Handbolti

Orri sá far­miðann til Kölnar enda í tætaranum

Sindri Sverrisson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson komst með Sporting Lissabon í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en ekki lengra.
Orri Freyr Þorkelsson komst með Sporting Lissabon í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en ekki lengra. Getty/Andrzej Iwanczuk

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting Lissabon eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir afar jafnt einvígi við franska liðið Nantes sem þar með kemst í fjögurra liða úrslitin í Köln.

Nantes hafði eins marks forskot eftir heimaleik sinn þegar liðin mættust svo í Lissabon í kvöld. Nantes var einu marki yfir í hálfleik, 16-15, og þar með tveimur mörkum yfir í einvíginu.

Sporting náði hins vegar að komast tveimur mörkum yfir í seinni hálfleiknum og var í þeirri stöðu á leiðinni til Kölnar.

Nantes skoraði hins vegar tvö mörk í röð og komst í 23-22 þegar um korter var eftir, og hélt 1-4 marka forskoti það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 30-32 og Nantes vann einvígið því samtals með þremur mörkum.

Orri skoraði þrjú mörk í kvöld.

Füchse Berlín er einnig komið áfram í undanúrslitin eftir að hafa slegið út Aalborg með öruggum hætti. Füchse vann 40-36 í Danmörku í dag og einvígið samtals 77-65.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×