Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2025 16:02 20. apríl 1991. Brugðið á leik á kosninganótt. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra með dragdrottningum í sjónvarpssal. Talið f.v. Maríus Sverrisson, Árni Kristjánsson, Steingrímur og Páll Óskar Hjálmtýsson. Alþingiskosningarnar 1991. GVA „Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA. Myndir Gunnars sem birtar voru í dagblöðunum Tímanum, Vísi, DV (Dagblaðinu Vísi), Fréttablaðinu og á fréttavefnum Vísi eru ómetanleg heimild um íslenskt þjóðlíf. Sýningin er sett upp á þann hátt að áhorfandinn gengur í gegnum tímann, ef svo má segja. Myndirnar eru sveipaðar tíðaranda hvers skeiðs fyrir og sýna glöggt breytingarnar sem urðu á tímabilinu – hvort sem er á umhverfi eða hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Horft er á Gunnar sem samferðarmann fólksins sem hann myndaði – fólks hvaðanæva að úr mannlífi líðandi stundar. Tilefnin eru ánægjuleg jafnt sem sorgleg. Einkum eru spor samferðamannsins skýr þegar skoðaðar eru myndir hans af fólki sem stóð í stafni opinbers lífs yfir langt skeið. 25. júní 1990, Elísabet II Englandsdrottning í opinberri heimsókn á Íslandi. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hélt Elísabetu II, drottningu Englands, og Filippusi, hertoga af Edinborg, kvöldverðarboð að Hótel Sögu GVA Nefna má myndir hans af fyrrum forsetum Íslands þeim Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni sem spanna upp undir fjögurra áratuga tímabil og hafa því mikið sögulegt vægi. Svo löng kynni ljósmyndara og viðfangs ljá ljósmyndunum auk þess meiri blæbrigði og dýpt. Kröfuganga á leið niður Laugaveg á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 1970. Fremst á myndinni eru kvenréttindakonur með kvenlíkneskið Venus til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna í samfélaginu. Síðar sama ár stofnuðu þær Rauðsokkahreyfinguna, sem átti eftir að gegna veigamiklu hlutverki í réttindabaráttu kvenna næsta áratuginn.Talið f.v. Þuríður Magnúsdóttir, Erla Einarlína og Guðrún Friðbjörnsdóttir. „Manneskja ekki markaðsvara“ segir á borða sem liggur yfir brjóst líkneskisins.GVA Starf fréttaljósmyndarans tekur á jafnt andlega sem líkamlega en eins og góðum fréttaljósmyndara sæmir var Gunnar ávallt mættur þar sem eitthvað fréttnæmt var að gerast og skipti engu á hvaða tíma sólarhringsins það var. 21. til 26. júní 1983, Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands á ferð um Vestfirði. Forsetinn kemur til eyjarinnar Vigur á Ísafjarðardjúpi.GVA Stafræna byltingin í ljósmyndatækni sem varð á starfstíma Gunnars breytti gríðarlega miklu fyrir hann og gerði það að verkum að ekki þurfti lengur að vinna myndir í myrkraherbergi. Álagið út frá ys og þys starfsins hafði fram að því sett mark sitt á Gunnar og varð þessi breyting honum því kærkomin. Hann leit því aldrei til baka, að eigin sögn, enda var fréttaljósmyndun fyrir honum „bara blaðamennska með annað áhald í höndunum en pennann“. Þannig var frásagnargildi ljósmyndarinnar honum mikilvægara en fagurfræðilegt gildi hennar. 10. júní 1980. Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri og forsetaframbjóðandi á kosningaferðalagi um Snæfellsnes. Vigdís hoppar í parís fyrir utan heimili vinkonu sinnar í Ólafsvík.GVA Gunnar V. Andrésson fæddist í Reykjavík 1950 og starfaði sem fréttaljósmyndari í ríflega fimmtíu ár. Hann hóf ferilinn hjá Tímanum árið 1966 þar sem hann var til 1978. Þaðan fór hann yfir á Vísi og eftir sameiningu Vísis og Dagblaðsins síðla árs 1981 varð hann ljósmyndari DV (Dagblaðsins Vísis) til 2003 þegar starfsemi útgáfufélags Frjálsrar fjölmiðlunar lauk. Þá varð hann ljósmyndari á Fréttablaðinu og fréttavefnum visir.is fram til loka starfsferils síns 2017. 28. janúar 1973, eldgosið í Vestmannaeyjum. Karlmaður gengur eftir íbúðargötu sem þakin er ösku. Til hægri sést bifreið grafin í öskunni. Vörubifreið til vinstri.GVA Myndasafn Gunnars frá árunum þegar hann starfaði á DV, Fréttablaðinu og fréttavefnum visir.is auk nokkurra myndataka frá Tímaárunum er varðveitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkanna á Íslandi. Gengur um miðbæ Reykjavíkur og fær sér Bæjarins bestu pylsu 24. ágúst 2004.GVA Ljósmyndun Fjölmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta Sjá meira
Myndir Gunnars sem birtar voru í dagblöðunum Tímanum, Vísi, DV (Dagblaðinu Vísi), Fréttablaðinu og á fréttavefnum Vísi eru ómetanleg heimild um íslenskt þjóðlíf. Sýningin er sett upp á þann hátt að áhorfandinn gengur í gegnum tímann, ef svo má segja. Myndirnar eru sveipaðar tíðaranda hvers skeiðs fyrir og sýna glöggt breytingarnar sem urðu á tímabilinu – hvort sem er á umhverfi eða hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Horft er á Gunnar sem samferðarmann fólksins sem hann myndaði – fólks hvaðanæva að úr mannlífi líðandi stundar. Tilefnin eru ánægjuleg jafnt sem sorgleg. Einkum eru spor samferðamannsins skýr þegar skoðaðar eru myndir hans af fólki sem stóð í stafni opinbers lífs yfir langt skeið. 25. júní 1990, Elísabet II Englandsdrottning í opinberri heimsókn á Íslandi. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hélt Elísabetu II, drottningu Englands, og Filippusi, hertoga af Edinborg, kvöldverðarboð að Hótel Sögu GVA Nefna má myndir hans af fyrrum forsetum Íslands þeim Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni sem spanna upp undir fjögurra áratuga tímabil og hafa því mikið sögulegt vægi. Svo löng kynni ljósmyndara og viðfangs ljá ljósmyndunum auk þess meiri blæbrigði og dýpt. Kröfuganga á leið niður Laugaveg á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 1970. Fremst á myndinni eru kvenréttindakonur með kvenlíkneskið Venus til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna í samfélaginu. Síðar sama ár stofnuðu þær Rauðsokkahreyfinguna, sem átti eftir að gegna veigamiklu hlutverki í réttindabaráttu kvenna næsta áratuginn.Talið f.v. Þuríður Magnúsdóttir, Erla Einarlína og Guðrún Friðbjörnsdóttir. „Manneskja ekki markaðsvara“ segir á borða sem liggur yfir brjóst líkneskisins.GVA Starf fréttaljósmyndarans tekur á jafnt andlega sem líkamlega en eins og góðum fréttaljósmyndara sæmir var Gunnar ávallt mættur þar sem eitthvað fréttnæmt var að gerast og skipti engu á hvaða tíma sólarhringsins það var. 21. til 26. júní 1983, Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands á ferð um Vestfirði. Forsetinn kemur til eyjarinnar Vigur á Ísafjarðardjúpi.GVA Stafræna byltingin í ljósmyndatækni sem varð á starfstíma Gunnars breytti gríðarlega miklu fyrir hann og gerði það að verkum að ekki þurfti lengur að vinna myndir í myrkraherbergi. Álagið út frá ys og þys starfsins hafði fram að því sett mark sitt á Gunnar og varð þessi breyting honum því kærkomin. Hann leit því aldrei til baka, að eigin sögn, enda var fréttaljósmyndun fyrir honum „bara blaðamennska með annað áhald í höndunum en pennann“. Þannig var frásagnargildi ljósmyndarinnar honum mikilvægara en fagurfræðilegt gildi hennar. 10. júní 1980. Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri og forsetaframbjóðandi á kosningaferðalagi um Snæfellsnes. Vigdís hoppar í parís fyrir utan heimili vinkonu sinnar í Ólafsvík.GVA Gunnar V. Andrésson fæddist í Reykjavík 1950 og starfaði sem fréttaljósmyndari í ríflega fimmtíu ár. Hann hóf ferilinn hjá Tímanum árið 1966 þar sem hann var til 1978. Þaðan fór hann yfir á Vísi og eftir sameiningu Vísis og Dagblaðsins síðla árs 1981 varð hann ljósmyndari DV (Dagblaðsins Vísis) til 2003 þegar starfsemi útgáfufélags Frjálsrar fjölmiðlunar lauk. Þá varð hann ljósmyndari á Fréttablaðinu og fréttavefnum visir.is fram til loka starfsferils síns 2017. 28. janúar 1973, eldgosið í Vestmannaeyjum. Karlmaður gengur eftir íbúðargötu sem þakin er ösku. Til hægri sést bifreið grafin í öskunni. Vörubifreið til vinstri.GVA Myndasafn Gunnars frá árunum þegar hann starfaði á DV, Fréttablaðinu og fréttavefnum visir.is auk nokkurra myndataka frá Tímaárunum er varðveitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkanna á Íslandi. Gengur um miðbæ Reykjavíkur og fær sér Bæjarins bestu pylsu 24. ágúst 2004.GVA
Ljósmyndun Fjölmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta Sjá meira