Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 18:39 Gísli Þorgeir var magnaður í kvöld. Andreas Gora/Getty Images Magdeburg er komið áfram í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta eftir eins marks sigur ytra gegn Veszprém. Íslendingar voru í aðalhlutverki í báðum liðum. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli og því var gríðarlega spenna fyrir leik kvöldsins. Hann olli engum vonbrigðum. Það var allt í járnum líkt og í fyrri leiknum, staðan í hálfleik 13-13. Um tíma stefndi í að Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém væru á leið áfram en þeir leiddu með fjórum mörkum þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir. Felix Claar tók þá leikinn og skoraði þrjú mörk í röð er Magdeburg skoraði fimm mörk án svars frá heimamönnum. Alls skoraði Claar fjögur af mörkunum fimm. What a 𝐡𝐮𝐠𝐞 𝐬𝐚𝐯𝐞 🤯26:26 - everything still to play for the last minutes 😱#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/ZefiBSBhyR— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025 Bjarki Már Elísson jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan orðin jöfn 27-27. Á þeim tímapunkti voru gestirnir á leið áfram á fleiri mörkuðum skoruðum á útivelli. Gísli Þorgeir Kristjánsson gulltryggði hins vegar sigurinn og sætið í undanúrslitum með sigurmarki leiksins þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 27-28. Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Enginn kom með beinum hætti að fleiri mörkum en Hafnfirðingurinn. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar. Air Kristjánsson ✈️🇮🇸#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/UOcbQlKxbx— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025 Bjarki Már skoraði fjögur mörk í liði Veszprém og var með 100 prósent skotnýtingu. Magdeburg er komið í undanúrslit ásamt Nantes frá Frakklandi og Füchse Berlín frá Þýskalandi. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Janus Daði Smárason og félagar Pick Szeged eða stórlið Barcelona verði fjórða liðið inn í undanúrslitin. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli og því var gríðarlega spenna fyrir leik kvöldsins. Hann olli engum vonbrigðum. Það var allt í járnum líkt og í fyrri leiknum, staðan í hálfleik 13-13. Um tíma stefndi í að Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém væru á leið áfram en þeir leiddu með fjórum mörkum þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir. Felix Claar tók þá leikinn og skoraði þrjú mörk í röð er Magdeburg skoraði fimm mörk án svars frá heimamönnum. Alls skoraði Claar fjögur af mörkunum fimm. What a 𝐡𝐮𝐠𝐞 𝐬𝐚𝐯𝐞 🤯26:26 - everything still to play for the last minutes 😱#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/ZefiBSBhyR— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025 Bjarki Már Elísson jafnaði metin fyrir heimamenn og staðan orðin jöfn 27-27. Á þeim tímapunkti voru gestirnir á leið áfram á fleiri mörkuðum skoruðum á útivelli. Gísli Þorgeir Kristjánsson gulltryggði hins vegar sigurinn og sætið í undanúrslitum með sigurmarki leiksins þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 27-28. Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Enginn kom með beinum hætti að fleiri mörkum en Hafnfirðingurinn. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar. Air Kristjánsson ✈️🇮🇸#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/UOcbQlKxbx— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025 Bjarki Már skoraði fjögur mörk í liði Veszprém og var með 100 prósent skotnýtingu. Magdeburg er komið í undanúrslit ásamt Nantes frá Frakklandi og Füchse Berlín frá Þýskalandi. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Janus Daði Smárason og félagar Pick Szeged eða stórlið Barcelona verði fjórða liðið inn í undanúrslitin.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira