Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar 6. maí 2025 06:01 Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórn í leiðréttingarferli Atvinnuvegaráðherra hefur boðað svokallaða „leiðréttingu“ á veiðigjöldum, sem felur í sér að veiðigjöld munu um það bil tvöfaldast. Með öðrum og réttari orðum má nota hugtakið skattahækkun. Í einföldu máli má lýsa skattahækkun sem hvers konar löggjöf sem leiðir af sér að einstaklingar eða fyrirtæki borgi hærri skatt en fyrir lagasetninguna. Það eru því afleiðingar lagasetningar sem stýra því hvort í henni felist skattahækkun, en ekki titill hennar eða yfirlýsingar stjórnmálamanna. Það er síðan persónuleg skoðun hvers og eins hvort tiltekin skattahækkun sé sanngjörn eða ekki. Veiðigjaldið er ekki nýtt af nálinni en þrátt fyrir það hefur staðið furðu mikill styr um eðli þess. Í greinargerð með frumvarpinu um hækkun á veiðigjaldi segir orðrétt: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur“. Starfsmaður ráðuneytisins sem skrifaði frumvarpið hefur greinilega aldrei hitt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmenn stjórnarmeirihlutans sem hafa lagt sérstakt kapp á að fullyrða að veiðigjaldið sé alls ekki skattur. Stjórnarliðar virðast skeyta engu um skýrt orðalag frumvarpsins sjálfs eða dóma Hæstaréttar sem slegið hafa föstu að veiðigjald sé sannarlega skattur. Flótti frá eigin stefnu Hvað ætli búi að baki þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Erfitt er að ímynda sér að stjórnarliðar séu ómeðvitaðir um innihald frumvarpsins eða dómaframkvæmd Hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa ítrekað verið minntir á þær staðreyndir af stjórnarandstöðunni, án þess þó að það hafi leitt af sér leiðréttingu á málflutningi þeirra. Líkast til er ástæðan fyrir þessari gaslýsingu stjórnarinnar sú að þau eru hikandi við að nota orðið skattur. Hún virðist hvorki vilja ræða né verja fyrirætlanir sínar um skattahækkanir en þess í stað er stuðst við önnur hugtök sem þeim finnst hljóma betur. Þessi aðferð minnir mann óneitanlega á fleyg orð sem Barack Obama lét falla á sínum tíma: „You can put lipstick on a pig, but it‘s still a pig“. Þetta plan stjórnarinnar um að setja varalit á skattahækkanirnar sínar með því að kalla þær leiðréttingu breytir engu um eðli þeirra. Þær eru samt enn skattahækkanir. Skattarnir eru bara ekki nógu háir! Það er miður að ríkisstjórnin sýni ekki meiri heiðarleika í störfum sínum og opinberri umræðu. Vinstri stjórnir eiga ekki að vera feimnar við að hækka skatta, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ríkisstjórninni finnst atvinnulífið ekki borga nógu háa skatta og vill því hækka þá. Það er sjónarmið sem er sjálfsagt og eðlilegt að sumir stjórnmálaflokkar hafi. Sama á við um afnám samnýtingar skattþrepa hjóna og sambýlisfólks. Þar telur ríkisstjórnin sig hafa fundið hóp fólks sem greiðir ekki nægilega háa skatta og vill þar af leiðandi breyta lögunum á þann veg að það greiði hærri skatt. Það er reynt að réttlæta með því að vísa til þess að það séu aðallega vel stæðir karlmenn yfir fertugu sem nýta sér þessa samnýtingu skattþrepa, en virðast alveg gleyma tekjulægri makanum sem forsenda er að búi með miðaldra karlinum. Nema náttúrulega ríkisstjórnin sé búin að afnema heimilin sem efnahagslega einingu án þess að segja neinum frá því. Sem ég held reyndar ekki, en það er auðveldara að réttlæta skattahækkun ef það eru bara ríku kallarnir sem borga. Sem er hins vegar ekki raunin. Skattahækkanir eru þeirra pólitík og sjálfsagt og eðlilegt að þau mæli fyrir því. Ég sakna þess hins vegar að ríkisstjórnin standi bein í baki, færi rök fyrir sínum áætlunum og reyni að sannfæra fólk um ágæti þess. Í staðinn kýs hún að smyrja varalit á skattagrísinn og segja okkur að hann sé lamb. Það er auðveldara en að réttlæta göltinn sem hann er í reynd. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Helgi Brynjarsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórn í leiðréttingarferli Atvinnuvegaráðherra hefur boðað svokallaða „leiðréttingu“ á veiðigjöldum, sem felur í sér að veiðigjöld munu um það bil tvöfaldast. Með öðrum og réttari orðum má nota hugtakið skattahækkun. Í einföldu máli má lýsa skattahækkun sem hvers konar löggjöf sem leiðir af sér að einstaklingar eða fyrirtæki borgi hærri skatt en fyrir lagasetninguna. Það eru því afleiðingar lagasetningar sem stýra því hvort í henni felist skattahækkun, en ekki titill hennar eða yfirlýsingar stjórnmálamanna. Það er síðan persónuleg skoðun hvers og eins hvort tiltekin skattahækkun sé sanngjörn eða ekki. Veiðigjaldið er ekki nýtt af nálinni en þrátt fyrir það hefur staðið furðu mikill styr um eðli þess. Í greinargerð með frumvarpinu um hækkun á veiðigjaldi segir orðrétt: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur“. Starfsmaður ráðuneytisins sem skrifaði frumvarpið hefur greinilega aldrei hitt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmenn stjórnarmeirihlutans sem hafa lagt sérstakt kapp á að fullyrða að veiðigjaldið sé alls ekki skattur. Stjórnarliðar virðast skeyta engu um skýrt orðalag frumvarpsins sjálfs eða dóma Hæstaréttar sem slegið hafa föstu að veiðigjald sé sannarlega skattur. Flótti frá eigin stefnu Hvað ætli búi að baki þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Erfitt er að ímynda sér að stjórnarliðar séu ómeðvitaðir um innihald frumvarpsins eða dómaframkvæmd Hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa ítrekað verið minntir á þær staðreyndir af stjórnarandstöðunni, án þess þó að það hafi leitt af sér leiðréttingu á málflutningi þeirra. Líkast til er ástæðan fyrir þessari gaslýsingu stjórnarinnar sú að þau eru hikandi við að nota orðið skattur. Hún virðist hvorki vilja ræða né verja fyrirætlanir sínar um skattahækkanir en þess í stað er stuðst við önnur hugtök sem þeim finnst hljóma betur. Þessi aðferð minnir mann óneitanlega á fleyg orð sem Barack Obama lét falla á sínum tíma: „You can put lipstick on a pig, but it‘s still a pig“. Þetta plan stjórnarinnar um að setja varalit á skattahækkanirnar sínar með því að kalla þær leiðréttingu breytir engu um eðli þeirra. Þær eru samt enn skattahækkanir. Skattarnir eru bara ekki nógu háir! Það er miður að ríkisstjórnin sýni ekki meiri heiðarleika í störfum sínum og opinberri umræðu. Vinstri stjórnir eiga ekki að vera feimnar við að hækka skatta, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ríkisstjórninni finnst atvinnulífið ekki borga nógu háa skatta og vill því hækka þá. Það er sjónarmið sem er sjálfsagt og eðlilegt að sumir stjórnmálaflokkar hafi. Sama á við um afnám samnýtingar skattþrepa hjóna og sambýlisfólks. Þar telur ríkisstjórnin sig hafa fundið hóp fólks sem greiðir ekki nægilega háa skatta og vill þar af leiðandi breyta lögunum á þann veg að það greiði hærri skatt. Það er reynt að réttlæta með því að vísa til þess að það séu aðallega vel stæðir karlmenn yfir fertugu sem nýta sér þessa samnýtingu skattþrepa, en virðast alveg gleyma tekjulægri makanum sem forsenda er að búi með miðaldra karlinum. Nema náttúrulega ríkisstjórnin sé búin að afnema heimilin sem efnahagslega einingu án þess að segja neinum frá því. Sem ég held reyndar ekki, en það er auðveldara að réttlæta skattahækkun ef það eru bara ríku kallarnir sem borga. Sem er hins vegar ekki raunin. Skattahækkanir eru þeirra pólitík og sjálfsagt og eðlilegt að þau mæli fyrir því. Ég sakna þess hins vegar að ríkisstjórnin standi bein í baki, færi rök fyrir sínum áætlunum og reyni að sannfæra fólk um ágæti þess. Í staðinn kýs hún að smyrja varalit á skattagrísinn og segja okkur að hann sé lamb. Það er auðveldara en að réttlæta göltinn sem hann er í reynd. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun