Tíska og hönnun

Af­hjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Rihanna ein sú allra glæsilegasta á Met í gær afhjúpaði að hún ætti von á sínu þriðja barni.
Rihanna ein sú allra glæsilegasta á Met í gær afhjúpaði að hún ætti von á sínu þriðja barni. Gilbert Carrasquillo/GC Images

Stórstjarnan Rihanna lét sig ekki vanta á hátískuviðburð ársins í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Hún er þekkt fyrir að bera af á þessu kvöldi og toppaði sig í gær með að afhjúpa glæsilega óléttukúlu. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rihanna athjúpar óléttuna á elegant og eftirtektarverðan hátt en hún gerði slíkt hið sama þegar hún kom fram í hálfleiksatriði Ofurskálarinnar 2023. 

Í gærkvöldi klæddist hún glæsilegum fatnaði frá tískurisanum Marc Jacobs, síðum jakka sem var bundinn um miðjuna og nýttur sem pils, stuttum vel sniðnum jakka, í grárri þröngri skyrtu, með hvítan kraga og dökkfjólubláan doppóttan klút við. Þemað var Superfine: Tailoring Black Style þar sem svörtum dandyisma, klæðskerum og tískuhönnuðum er gert hátt undir höfði.

Verðandi þriggja barna móðir og ein stærsta súperstjarna heims. Theo Wargo/FilmMagic

Rihanna og unnusti hennar rapparinn A$AP Rocky eiga nú von á sínu þriðja barni en fyrir eiga þau synina RZA og Riot. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.