Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 11:32 Horft eftir Gran Vía sem liggur í gegnum miðborg Madridar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. Tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Þau orkufyrirtæki sem blaðið náði sambandi við höfðu ekki skýringar á orsökunum. Spænsk stjórnvöld rannsaka nú truflanirnar og hvað veldur þeim. INCIBE, netöryggisstofnun Spánar, rannsakar meðal annars hvort að töluvárás kunni að vera orsökin. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á í áföngum samkvæmt Red Eléctrica, opinberu fyrirtæki sem rekur dreifikerfi Spánar. Truflanirnar eru sagðar hafa raskað fjarskiptum og flugvallar- og lestarsamgöngum. Reuters-fréttastofan vitnar í spænskar útvarpsstöðvar sem fullyrða að neðanjarðarlestarkerfið í spænsku höfuðborginni Madrid hafi verið rýmt og að umferðaöngþveiti hafi myndast á götum borgarinnar eftir að umferðarljós slökknuðu. Á flugvellinum í Lissabon í Portúgal er ófremdarástand sagt ríkja þar sem þúsundir farþega setja föst. Portúgölsk stjórnvöld hafa heldur engar skýringar á ástandinu. Vefmiðillinn Euronews segir að rafmagnslaust sé einnig á Barajas-flugvelli í Madrid. Sami miðill segir ýmsar tilgátur um orsakir rafmagnsleysisins, meðal annars um að það tengir röskunum á evrópska dreifikerfinu. Mögulega hafi eldur sem skemmdi háspennustöð í Suðvestur-Frakklandi átt þátt í truflununum. Portúgalski fjölmiðillinn Espresso hefur eftir dreififyrirtækinu þar að rafmagnsleysið sé vegna truflana í evrópska dreifikerfinu. Starfsemi sjúkrahúsa hefur haldist stöðug en þau eru með varaaflsstöðvar. Starfsfólki þar hefur þó verið sagt að nota ekki tölvur til þess að draga úr rafmagnsnotkun eins og hægt er. Fréttin verður uppfærð. Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Portúgal Spánn Orkumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Þau orkufyrirtæki sem blaðið náði sambandi við höfðu ekki skýringar á orsökunum. Spænsk stjórnvöld rannsaka nú truflanirnar og hvað veldur þeim. INCIBE, netöryggisstofnun Spánar, rannsakar meðal annars hvort að töluvárás kunni að vera orsökin. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á í áföngum samkvæmt Red Eléctrica, opinberu fyrirtæki sem rekur dreifikerfi Spánar. Truflanirnar eru sagðar hafa raskað fjarskiptum og flugvallar- og lestarsamgöngum. Reuters-fréttastofan vitnar í spænskar útvarpsstöðvar sem fullyrða að neðanjarðarlestarkerfið í spænsku höfuðborginni Madrid hafi verið rýmt og að umferðaöngþveiti hafi myndast á götum borgarinnar eftir að umferðarljós slökknuðu. Á flugvellinum í Lissabon í Portúgal er ófremdarástand sagt ríkja þar sem þúsundir farþega setja föst. Portúgölsk stjórnvöld hafa heldur engar skýringar á ástandinu. Vefmiðillinn Euronews segir að rafmagnslaust sé einnig á Barajas-flugvelli í Madrid. Sami miðill segir ýmsar tilgátur um orsakir rafmagnsleysisins, meðal annars um að það tengir röskunum á evrópska dreifikerfinu. Mögulega hafi eldur sem skemmdi háspennustöð í Suðvestur-Frakklandi átt þátt í truflununum. Portúgalski fjölmiðillinn Espresso hefur eftir dreififyrirtækinu þar að rafmagnsleysið sé vegna truflana í evrópska dreifikerfinu. Starfsemi sjúkrahúsa hefur haldist stöðug en þau eru með varaaflsstöðvar. Starfsfólki þar hefur þó verið sagt að nota ekki tölvur til þess að draga úr rafmagnsnotkun eins og hægt er. Fréttin verður uppfærð.
Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Portúgal Spánn Orkumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira