Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2025 18:54 Minni brúin yfir Djúpafjörð verður 58 metra löng. Fjær sést fyrirhugaður áningarstaður við eyðibýlið á Grónesi, milli Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Vegagerðin Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Þetta er næstsíðasti áfangi einhverrar umdeildustu vegagerðar á Íslandi, sem jafnan er kennd við Teigsskóg. Áður var búið að brúa Þorskafjörð, sem þýddi níu kílómeta styttingu, og leggja þjóðveginn um Teigsskóg. Einnig er lokið gerð tengivega að sveitabæjum í Gufudal og Djúpadal, sem tímabundið eru hluti Vestfjarðavegar. Brúin yfir Gufufjörð verður 130 metra löng. Fjær sér inn í Brekkudal.Vegagerðin Í dag opnaði Vegagerðin tilboð í smíði annars vegar 58 metrar langa brúar á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar 130 metrar langrar brúar á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 metra bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar og rofvarnar. Fjögur tilboð bárust í brúasmíðina. Fjórir verktakar buðu í brúasmíðina, þar af einn frá Noregi, Leonhard Nilsen & Sønner, en verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Hæsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á tæpa 2,2 milljarða króna, eða 34 prósent yfir áætlun. Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið 30. september á næsta ári, eftir sautján mánuði. Forsenda verksins er gerð 3,6 kílómetra langra vegfyllinga yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, sem Borgarverk annast. Borgarverk smíðaði einnig bráðabirgðabrú yfir í Grónes vegna smíði varanlegu brúnna. Vegagerðin um Gufudalssveit var skýrð í þessari frétt Stöðvar 2 í lok nóvember 2023 þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg var opnaður: Lokaáfanginn er hins vegar eftir. Það er smíði 250 metra langrar stálbogabrúar yfir Djúpafjörð. Sú brú verður í stíl við brúna yfir Mjóafjörð í Djúpi og nýju Eldvatnsbrúna í Skaftárhreppi. Brúin verður smíðuð á verkstæði en sett saman á staðnum. Að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Gufudalssveitar hjá Vegagerðinni, er stefnt á að bjóða það verk út í haust. Hann segir enn óvíst um verklok. Fyrirhuguð brú yfir mynni Gufufjarðar ásamt vegfyllingum.Vegagerðin Með þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar fæst tólf kílómetra stytting. Með framkvæmdunum í heild styttist Vestfjarðavegur um 22 kílómetra. Jafnframt færist leiðin af tveimur fjallvegum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi, og verður eingöngu láglendisvegur um Gufudalssveit. Fyrirhuguð veglína yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar um Grónes.Vegagerðin Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árborg Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Þetta er næstsíðasti áfangi einhverrar umdeildustu vegagerðar á Íslandi, sem jafnan er kennd við Teigsskóg. Áður var búið að brúa Þorskafjörð, sem þýddi níu kílómeta styttingu, og leggja þjóðveginn um Teigsskóg. Einnig er lokið gerð tengivega að sveitabæjum í Gufudal og Djúpadal, sem tímabundið eru hluti Vestfjarðavegar. Brúin yfir Gufufjörð verður 130 metra löng. Fjær sér inn í Brekkudal.Vegagerðin Í dag opnaði Vegagerðin tilboð í smíði annars vegar 58 metrar langa brúar á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar 130 metrar langrar brúar á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 metra bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar og rofvarnar. Fjögur tilboð bárust í brúasmíðina. Fjórir verktakar buðu í brúasmíðina, þar af einn frá Noregi, Leonhard Nilsen & Sønner, en verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Hæsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á tæpa 2,2 milljarða króna, eða 34 prósent yfir áætlun. Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið 30. september á næsta ári, eftir sautján mánuði. Forsenda verksins er gerð 3,6 kílómetra langra vegfyllinga yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, sem Borgarverk annast. Borgarverk smíðaði einnig bráðabirgðabrú yfir í Grónes vegna smíði varanlegu brúnna. Vegagerðin um Gufudalssveit var skýrð í þessari frétt Stöðvar 2 í lok nóvember 2023 þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg var opnaður: Lokaáfanginn er hins vegar eftir. Það er smíði 250 metra langrar stálbogabrúar yfir Djúpafjörð. Sú brú verður í stíl við brúna yfir Mjóafjörð í Djúpi og nýju Eldvatnsbrúna í Skaftárhreppi. Brúin verður smíðuð á verkstæði en sett saman á staðnum. Að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Gufudalssveitar hjá Vegagerðinni, er stefnt á að bjóða það verk út í haust. Hann segir enn óvíst um verklok. Fyrirhuguð brú yfir mynni Gufufjarðar ásamt vegfyllingum.Vegagerðin Með þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar fæst tólf kílómetra stytting. Með framkvæmdunum í heild styttist Vestfjarðavegur um 22 kílómetra. Jafnframt færist leiðin af tveimur fjallvegum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi, og verður eingöngu láglendisvegur um Gufudalssveit. Fyrirhuguð veglína yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar um Grónes.Vegagerðin
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árborg Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10
Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00