Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 22:45 Stamford Bridge hefur verið heimavöllur Chelsea frá árinu 1905 en það er ekkert pláss á svæðinu til að stækka leikvanginn almennilega enda í miðju íbúðahverfi og rétt við lestarteina. Getty/Liverpool FC Árið 2042 er óralangt í burtu en gæti verið stórt ár fyrr þolinmóða stuðningsmenn, starfsmenn og eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Chelsea spilar á Stamford Bridge leikvanginum en það er löngu ljóst að leikvangurinn stenst ekki lengur samanburð við leikvanga hinna stóru félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur verið því með nýjan leikvang á borðinu í nokkurn tíma en þrátt fyrir það gæti samt verið löng bið í hann. „Ég veit ekki hvort að það verði af þessu því það er svo margt sem stendur í veginum,“ sagði svissneski miðilljarðamæringurinn Hansjörg Wyss við Daily Mail en hann er í eigandahópi Chelsea. Stamford Bridge er í dag bara níundi stærsti leikvangur ensku úrvalsdeildarinnar en hann tekur 41 þúsund manns í sæti. Þetta eru 33 þúsund færri sæti en hjá Manchester United sem ætlar líka að stækka við sig á næstu árum. Þetta eru meira að segja níu þúsund færri sæti en hjá b-deildarliði Sunderland. Þegar Todd Boehly og fjárfestingahópur hans tóku yfir Chelsea fyrir þremur árum þá var markmiðið að fá nýjan leikvang á næstu fimmtán til tuttugu árum. Vandamálið er að fá leyfi í London fyrir nýjan leikvang og sá gríðarlegi kostnaður sem fylgir því að byggja leikvang í borginni. Aftonblaðið fjallar um þetta. „Ég held að allir átti sig á því að félag sem er eins stórt og Chelsea verður að vera með leikvang í takt við stærð félagsins,“ sagði Todd Boehly þá en nú eru uppi áhyggjur innan félagsins að það sé mögulega langur tími í nýjan leikvang. Nýi leikvangurinn átti að taka sextíu þúsund manns í sæti og kosta yfir fjögur hundruð milljarða króna árið 2022 en sá kostnaður hefur nú rokið upp úr öllu valdi. Samkvæmt frétt Daily Mail þá gæti Chelsea þurft að bíða til ársins 2042 eftir nýjum leikvangi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Chelsea spilar á Stamford Bridge leikvanginum en það er löngu ljóst að leikvangurinn stenst ekki lengur samanburð við leikvanga hinna stóru félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur verið því með nýjan leikvang á borðinu í nokkurn tíma en þrátt fyrir það gæti samt verið löng bið í hann. „Ég veit ekki hvort að það verði af þessu því það er svo margt sem stendur í veginum,“ sagði svissneski miðilljarðamæringurinn Hansjörg Wyss við Daily Mail en hann er í eigandahópi Chelsea. Stamford Bridge er í dag bara níundi stærsti leikvangur ensku úrvalsdeildarinnar en hann tekur 41 þúsund manns í sæti. Þetta eru 33 þúsund færri sæti en hjá Manchester United sem ætlar líka að stækka við sig á næstu árum. Þetta eru meira að segja níu þúsund færri sæti en hjá b-deildarliði Sunderland. Þegar Todd Boehly og fjárfestingahópur hans tóku yfir Chelsea fyrir þremur árum þá var markmiðið að fá nýjan leikvang á næstu fimmtán til tuttugu árum. Vandamálið er að fá leyfi í London fyrir nýjan leikvang og sá gríðarlegi kostnaður sem fylgir því að byggja leikvang í borginni. Aftonblaðið fjallar um þetta. „Ég held að allir átti sig á því að félag sem er eins stórt og Chelsea verður að vera með leikvang í takt við stærð félagsins,“ sagði Todd Boehly þá en nú eru uppi áhyggjur innan félagsins að það sé mögulega langur tími í nýjan leikvang. Nýi leikvangurinn átti að taka sextíu þúsund manns í sæti og kosta yfir fjögur hundruð milljarða króna árið 2022 en sá kostnaður hefur nú rokið upp úr öllu valdi. Samkvæmt frétt Daily Mail þá gæti Chelsea þurft að bíða til ársins 2042 eftir nýjum leikvangi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn