Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 20:04 Kirkjugestirnir, sem mættu í þjóðbúningum í þjóðbúningamessu í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð sunnudagsmorguninn 4. maí 2025. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig. Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Þjóðbúningar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Þjóðbúningar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira