Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 19:52 Óheimilt er að aka rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis samkvæmt umferðarlögum. Vísir/Vilhelm Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. Í Reykjavík var lögreglu tilkynnt um öskrandi mann utandyra að brasa við Hopp hjól. „Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að víðáttuölvaður aðili var að reyna að leigja sér hopp til að fara ferða sinna. Lögregla útskýrði fyrir honum að í þessu ástandi væri hann ekki hæfur til að valda Hopp hjóli. Hann sagðist skilja það og gekk sáttur sína leið,“ segir í tilkynningunni. Sökudólgur þegar í fangaklefa Þá tilkynnti gististaður um fíkniefnafund á herbergi sem leigjandi hafði enn ekki skráð sig úr. Í framhaldinu kom á daginn að leigjandinn hafði þegar verið vistaður í fangaklefa vegna annars máls. Því hafi reynst einfalt að nálgast hann. Í dagbókinni kemur fram að lögregla hafi aðstoðað Skattinn við að loka veitingastað í miðbænum. Sá veitingastaður er Kastrup á Hverfisgötu, líkt og fréttastofa hefur þegar greint frá. Lögreglumönnum á lögreglustöð 2, sem þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, var tilkynnt um einstakling sem hafði brotið rúðu í heimahúsi, húsráðandi hafi farið á eftir geranda en misst af honum. Seinna hafi lögreglumennirnir orðið varir við manninn, sem passaði við lýsingu húsráðanda. „Kom í ljós þegar lögregla hafði afskipti af manninum að hann er vel þekktur hjá lögreglu. Þegar verið var að handtaka manninn vegna málsins þá hrækti hann einnig á lögreglumann,“ segir í dagbókinni. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa vegna málsins og skýrsla verði tekin af honum þegar af honum rennur víman. Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Í Reykjavík var lögreglu tilkynnt um öskrandi mann utandyra að brasa við Hopp hjól. „Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að víðáttuölvaður aðili var að reyna að leigja sér hopp til að fara ferða sinna. Lögregla útskýrði fyrir honum að í þessu ástandi væri hann ekki hæfur til að valda Hopp hjóli. Hann sagðist skilja það og gekk sáttur sína leið,“ segir í tilkynningunni. Sökudólgur þegar í fangaklefa Þá tilkynnti gististaður um fíkniefnafund á herbergi sem leigjandi hafði enn ekki skráð sig úr. Í framhaldinu kom á daginn að leigjandinn hafði þegar verið vistaður í fangaklefa vegna annars máls. Því hafi reynst einfalt að nálgast hann. Í dagbókinni kemur fram að lögregla hafi aðstoðað Skattinn við að loka veitingastað í miðbænum. Sá veitingastaður er Kastrup á Hverfisgötu, líkt og fréttastofa hefur þegar greint frá. Lögreglumönnum á lögreglustöð 2, sem þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, var tilkynnt um einstakling sem hafði brotið rúðu í heimahúsi, húsráðandi hafi farið á eftir geranda en misst af honum. Seinna hafi lögreglumennirnir orðið varir við manninn, sem passaði við lýsingu húsráðanda. „Kom í ljós þegar lögregla hafði afskipti af manninum að hann er vel þekktur hjá lögreglu. Þegar verið var að handtaka manninn vegna málsins þá hrækti hann einnig á lögreglumann,“ segir í dagbókinni. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa vegna málsins og skýrsla verði tekin af honum þegar af honum rennur víman.
Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira