Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2025 19:02 Kristrún Frostadóttir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að ræða samskipti forsætisráðuneytisins í máli sem snertir þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks situr í nefndinni og spurði forsætisráðherra út í málið ásamt öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Visir/Anton Forsætisráðherra telur að rétt hafi verið að upplýsa þáverandi mennta- og barnamálaráðherra um að fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar, hafi óskað eftir fundi. En eftir að hún vissi um hvað málið snerist hafi hún verið bundin trúnaði og því ekki rætt málið frekar við ráðherrann. Þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á að það hafi ekki verið gert. Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira