Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2025 20:03 Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti, sem var ein af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets Árborg Orkumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets
Árborg Orkumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira