Innlent

Bein út­sending: Kynna árs­reikning Reykja­víkur­borgar

Árni Sæberg skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ásamt Dóru Björt Guðjónsdóttur og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar nýr meirihluti var kynntur fyrr á þessu ári.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ásamt Dóru Björt Guðjónsdóttur og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar nýr meirihluti var kynntur fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 á blaðamannafundi klukkan 11:30. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi.

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var jákvæð um 10,7 milljarða króna, sem var 14,1 milljarði króna betri niðurstaða en árið 2023. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir, EBITDA, nam 63,0 milljörðum króna sem var um 15,4 milljörðum króna betri niðurstaða en árið 2023. EBITDA í hlutfalli af tekjum var 23 prósent og hækkaði um fjögur prósentustig milli ára.

Blaðamannafundinn má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×