„Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. maí 2025 20:03 Frá undirritun samningsins „Gott að eldast í Árborg“. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Inga Sæland, ráðherra og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og tvö sveitarfélög taka nú þátt í verkefninu, „Gott að eldast“, sem er samvinnuverkefni ríkisins, sveitarfélaganna og heilbrigðisstofnana. Mikil ánægja er með verkefnið í Árborg þar sem rík áhersla er lögð á heimaþjónustu við eldra fólk. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra mætti á Selfoss í vikunni til að undirrita samninginn “Gott að eldast” við Sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við sama tækifæri var verkefnið kynnt fyrir fundargestum en mikið er lagt upp úr góðri heimaþjónustu við eldra fólk í Árborg. „Þetta samspil fyrir notandann, það skiptir öllu máli, að við getum veitt betri þjónustu til íbúana og þetta er bara stór hluti af því að bæði ríki og sveitarfélög vinni saman”, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg og bætir við. „Það er ein umsókn, þú sækir bara um á einum stað. Síðan er það starfsmannanna hjá okkur og hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að vinna saman hvernig við veitum bestu þjónustuna.“ Hópurinn, sem kemur að verkefninu „Gott að eldast“ í Árborg þegar undirritun samningsins fór fram í Grænumörkinni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er gott að eldast? „Ég er alltaf stelpa bara, það er bara það en það er þessi, sem kemur í spegilinn, sem fær mig til að átta mig á því að ég er að renna hratt og örugglega í þá átt já að þurfa að fara að panta pláss einhvers staðar á góðum stað,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Herdís að kynna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við viljum að það sé gott að eldast á Íslandi og þetta verkefni gengur út á margar aðgerðir, sem miðað að því og stuðla að því að fólk sé virkar og heilsuhraustara og geti búið lengur heima,“ segir Herdís Björnsdóttir, verkefnisstjóri „Gott að eldast“ Mjög fínn bæklingur um þjónustu við eldra fólk í Árborg hefur verið gefin út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlækir formaður verkefnisstjórnarinnar „Gott að eldast“ er mjög ánægður og stoltur af verkefninu. „Já, „Gott að eldast“ gengur svolítið út á það að hjálpa okkur og styðja að vera áfram virkir samfélagsþegnar og við getum haldið áfram að njóta þess að vera í þessu samfélagi og að samfélagið geti haldið áfram að njóta þess að hafa eldra fólk innan um, sem getur leiðbeint og hjálpað,“ segir Ólafur og saman sögðu þau í kór, hann og Herdís. „Það á að vera gott að eldast. Áfram gott að eldast“. Ein af glærunum á kynningarfundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Inga Sæland Eldri borgarar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra mætti á Selfoss í vikunni til að undirrita samninginn “Gott að eldast” við Sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við sama tækifæri var verkefnið kynnt fyrir fundargestum en mikið er lagt upp úr góðri heimaþjónustu við eldra fólk í Árborg. „Þetta samspil fyrir notandann, það skiptir öllu máli, að við getum veitt betri þjónustu til íbúana og þetta er bara stór hluti af því að bæði ríki og sveitarfélög vinni saman”, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg og bætir við. „Það er ein umsókn, þú sækir bara um á einum stað. Síðan er það starfsmannanna hjá okkur og hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að vinna saman hvernig við veitum bestu þjónustuna.“ Hópurinn, sem kemur að verkefninu „Gott að eldast“ í Árborg þegar undirritun samningsins fór fram í Grænumörkinni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er gott að eldast? „Ég er alltaf stelpa bara, það er bara það en það er þessi, sem kemur í spegilinn, sem fær mig til að átta mig á því að ég er að renna hratt og örugglega í þá átt já að þurfa að fara að panta pláss einhvers staðar á góðum stað,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Herdís að kynna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við viljum að það sé gott að eldast á Íslandi og þetta verkefni gengur út á margar aðgerðir, sem miðað að því og stuðla að því að fólk sé virkar og heilsuhraustara og geti búið lengur heima,“ segir Herdís Björnsdóttir, verkefnisstjóri „Gott að eldast“ Mjög fínn bæklingur um þjónustu við eldra fólk í Árborg hefur verið gefin út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlækir formaður verkefnisstjórnarinnar „Gott að eldast“ er mjög ánægður og stoltur af verkefninu. „Já, „Gott að eldast“ gengur svolítið út á það að hjálpa okkur og styðja að vera áfram virkir samfélagsþegnar og við getum haldið áfram að njóta þess að vera í þessu samfélagi og að samfélagið geti haldið áfram að njóta þess að hafa eldra fólk innan um, sem getur leiðbeint og hjálpað,“ segir Ólafur og saman sögðu þau í kór, hann og Herdís. „Það á að vera gott að eldast. Áfram gott að eldast“. Ein af glærunum á kynningarfundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Inga Sæland Eldri borgarar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira