Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 18:51 Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur kom saman á Bessastöðum þar sem forseti Íslands fékk afhent kerti til styrktar sjóðnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Marly Gomes styrkþegi og Guðríður Sigurðardóttir formaður menntunarsjóðsins. Vísir/Anton Brink Einstæð móðir í fasteignasölunámi sér fram á fjárhagslegt öryggi í framtíðinni þökk sé styrks úr menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur, oft einstæðar mæður mæður, til menntunar, svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur leitar fjöldi hæfileikaríkra kvenna vegna bágs efnahags, en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér menntunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt 465 styrki. Nám alls ekki ókeypis Styrkþegum er veittur styrkur út námsferilinn svo lengi sem þær sýna fram á námsárangur að skólaári loknu. Einn styrkþeganna er Marly Gomes, einstæð móðir sem stundar nám til löggildingar fasteignasala. Slíkt nám er kostnaðarsamt, en á vef Endurmenntunar HÍ stendur til að mynda að námið kosti tæplega 1,9 milljón króna. „Þær styrkja okkur um skólagjöldin og kaupa bækur og allt sem þarf. Svo lengi sem þú ert að sýna fram á námsárangur þá halda þær áfram að styrkja þig.“ útskýrir Marly í samtali við fréttastofu. Frá athöfninni í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef líka fengið aukahjálp, matarúthlutun og ef það er eitthvað sem krakkarnir þurfa þá hef ég fengið aðstoð með það frá Mæðrastyrksnefnd. Þær halda mjög vel utan um einstæðar mæður.“ Breytir lífum margra Marly er hálfnuð með námið, sem telur tvö ár, og segir að án styrksins hefði hún ekki efni á því. „Það væri að sjálfsögðu annars miklu erfiðara að fara í þetta nám. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að fólk styrki okkur til þess að við einstæðir foreldrar fáum tækifæri til að fara í nám sem okkur langar í en höfum ekki beinlínis efni á að borga sjálf. Þannig að mér finnst þetta skipta sköpum.“ Fulltrúar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands kerti til styrktar málefninu þegar fjáröflun ársins var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Marly var meðal viðstaddra. Gestalistinn bauð upp á sannkallaða kvennaveislu. Vísir/Anton Brink „Þetta var æðislega gaman að hitta Höllu, hún er svo jarðbundin og góð manneskja. Hún var ekkert að setja sig á háan stall heldur er kona fólksins.“ Hún þakkar þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. „Þetta breytir lífi svo margra kvenna sem vilja fara í skóla en sjá ekki fram á það, en með hjálp Mæðrastyrksnefndar hafa þær látið drauma sína rætast. Og aukið lífsgæði sín og barnanna sinna, sem er svo mikilvægur hluti af lífinu.“ Hún sér fyrir sér að geta staðið á eigin fótum og verið fjárhagslega örugg að námi loknu. „Að ég verð ekki lengur bara, hvernig get ég reddað mér? Heldur fjárhagslega örugg. Það skiptir miklum sköpum.“ Söfnun Mæðrastyrksnefndar fer fram ár hvert. Vísir/Anton Brink Forseti Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Góðverk Halla Tómasdóttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur, oft einstæðar mæður mæður, til menntunar, svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur leitar fjöldi hæfileikaríkra kvenna vegna bágs efnahags, en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér menntunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt 465 styrki. Nám alls ekki ókeypis Styrkþegum er veittur styrkur út námsferilinn svo lengi sem þær sýna fram á námsárangur að skólaári loknu. Einn styrkþeganna er Marly Gomes, einstæð móðir sem stundar nám til löggildingar fasteignasala. Slíkt nám er kostnaðarsamt, en á vef Endurmenntunar HÍ stendur til að mynda að námið kosti tæplega 1,9 milljón króna. „Þær styrkja okkur um skólagjöldin og kaupa bækur og allt sem þarf. Svo lengi sem þú ert að sýna fram á námsárangur þá halda þær áfram að styrkja þig.“ útskýrir Marly í samtali við fréttastofu. Frá athöfninni í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef líka fengið aukahjálp, matarúthlutun og ef það er eitthvað sem krakkarnir þurfa þá hef ég fengið aðstoð með það frá Mæðrastyrksnefnd. Þær halda mjög vel utan um einstæðar mæður.“ Breytir lífum margra Marly er hálfnuð með námið, sem telur tvö ár, og segir að án styrksins hefði hún ekki efni á því. „Það væri að sjálfsögðu annars miklu erfiðara að fara í þetta nám. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að fólk styrki okkur til þess að við einstæðir foreldrar fáum tækifæri til að fara í nám sem okkur langar í en höfum ekki beinlínis efni á að borga sjálf. Þannig að mér finnst þetta skipta sköpum.“ Fulltrúar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands kerti til styrktar málefninu þegar fjáröflun ársins var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Marly var meðal viðstaddra. Gestalistinn bauð upp á sannkallaða kvennaveislu. Vísir/Anton Brink „Þetta var æðislega gaman að hitta Höllu, hún er svo jarðbundin og góð manneskja. Hún var ekkert að setja sig á háan stall heldur er kona fólksins.“ Hún þakkar þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. „Þetta breytir lífi svo margra kvenna sem vilja fara í skóla en sjá ekki fram á það, en með hjálp Mæðrastyrksnefndar hafa þær látið drauma sína rætast. Og aukið lífsgæði sín og barnanna sinna, sem er svo mikilvægur hluti af lífinu.“ Hún sér fyrir sér að geta staðið á eigin fótum og verið fjárhagslega örugg að námi loknu. „Að ég verð ekki lengur bara, hvernig get ég reddað mér? Heldur fjárhagslega örugg. Það skiptir miklum sköpum.“ Söfnun Mæðrastyrksnefndar fer fram ár hvert. Vísir/Anton Brink
Forseti Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Góðverk Halla Tómasdóttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira