Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar 8. maí 2025 08:32 Á undan kvöldfréttum RÚV birtast okkur skjámyndir sem eru einhver konar skjáskot af því sem ber hæst hverju sinni. Fyrir nokkrum dögum síðan gat maður séð í slíku skjáskoti ánægð saklaus íslensk börn dansandi á leiksviði. Það yljaði en bara í nokkrar sekúndur. Rétt þar á eftir birtist annað skjáskot af öðrum börnum. Palentínskum börnum og þau voru ekki ánægð og glöð dansandi á sviði. Þeirra svið voru húsarústir sem væntanlega voru áður þeirra heimili. Það eru þær aðstæður sem heimurinn bíður þeim uppá. Leiksvið dauðans. Lítil vannærð börn Það var erfitt að horfa fréttir í vikunni um vannærð lítil börn sem fá ekki þá hjálp sem þau þurfa, vegna þess að Ísraelstjórn stöðvar alla flutninga á hjálpargögnum inn á svæðið. Þessara litlu barna bíður því ekkert annað en dauðinn verði ekkert að gert. Sex þjóðir sem þora Það gladdi mig hins vegar að lesa fréttir um það að Ísland væri í hópi sex þjóða sem kalla eftir því í að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum um að víkka út hernaðaraðgerðir sínar á Gaza og hafa þar varanlega viðveru.Utanríkisráðherrarnir kalla einnig eftir nýju vopnahléi og lausn allra gísla og fara fram á að Ísraelar heimili þegar í stað að matar- og neyðaraðstoð berist aftur inn á Gaza í samstarfi við og fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana.Þetta er gott fyrsta skref en dugar hvergi nærri til.Á þennan lista vantar þjóðir sem maður hefði haldið væru tilbúnar til að setja nafn sitt á slíkan lista. Litlu ljósin Barnabörnin mín eru ljósin í lífi mínu og þau ljós skína skært.Litlu ljósin á Gaza eru hins vegar að slökkna eitt af öðru, í tugþúsunda tali og umheimurinn horfir bara á. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á undan kvöldfréttum RÚV birtast okkur skjámyndir sem eru einhver konar skjáskot af því sem ber hæst hverju sinni. Fyrir nokkrum dögum síðan gat maður séð í slíku skjáskoti ánægð saklaus íslensk börn dansandi á leiksviði. Það yljaði en bara í nokkrar sekúndur. Rétt þar á eftir birtist annað skjáskot af öðrum börnum. Palentínskum börnum og þau voru ekki ánægð og glöð dansandi á sviði. Þeirra svið voru húsarústir sem væntanlega voru áður þeirra heimili. Það eru þær aðstæður sem heimurinn bíður þeim uppá. Leiksvið dauðans. Lítil vannærð börn Það var erfitt að horfa fréttir í vikunni um vannærð lítil börn sem fá ekki þá hjálp sem þau þurfa, vegna þess að Ísraelstjórn stöðvar alla flutninga á hjálpargögnum inn á svæðið. Þessara litlu barna bíður því ekkert annað en dauðinn verði ekkert að gert. Sex þjóðir sem þora Það gladdi mig hins vegar að lesa fréttir um það að Ísland væri í hópi sex þjóða sem kalla eftir því í að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum um að víkka út hernaðaraðgerðir sínar á Gaza og hafa þar varanlega viðveru.Utanríkisráðherrarnir kalla einnig eftir nýju vopnahléi og lausn allra gísla og fara fram á að Ísraelar heimili þegar í stað að matar- og neyðaraðstoð berist aftur inn á Gaza í samstarfi við og fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana.Þetta er gott fyrsta skref en dugar hvergi nærri til.Á þennan lista vantar þjóðir sem maður hefði haldið væru tilbúnar til að setja nafn sitt á slíkan lista. Litlu ljósin Barnabörnin mín eru ljósin í lífi mínu og þau ljós skína skært.Litlu ljósin á Gaza eru hins vegar að slökkna eitt af öðru, í tugþúsunda tali og umheimurinn horfir bara á. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar