Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar 6. maí 2025 10:02 Nýlega heimsótti ég Orkneyjar, norður af Skotlandi, til að skoða orkuinnviði og framleiðslu á orku í eyjasamfélagi í Norður-Atlantshafi. Með mér í för voru fulltrúar nokkurra af þeim stórnotendum raforku sem eru með starfsemi í Vestmannaeyjum sem og fulltrúar frá Umhverfis- og orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Líkindin gefa góð fyrirheit Markmið ferðarinnar var að skoða hvernig orkuframleiðsla, orkugeymsla og stjórnsýsla í orkumálum fer fram á Orkneyjum og í Skotlandi. Orkneyjar eru góður staður til að bera saman við Vestmannaeyjar, sama hvort horft er til landfræðilegrar legu, landslags, veðráttu og núverandi stöðu í orkumálum sem og þeirrar þróunnar sem kann að koma upp í framtíðinni. Á Orkneyjum fer fram talsverð vindorkuframleiðsla sem og að eyjarnar eru miðstöð rannsókna á sviði sjávarfalla- og ölduvirkjanna. Þegar þetta er skrifað geta orkumannvirki á eyjunum framleitt um 130% af orkuþörf samfélagsins. Við urðum margs vísari Hópurinn átti marga innihaldsríka fundi í ferðinni, m.a. með yfirvöldum á eyjunum sem horfa þessa daganna til gríðarmikillar uppbyggingar í vindorku sem og með The European Marine Energy Center (EMEC) sem heldur utan um helstu tilraunir er varða virkjun sjávarfallanna. Einnig hitti hópurinn mikilvæga þjónustu- og hagsmunaaðila í uppbyggingu grænna orkuinnviða. Þar má helst nefna Leask Marine sem þjónustar við uppsetningu og viðhald orkuinnviða á sjó sem og hafnaryfirvöld á Orkneyjum sem eru að vinna að metnaðarfullri uppbyggingu hafnarinnviða sem til að styðja við áætlanir um vindorkuver á sjó sem verð nokkur gígavött að stærð. Gott aðgengi að orku = öflugt samfélag Ferðin var liður í að finna leiðir til að bæta samkeppnishæfni Vestmannaeyja hvað varðar orkuöryggi og orkuverð. Hugmyndin að ferðinni kviknaði þegar ég sat í starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði sem hafði það hlutverk að skoða leiðir til að efla samfélagið í Vestmannaeyjum á málefnasviðum ráðuneytisins. Lausnir munu finnast Ýmsar hugmyndir að lausnum kviknuðu í ferðinni sem munu nýtast í samtalinu um leysa þann vanda í orkumálum sem Vestmannaeyjar hafa glímt við undanfarin misseri. Lausnirnar þurfa að snúa að því hvernig við getum náð niður húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum sem eru á köldu svæði sem og hvernig við bætum aðgengi að grænni orku fyrir fiskvinnslur og landeldi á laxi. Þrátt fyrir að hér sé varmadælustöð af bestu gerð ræðst verð á hita af markaðsverði orku og himinháum flutningsgjöldum. Í fiskvinnslunum snýst þetta um að bæta aðgengi að grænni orku til að draga úr olíunotkun. Staðan sem er uppi hér í dag veikir samkeppnishæfni samfélagsins og rýrir verðmætasköpunina. Þess vegna ætlum við að finna lausnirnar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og 2. varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Gísli Stefánsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega heimsótti ég Orkneyjar, norður af Skotlandi, til að skoða orkuinnviði og framleiðslu á orku í eyjasamfélagi í Norður-Atlantshafi. Með mér í för voru fulltrúar nokkurra af þeim stórnotendum raforku sem eru með starfsemi í Vestmannaeyjum sem og fulltrúar frá Umhverfis- og orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Líkindin gefa góð fyrirheit Markmið ferðarinnar var að skoða hvernig orkuframleiðsla, orkugeymsla og stjórnsýsla í orkumálum fer fram á Orkneyjum og í Skotlandi. Orkneyjar eru góður staður til að bera saman við Vestmannaeyjar, sama hvort horft er til landfræðilegrar legu, landslags, veðráttu og núverandi stöðu í orkumálum sem og þeirrar þróunnar sem kann að koma upp í framtíðinni. Á Orkneyjum fer fram talsverð vindorkuframleiðsla sem og að eyjarnar eru miðstöð rannsókna á sviði sjávarfalla- og ölduvirkjanna. Þegar þetta er skrifað geta orkumannvirki á eyjunum framleitt um 130% af orkuþörf samfélagsins. Við urðum margs vísari Hópurinn átti marga innihaldsríka fundi í ferðinni, m.a. með yfirvöldum á eyjunum sem horfa þessa daganna til gríðarmikillar uppbyggingar í vindorku sem og með The European Marine Energy Center (EMEC) sem heldur utan um helstu tilraunir er varða virkjun sjávarfallanna. Einnig hitti hópurinn mikilvæga þjónustu- og hagsmunaaðila í uppbyggingu grænna orkuinnviða. Þar má helst nefna Leask Marine sem þjónustar við uppsetningu og viðhald orkuinnviða á sjó sem og hafnaryfirvöld á Orkneyjum sem eru að vinna að metnaðarfullri uppbyggingu hafnarinnviða sem til að styðja við áætlanir um vindorkuver á sjó sem verð nokkur gígavött að stærð. Gott aðgengi að orku = öflugt samfélag Ferðin var liður í að finna leiðir til að bæta samkeppnishæfni Vestmannaeyja hvað varðar orkuöryggi og orkuverð. Hugmyndin að ferðinni kviknaði þegar ég sat í starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði sem hafði það hlutverk að skoða leiðir til að efla samfélagið í Vestmannaeyjum á málefnasviðum ráðuneytisins. Lausnir munu finnast Ýmsar hugmyndir að lausnum kviknuðu í ferðinni sem munu nýtast í samtalinu um leysa þann vanda í orkumálum sem Vestmannaeyjar hafa glímt við undanfarin misseri. Lausnirnar þurfa að snúa að því hvernig við getum náð niður húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum sem eru á köldu svæði sem og hvernig við bætum aðgengi að grænni orku fyrir fiskvinnslur og landeldi á laxi. Þrátt fyrir að hér sé varmadælustöð af bestu gerð ræðst verð á hita af markaðsverði orku og himinháum flutningsgjöldum. Í fiskvinnslunum snýst þetta um að bæta aðgengi að grænni orku til að draga úr olíunotkun. Staðan sem er uppi hér í dag veikir samkeppnishæfni samfélagsins og rýrir verðmætasköpunina. Þess vegna ætlum við að finna lausnirnar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og 2. varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun