Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2025 14:25 Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn. Myndin er tekin í síðasta gosi á Reykjanesskafa sem hófst 1. apríl og lauk skömmu síðar. Vísir/Anton Brink Landris hefur haldið áfram í Svartsengi en hraði þess fer þó hægt minnkandi. Miðað við hraða kvikusöfnunar síðustu vikur fara líkur á nýju eldgosi að aukast þegar líða fer á haustið. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fjallað er um stöðuna á Reykjanesskaga. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn og hefur hættumatskort verið uppfært og gildir til 20. maí að öllu óbreyttu. Fram kemur að aflögunargögn (GPS) sýni skýr merki um áframhaldandi landris í Svartsengi en að dragi hafi úr hraða þess undanfarnar vikur. „Vísindamenn hafa lagt mat á hvenær líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi muni aukast. Í því mati er gert ráð fyrir að sama magn af kviku þurfi að safnast undir Svartsengi og í fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Miðað við að hraði landris sem mælst hefur síðustu vikur haldist óbreyttur má gera megi ráð fyrir að líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar nálgast haustið. Ef hraði á landrisi og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi breytist hefur það áhrif á þetta mat. Vísindamenn Veðurstofunnar vinna nú að endurskoðun á sviðsmyndum og leggja meðal annars mat á það hvort að áfram þurfi sama magn af kviku að safnast undir Svartsengi til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Veðurstofan Breytingar á hraða landriss metinn út frá þróun milli vikna en ekki daga Aflögunargögn sem sýna landris sveiflast oft lítillega frá degi til dags, jafnvel þó undirliggjandi kvikuinnstreymi sé stöðugt. Þessar daglegu sveiflur geta orsakast af veðri, skekkjum í mælingum eða öðrum náttúrulegum þáttum sem hafa lítil áhrif á heildarmyndina. Ef aðeins er skoðað stutt tímabil í einu þá gæti það gefið ranga mynd af því hvort landris sé að aukast eða minnka. Því er mikilvægt að greina þróunina yfir viku eða lengra tímabil til að fá raunhæfa mynd af því sem er að gerast. Því er mikilvægt er að túlka þessi gögn með hliðsjón af þróun yfir lengri tímabil fremur en að túlka mælingar frá einstaka GPS-punktum á milli daga. Jarðskjálftavirkni mælist áfram við kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl en dregið hefur úr virkninni frá goslokum og hafa að meðaltali nokkrir tugir jarðskjálftar mælst á sólahring síðustu tvær vikur. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 20.maí að öllu óbreyttu. Ný fréttauppfærsla er sömuleiðis fyrirhuguð þann 20. maí,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fjallað er um stöðuna á Reykjanesskaga. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn og hefur hættumatskort verið uppfært og gildir til 20. maí að öllu óbreyttu. Fram kemur að aflögunargögn (GPS) sýni skýr merki um áframhaldandi landris í Svartsengi en að dragi hafi úr hraða þess undanfarnar vikur. „Vísindamenn hafa lagt mat á hvenær líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi muni aukast. Í því mati er gert ráð fyrir að sama magn af kviku þurfi að safnast undir Svartsengi og í fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Miðað við að hraði landris sem mælst hefur síðustu vikur haldist óbreyttur má gera megi ráð fyrir að líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar nálgast haustið. Ef hraði á landrisi og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi breytist hefur það áhrif á þetta mat. Vísindamenn Veðurstofunnar vinna nú að endurskoðun á sviðsmyndum og leggja meðal annars mat á það hvort að áfram þurfi sama magn af kviku að safnast undir Svartsengi til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Veðurstofan Breytingar á hraða landriss metinn út frá þróun milli vikna en ekki daga Aflögunargögn sem sýna landris sveiflast oft lítillega frá degi til dags, jafnvel þó undirliggjandi kvikuinnstreymi sé stöðugt. Þessar daglegu sveiflur geta orsakast af veðri, skekkjum í mælingum eða öðrum náttúrulegum þáttum sem hafa lítil áhrif á heildarmyndina. Ef aðeins er skoðað stutt tímabil í einu þá gæti það gefið ranga mynd af því hvort landris sé að aukast eða minnka. Því er mikilvægt að greina þróunina yfir viku eða lengra tímabil til að fá raunhæfa mynd af því sem er að gerast. Því er mikilvægt er að túlka þessi gögn með hliðsjón af þróun yfir lengri tímabil fremur en að túlka mælingar frá einstaka GPS-punktum á milli daga. Jarðskjálftavirkni mælist áfram við kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl en dregið hefur úr virkninni frá goslokum og hafa að meðaltali nokkrir tugir jarðskjálftar mælst á sólahring síðustu tvær vikur. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 20.maí að öllu óbreyttu. Ný fréttauppfærsla er sömuleiðis fyrirhuguð þann 20. maí,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira