fer eftir því hvar þeir eru í starfi. Margir eru komnir með einhverja sjúkdóma og taka jafnvel lyf við fleiri en einum þeirra, en þeir eru býsna sjálfstæðir og eru færir um allar almennar athafnir daglegs lífs. Eftir því sem getu læknavísinda, betra umhverfis og vitundar um heilsu og sálfélagslegra þátta hefur fleygt fram á undanförnum áratugum eru mun fleiri sprækir aldraðir en áður og eiga mörg ár í það að verða “gamlir”. Það er ágætt að hafa í huga að öldrun er ekki það sama og að eldast og hrumleiki er ótengdur aldri viðkomandi í sjálfu sér, þó tíðnin aukist með hækkandi aldri. Þegar fagfólk er að ræða um hrumleika (frailty á ensku) er verið að horfa til getu og færni einstaklings til að sinna sjálfum sér, klæðast, borða, elda, sjá um fjármál sín, hreyfa sig með eða án hjálpartækja og halda jafnvægi svo eitthvað sé nefnt. Það eru til formleg mælitæki sem segja til um þetta og gefa einkunn sem eru óháðar aldri, nema að viðkomandi ætti að vera orðinn eldri en 65 ára áður en slíkt mat fari almennt fram og er þessum tækjum beitt sem hluta af mati á meðferð og nálgun á þarfir einstaklinga. Báðir þessir hópar sem ég nefni að framan fer hratt fjölgandi, en það eru sprækir aldraðir og hrumir aldraðir. Þrátt fyrir það að við vitum af þessum mun á einstaklingum hættir okkur enn til þess að nota aldur til skilgreiningar. Tökum annað dæmi sem lýsir þessu ágætlega og er bundið í daglegt líf lækna, þeir finna mun á því þegar verið er að ræða skjólstæðinga sem eru kominr á efri ár, til dæmis þegar verið er að senda skjólstæðing á sjúkrahús, milli stofnana eða með tilvísun til kollega sinna. Það er sorglega oft horft á aldur eða kennitölu viðkomandi og búið að mynda sér skoðun á hugsanlegu ástandi hans eða meðferðarmöguleikum. Það þrátt fyrir að um sé að ræða fagfólk fellur það í þessa gildru og dæmir, þannig er auðvelt að ímynda sér að almenningur geri það á sama hátt, eða jafnvel enn meir. Þetta köllum við aldursfordóma og í jafn upplýstu samfélagi og við lifum í dag ættu þeir ekki að fyrirfinnast. Fögnum því að okkur gengur vel og að þjóðin er að eldast, fögnum því að við eigum öfluga aldraða einstaklinga sem skila jafn miklu til samfélagsins og raun ber vitni. Leyfum þeim að blómstra þrátt fyrir að sumir séu hrumari en aðrir. Verum reiðubúin að grípa þá sem þurfa aðstoð á réttum tíma og með réttum úrræðum hvort sem er heima eða heiman. Við þurfum að gera betur, og vera reiðubúin að endurhugsa, aldur er nefnilega bara tala, munum það og leitumst eftir því að koma fram við alla einstaklinga af sömu virðingu. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilsa Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er til aldraðra er oft spurt um aldur, það er oft eitt af því fyrsta sem spurt er um þegar verið er að ræða málefni viðkomandi. Sá sem spyr tengir svarið oftsinnis sjálfkrafa við sínar mótuðu hugmyndir sem tengjast þeim aldri sem um ræðir. Fagfólk fellur í þessa gildru líkt og leikmenn á stundum. Það er að segja að aldur skipti máli við mat á einstaklingi, en er frekar lélegur mælikvarði almennt, hann er þó notaður meira en við áttum okkur á því miður. Það er hægt að taka nokkur dæmi þessu til skýringar sem flestir tengja vel við. Tveir aðilar eru að spjalla, þeir þekkjast ekki og eru að hittast í heita pottinum í sundi í fyrsta sinn. Báðir er hressilegir sundgarpar, orðnir leðurbrúnir af útiveru, reynslu af sólinni og ferðalögum. Þeir segja sögur af lífinu og tilverunni, eru báðir hættir störfum og komnir á eftirlaun. Á einhverjum tímapunkti samtalsins kemur að aldri þeirra, sá yngri segist vera 73 ára og farinn að finnast hann vera að eldast smám saman, hinn segist vera 83 ára og aldrei liðið betur. Þeim yngri bregður í brún þar sem hann taldi þennan nýja sundfélaga sinn vera á svipuðu róli, segir um hæl við hann “það er naumast að þú heldur þér vel !” Af augljósri aðdáun og von til þess að hann verði jafn sprækur eftir 10 ár. Það er oft horft til 67 ára aldurs sem viðmiðs um það að vera orðinn aldraður og er skilgreint í lögum. Það er ekki há tala og vel flestir á þeim aldri enn með nokkuð gott þrek og orku, margir kjósa að vinna til 70 ára aldurs þó þeir geti farið á eftirlaun fyrr. Sumir vinna enn lengur og er það vissulega mjög einstaklingsbundið og fer eftir því hvar þeir eru í starfi. Margir eru komnir með einhverja sjúkdóma og taka jafnvel lyf við fleiri en einum þeirra, en þeir eru býsna sjálfstæðir og eru færir um allar almennar athafnir daglegs lífs. Eftir því sem getu læknavísinda, betra umhverfis og vitundar um heilsu og sálfélagslegra þátta hefur fleygt fram á undanförnum áratugum eru mun fleiri sprækir aldraðir en áður og eiga mörg ár í það að verða “gamlir”. Það er ágætt að hafa í huga að öldrun er ekki það sama og að eldast og hrumleiki er ótengdur aldri viðkomandi í sjálfu sér, þó tíðnin aukist með hækkandi aldri. Þegar fagfólk er að ræða um hrumleika (frailty á ensku) er verið að horfa til getu og færni einstaklings til að sinna sjálfum sér, klæðast, borða, elda, sjá um fjármál sín, hreyfa sig með eða án hjálpartækja og halda jafnvægi svo eitthvað sé nefnt. Það eru til formleg mælitæki sem segja til um þetta og gefa einkunn sem eru óháðar aldri, nema að viðkomandi ætti að vera orðinn eldri en 65 ára áður en slíkt mat fari almennt fram og er þessum tækjum beitt sem hluta af mati á meðferð og nálgun á þarfir einstaklinga. Báðir þessir hópar sem ég nefni að framan fer hratt fjölgandi, en það eru sprækir aldraðir og hrumir aldraðir. Þrátt fyrir það að við vitum af þessum mun á einstaklingum hættir okkur enn til þess að nota aldur til skilgreiningar. Tökum annað dæmi sem lýsir þessu ágætlega og er bundið í daglegt líf lækna, þeir finna mun á því þegar verið er að ræða skjólstæðinga sem eru kominr á efri ár, til dæmis þegar verið er að senda skjólstæðing á sjúkrahús, milli stofnana eða með tilvísun til kollega sinna. Það er sorglega oft horft á aldur eða kennitölu viðkomandi og búið að mynda sér skoðun á hugsanlegu ástandi hans eða meðferðarmöguleikum. Það þrátt fyrir að um sé að ræða fagfólk fellur það í þessa gildru og dæmir, þannig er auðvelt að ímynda sér að almenningur geri það á sama hátt, eða jafnvel enn meir. Þetta köllum við aldursfordóma og í jafn upplýstu samfélagi og við lifum í dag ættu þeir ekki að fyrirfinnast. Fögnum því að okkur gengur vel og að þjóðin er að eldast, fögnum því að við eigum öfluga aldraða einstaklinga sem skila jafn miklu til samfélagsins og raun ber vitni. Leyfum þeim að blómstra þrátt fyrir að sumir séu hrumari en aðrir. Verum reiðubúin að grípa þá sem þurfa aðstoð á réttum tíma og með réttum úrræðum hvort sem er heima eða heiman. Við þurfum að gera betur, og vera reiðubúin að endurhugsa, aldur er nefnilega bara tala, munum það og leitumst eftir því að koma fram við alla einstaklinga af sömu virðingu. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun