Viðskipti innlent

Ekkert fékkst upp í gjald­þrot upp á tugi milljóna

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Birkir Pálmason er betur þekktur sem Gummi kíró.
Guðmundur Birkir Pálmason er betur þekktur sem Gummi kíró. Vísir/Vilhelm

Engar eignir fundust í búi GBN-2024 ehf., sem var í eigu Guðmundar Birkis Pálmasonar, sem er í daglegu tali kallaður Gummi kíró. 

Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að bú félagsins hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember 2024. Engar eignir hafi fundist í búinu og skiptum hafi verið lokið þann 23. apríl síðastliðinn, án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið hafi samtals numið 34,5 milljónum króna. 

Tilgangur félagsins var meðal annars skráður sem þjónustueininga fyrir starfsemi kírópraktora, nuddstofa almennt svo og rekstur hverskonar eininga fyrir heilsueflandi starfsemi, svo sem líkamsræktarstöðvar og fleira. 

Guðmundur Birkir rak um árabil kírópraktorastöð við góðan orðstýr en lagði upp laupana árið 2023 og sameinaðist annarri kírópraktorastöð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×