Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Pálmi Þórsson skrifar 3. maí 2025 16:17 Freyja Karín skoraði eina mark leiksins úr fyrstu sókn leiksins. vísir / guðmundur Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. Tindastóll tók miðju og ætlaði að láta boltann fljóta en góð pressa Þróttar uppskar mark strax á fyrstu mínútu leiksins. vísir / guðmundur Tindastóll tók því næstu miðju og lúðruðu fram og Makala Woods komst í gott færi hinu megin en vel varið frá Mollee Swift. Eftir þetta var fyrri hálfleikurinn frekar tíðindalítill framan af. Þróttur stýrði pínu spilinu og Stólastelpur reyndu að beita skyndisóknum þegar þær unnu boltann. En hraði og gæðin jukust eftir því sem leið á leik. vísir / guðmundur Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði með miklum látum og liðin skiptust á sóknum eins og borðtennis. En tókst ekki alveg nægilega að skapa nægilega góð færi fyrr en á 55. mínútu þegar Freyja Katrín Þorvarðardóttir slapp í gegn eftir góða stungusendingu frá Þórdísi Elvu en Nicola Hauk vann vel til baka og kom í veg fyrir að einhver hætta hafi verið á ferðinni. 10 mínútum síðar skaut Katherine Grace Pettet í slánna eftir mikinn barning í teignum og var óheppin að boltinn endaði ekki í netinu en þetta var sennilega besta færið sem Stólastúlkur fengu í leiknum. Restina af leiknum skiptust liðin á að halda boltanum vel á milli sín en sköpuðu lítið og Þróttur sigldi þessu heim nokkuð þægilega. vísir / guðmundur vísir / guðmundur D ó marar Bríet Bragadóttir flautaði leikinn mjög vel og fór ekki mikið fyrir henni. Ingibjörg Garðarsdóttir Breim og Daniel Örn Arnarson voru með flöggin. Tomasz Piotr Zietal sá fjórði. Þróttur vildi fá víti á 55. mínútu en sennilega rétt að hunsa það en öllum sýndist þetta vera öxl í öxl og áfram með leik. Stj ö rnur og skú rkar Engin stjörnu frammistaða hjá neinum nema kannski varnarmönnum Þróttar sem héldu Makala Woods algjörlega í skefjum. vísir / guðmundur Viðtöl Donni á hliðarlínunni í leik dagsins í Laugardalnum.vísir / guðmundur „Enn þá að slípa okkur saman“ „Þetta var frekar jafn leikur. Frekar leiðinlegur leikur. Ekkert sérstaklega vel spilaður. Lokaður og fá færi. Náttúrulega leiðinlegt. Við gefum hérna mark strax þar á eftir og það hefði verið kósí ef maður má segja það að jafna bara strax. En mér fannst við skipulagðar og þetta var góður leikur hjá okkur að mörgu leyti. Sérstaklega varnarlega. Fannst við fá góð færi til þess að jafna í seinni hálfleik. Skot úr góði stöðu og svo skot í slá. Þannig heilt yfir hefði nú jafntefli verið sanngjörn úrslit. En það er bara mitt álit” sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eða Donni eins og hann er oftast kallaður, um leikinn. Donni var að vonum svekktur en brattur og hefur ekki miklar áhyggjur af því hve lítið af færum þær skapa en aðallega að klára þau. „Við höfum verið að fá færi í öllum leikjum og verið að skora mörk. En ég hef vissulega áhyggjur ef við erum ekki að klára færin þegar við fáum þau. Ég vissi að við myndum ekki fá mörg færi í dag enda að spila við eitt besta liðið í deildinni í dag. En áttum til dæmis slánna og niður. Hefði mátt bara detta nokkra sentimetra þá hefðu verið allir glaðir. En þetta bara datt ekki eins og í síðustu tveim en það er bara áfram gakk og halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera. Snæfríður spilaði sinn fyrsta leik í dag fyrir Tindastól en hún hefur ekkert æft með liðinu.„Hún lenti bara í morgun. Ég vissi varla hvernig hún leit út en hún er örugglega frábær við erum mjög spennt fyrir því að fá hana til liðs við okkur.” En Tindastóls liðið byrjaði tímabilið mjög seint og ætti því að vera á eftir öðrum liðum í deildinni. „Má ekki gleyma að við vorum ekki í lengjubikarnum og erum kannski enn þá að slípa okkur saman en varnarleikurinn er góður og núna er þetta bara að setja boltann í markið.” Sagði Donni að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tindastóll
Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. Tindastóll tók miðju og ætlaði að láta boltann fljóta en góð pressa Þróttar uppskar mark strax á fyrstu mínútu leiksins. vísir / guðmundur Tindastóll tók því næstu miðju og lúðruðu fram og Makala Woods komst í gott færi hinu megin en vel varið frá Mollee Swift. Eftir þetta var fyrri hálfleikurinn frekar tíðindalítill framan af. Þróttur stýrði pínu spilinu og Stólastelpur reyndu að beita skyndisóknum þegar þær unnu boltann. En hraði og gæðin jukust eftir því sem leið á leik. vísir / guðmundur Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði með miklum látum og liðin skiptust á sóknum eins og borðtennis. En tókst ekki alveg nægilega að skapa nægilega góð færi fyrr en á 55. mínútu þegar Freyja Katrín Þorvarðardóttir slapp í gegn eftir góða stungusendingu frá Þórdísi Elvu en Nicola Hauk vann vel til baka og kom í veg fyrir að einhver hætta hafi verið á ferðinni. 10 mínútum síðar skaut Katherine Grace Pettet í slánna eftir mikinn barning í teignum og var óheppin að boltinn endaði ekki í netinu en þetta var sennilega besta færið sem Stólastúlkur fengu í leiknum. Restina af leiknum skiptust liðin á að halda boltanum vel á milli sín en sköpuðu lítið og Þróttur sigldi þessu heim nokkuð þægilega. vísir / guðmundur vísir / guðmundur D ó marar Bríet Bragadóttir flautaði leikinn mjög vel og fór ekki mikið fyrir henni. Ingibjörg Garðarsdóttir Breim og Daniel Örn Arnarson voru með flöggin. Tomasz Piotr Zietal sá fjórði. Þróttur vildi fá víti á 55. mínútu en sennilega rétt að hunsa það en öllum sýndist þetta vera öxl í öxl og áfram með leik. Stj ö rnur og skú rkar Engin stjörnu frammistaða hjá neinum nema kannski varnarmönnum Þróttar sem héldu Makala Woods algjörlega í skefjum. vísir / guðmundur Viðtöl Donni á hliðarlínunni í leik dagsins í Laugardalnum.vísir / guðmundur „Enn þá að slípa okkur saman“ „Þetta var frekar jafn leikur. Frekar leiðinlegur leikur. Ekkert sérstaklega vel spilaður. Lokaður og fá færi. Náttúrulega leiðinlegt. Við gefum hérna mark strax þar á eftir og það hefði verið kósí ef maður má segja það að jafna bara strax. En mér fannst við skipulagðar og þetta var góður leikur hjá okkur að mörgu leyti. Sérstaklega varnarlega. Fannst við fá góð færi til þess að jafna í seinni hálfleik. Skot úr góði stöðu og svo skot í slá. Þannig heilt yfir hefði nú jafntefli verið sanngjörn úrslit. En það er bara mitt álit” sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eða Donni eins og hann er oftast kallaður, um leikinn. Donni var að vonum svekktur en brattur og hefur ekki miklar áhyggjur af því hve lítið af færum þær skapa en aðallega að klára þau. „Við höfum verið að fá færi í öllum leikjum og verið að skora mörk. En ég hef vissulega áhyggjur ef við erum ekki að klára færin þegar við fáum þau. Ég vissi að við myndum ekki fá mörg færi í dag enda að spila við eitt besta liðið í deildinni í dag. En áttum til dæmis slánna og niður. Hefði mátt bara detta nokkra sentimetra þá hefðu verið allir glaðir. En þetta bara datt ekki eins og í síðustu tveim en það er bara áfram gakk og halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera. Snæfríður spilaði sinn fyrsta leik í dag fyrir Tindastól en hún hefur ekkert æft með liðinu.„Hún lenti bara í morgun. Ég vissi varla hvernig hún leit út en hún er örugglega frábær við erum mjög spennt fyrir því að fá hana til liðs við okkur.” En Tindastóls liðið byrjaði tímabilið mjög seint og ætti því að vera á eftir öðrum liðum í deildinni. „Má ekki gleyma að við vorum ekki í lengjubikarnum og erum kannski enn þá að slípa okkur saman en varnarleikurinn er góður og núna er þetta bara að setja boltann í markið.” Sagði Donni að lokum.